Færsluflokkur: Enski boltinn
Mánudagur, 30. apríl 2007
Leikir í kvöld
Þrír leikir í kvöld og ég er ekki frá því að það sé í lagi að henda inn spá.
Washington leikur á móti Cleveland heima þar sem uppskriftin verður sú sama og í fyrri leikjum.
Antawn Jamison tekur 100 skot fyrir Washington, skorar 30 stig, tekur 10 fráköst og gefur 5+ stoðsendingar.
Það dugar þó ekki gegn meðaljónunum í Cleveland sem labba í gegnum þetta án teljandi vandræða og senda þar með galdrakallana frá höfuðborginni í sumarfrí.
Denver á heimaleik á móti San Antonio og verður að vinna í kvöld til að jafna ef þeir ætla að halda spennu í þessu einvígi.
Spurs-vélin virðist þó vera þokkalega stillt þessa dagana og þegar hún rúllar rétt klára þeir leikina.
Loks eru það Houston sem taka á móti Utah og eftir 2 slaka leiki í röð býst ég við því að raketturnar rífi sig upp og setji seriuna í 3-2.
Mín vegna mega Utah samt alveg taka þetta. Væri ágætis kynding að Draumaviðureignin í vestrinu: Dallas-Houston yrði eftir allt saman á milli Utah og Golden State.
NBA TV sýnir að þessu sinni leik Houston og Utah og hefst hann á miðnætti.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Dallas í basli
Þetta fer að verða erfitt hjá Dirk Nowitski og félögum.
3-1 undir gegn frísku liði Golden State undir stjórn meistara Don Nelson og þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð.
Leikurinn í nótt var jafn og spennandi en heimamenn voru sterkari í fjórða leikhluta og lönduðu 103-99 sigri. Golden State hafa komið skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni en það er spurning hversu lengi það er hægt að kalla þessa sigra á Dallas óvænta. Ef mér skjátlast ekki þá hafa Golden State nú unnið 8 af síðustu 10 viðureignum liðana.
Baron Davis og Jason Richardson voru sem fyrr atkvæðamestir hjá Golden State og eins átti hinn mjög svo eðlilegi Stephen Jackson fínan leik.
Hjá Dallas skiptu þeir Nowitski, Terry, Stakhouse og Howard svo skorinu á milli sín.
Næstu leikur fer fram í Dallas á morgun og yrði það saga til næsta bæjar detti meistararaefnin í Mavericks út úr keppninni á heimavelli.
Það er þó ljóst að Don Nelson mundi ekki finnast það leiðinlegt að mæta á sinn gamla vinnustað og senda sína fyrrum lærisveina í snemmbúið sumarfrí.
Stephen Jackson fagnar hér sigri en mikið vildi ég vita hvað Matt Barnes er að hugsa þarna á bakvið :)
![]() |
NBA: Golden State með undirtökin gegn Dallas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 30. apríl 2007
Nets í 3-1
New Jersey Nets var að vinna Toronto Raptors í þriðja sinn.
Leikurinn var frá 1. mínútu afar óspennandi og endaði með 102-81 sigri Nets en byrjunarliðsmenn beggja liða spiluðu nánast ekkert allan 4. leikhluta.
Toronto liðið réði ekkert við Vince Carter frekar en fyrri daginn og skoraði hann 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Jason Kidd skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 6 fráköst.
Nýliðinn Andrea Bargnani skoraði 16 stig í annars mjög lélegu Toronto liði.
Fljótlega hefst svo leikur Golden State og Dallas í Oakland þar sem heimamenn freista þess að komast í 3-1 gegn deildarmeisturum Dallas.
Sunnudagur, 29. apríl 2007
23 stoðsendingar
Pheonix Suns sigruðu L.A. Lakers í þriðja sinn í fjórum leikjum fyrr í kvöld.
Leikurinn sem var í Los Angeles endaði 113-100 og áttu Amare Stuodemire og Steve Nash stórleiki fyrir Phoenix liðið.
Amare skoraði 27 stig og tók 21 frákast en Nash setti 17 stig og gaf 23 stoðsendingar.
Nash vantaði þar með aðeins eina stoðsendingu til að jafna met þeirra stoðsendingakónga Magic Johnson og John Stockton yfir flestar stoðsendingar í leik í úrslitakeppni.
Metið yfir flestar stoðsendingar í leik í NBA er hinsvegar í höndum þjálfara Chicago Bulls en Scott Skiles gaf 30 stoðsendingar á samherja sína í Orlando Magic í deildarleik gegn Denver Nuggets árið 1990.
Nash í leiknum í kvöld
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Losers go home
92-79.
Chicago sópaði Miami út 4-0 í seriu sem Miami átti raunverulega aldrei séns í.
Scott Skiles og hans menn eru nú til alls líklegir.
Næsta verkefni:
Detroit Pistons
![]() |
Chicago Bulls niðurlægði meistaralið Miami Heat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Chicago @ Miami á Sýn Extra
Nú kl. 5 verður fjórði leikur Chicago Bulls og Miami Heat sýndur beint á Sýn Extra.
Núverandi meistarar í Miami er komnir með bakið rækileg uppvið vegg og vinni þeir ekki í kvöld er þátttöku þeirra í úrslitakeppninni lokið í ár.
Chicago liðið vann fyrstu tvo leikina á heimavelli nokkuð sannfærandi en þurfti að hafa meira fyrir sigrinum í Miami á föstudaginn. Þrátt fyrir að ekkert lið hafi komið til baka eftir og unnið seriu eftir að hafa verið 3-0 undir er alveg ljóst að með sigri í kvöld geta meistararnir opnað þetta uppá gátt.
Chicago liðið er á góðum degi gríðarlega skemmtilegt. Þeir spila afar hraðan sóknarleik og hafa í liði sínu margar frábærar skyttur. Ekki síst "Englendingana" Luol Deng og Ben Gordon.
Á hinum enda vallarins spila þeir svo mjög aggresívan og góðan varnarleik með Ben Wallace fremstan í flokki.
Innan sinna raða hafa Miami svo einn besti miðherja sögunnar og Dwayne Wade er auðvitað stórkostlegur leikmaður sem alltaf er gaman á að horfa. Það er alveg ljós að hann hefur lítinn áhuga á að fara í sumarfrí í apríl og hefur losað sig við hlífina sem hann hefur þurft að spila með vegna axlarmeiðsla.
Hvet ég alla sem eiga möguleika á að stilla á Sýn Extra kl. 5 að gera svo.
Síðar í dag mætast svo Lakers - Phoenix, Golden State - Dallas og loks er leikur New Jersey og Toronto sýndur beint á NBA TV kl. 23:30.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 29. apríl 2007
Lokahóf KKÍ
Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í kvöld í Stapanum, Reykjanesbæ.
Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir veturinn og eins og tíðkast fór kosningin fram undir lok venjulegs tímabils. Úrslitakeppnin er þar með ekki inní þessu.
Í karlaflokki fengu eftirfarandi viðurkenningu:

Besti erlendi leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Tyson Patterson, KR
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Brenton Birmingham, Njarðvík
Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Jóhann Árni Ólafsson Njarðvík
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Justin Shouse Snæfell
Virkilega sáttur með Brenton. Hann er að verða 35 ára gamall en er ennþá að spila yfir 30 mínútur í leik og gera frábæra hluti á báðum endum vallarins. Að mínu mati besti alhliða leikmaðurinn í deildinni.
Bjóst fyrirfram við að Jeb Ivey yrði valinn besti erlendi leikmaðurinn en Tyson er að sjálfsögðu mjög vel að titlinum kominn. Ekki skemmdi heldur stórkostleg úrslitakeppni hjá honum fyrir.
Jóhann Árni er ungur og efnilegur og er núþegar farinn að leika stórt hlutverk í Njarðvíkurliðinu. Brynjar Þór hefði nú líklega tekið þennan flokk ef kosið hefði verið eftir úrslitakeppni.
Justin Shouse er frábær leikmaður en hvort að hann sé eitthvað prúðari en hver annar veit ég ekkert um.
Brenton Birmingham Njarðvík
Páll Axel Vilbergsson Grindavík
Sigurður Þorvaldsson Snæfell
Hlynur Bæringsson Snæfell
Friðrik Stefánsson Njarðvík
Besti þjálfarinn var þjálfari Njarðvíkur, Einar Árni Jóhannsson.
Það geta þó væntanlega flestir tekið undir það að Benedikt Guðmundsson sannaði það í vetur, ekki síst í úrslitakeppninni að hann er vafalítið besti þjálfari landsins.
Dómari ársins kemur svo einnig úr Njarðvíkinni en það var í þriðja árið í röð Sigmundur Herbertsson.
Virðist hann þar með vera að stimpla sig inn sem besti dómari landsins eftir að Leifur Garðarsson lagði flautuna á hliðar en hann þjálfar nú meistarflokk Fylkis í knattspyrnu.
Hjá konunum fór þetta þannig:

Besti erlendi leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Tamara Bowie, Grindavík
Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum
Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Margrét Sturludóttir Keflavík
Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Pálína Gunnlaugsdóttir Haukum
Lið ársins:
Hildur Sigurðardóttir Grindavík
Helena Sverrisdóttir Haukar
Margrét Kara Sturludóttir Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík
María Ben Erlingsdóttir Keflavík
Þjálfari ársins - Ágúst S. Björgvinsson, Haukum
Verð ég að viðurkenna að ég hef ekki fylgst nægilega vel með kvennaboltanum en veit þó að Helena ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í deildinni.
Bowie stakk af á ögurstundu til að gefa blóð (eða fara í WNBA Camp).
Það er magnaður árangur hjá Pálínu að vera valinn besti varnarmaður deildarinnar en jafnframt sá prúðasti.
Loks er það frábært hjá hinni 17 ára gömlu Margréti Köru að vera valin í lið ársins þetta ung.
Óska ég þessum frábæru leikmönnum til hamingju með titlana og í leiðinni öllum körfuboltaaðdáendum með frábært tímabil.
Forsvarsmenn KKÍ eru að gera virkilega góða hluti og er þetta vonandi bara byrjunin á því sem koma skal.
Myndir af vf.is
![]() |
Brenton og Helena valin bestu leikmenn efstu deilda í körfubolta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 28. apríl 2007
New Jersey í 2-1 og Chicago í 3-0
New Jersey Nets byrjuðu heimaleikina vel með sannfærandi 102-89 sigri á Toronto Raptors.
Nets gáfu tóninn strax í byrjun og komust í 9-0. Eftir það var ekki aftur snúið og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir Jersey menn.
Jason Kidd átti stórleik þrátt fyrir að hafa verið tæpur á að geta spilað vegna meiðsla. Hann setti 16 stig, tók 16 fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Vince Carter var ekki mikið síðri með 37 stig og 5 stoðsendingar.
Hjá Toronto átti T.J. Ford fínan leik með 27 stig og 8 stoðsendingar. Aðrir léku undir getu.
Chicago Bulls héldu áfram að gera Miami Heat lífið leitt og kláruðu þá 104-96, nú í Miami.
Bulls eltu lengst af leiknum en með Ben Gordon fremstan í flokki tóku þeir góðan sprett í 4. leikhluta sem skilaða þeim þægilegri 3-0 forystu í einvíginu.
Gordon skoraði 27 stig í leiknum, Deng 24 og Hinrich 22.
Ben Wallace var hrikalega öflugur í vörninni og sýndi það að á góðum degi er hann enn besti varnarmaður deildarinnar.
Hjá Miami voru Shaq og Wade allt í öllu, Shaq skoraði 23 stig og Wade 28.Golden State halda svo áfram að koma skemmtilega á óvart og unnu Dallas á heimavelli í nótt, 109-91.
Jason Richardson og Baron Davis áttu virkilega góðan leik fyrir Golden State með 30 og 24 stig.
Staðan þar 2-1 fyrir Golden State og næsti leikur í Oakland.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Camby varnarmaður ársins
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Marcus Camby, Denver | 70 | 23 | 12 | 431 |
2 .Bruce Bowen, San Antonio | 22 | 26 | 18 | 206 |
3. Tim Duncan, San Antonio | 15 | 22 | 17 | 158 |
4. Shawn Marion, Phoenix | 7 | 12 | 22 | 93 |
5. Shane Battier, Houston | 7 | 11 | 18 | 86 |
Marcus Camby hjá Denver var í dag valinn varnarmaður ársins í NBA. Camby var langefstur í kjöri blaðamanna en í næstu sætum komu San Antonio Spurs leikmennirnir Bruce Bowen og Tim Duncan.
Ben Wallace sem var varnarmaður ársins 2002, 2003, 2005 og 2006 var í þetta skiptið aðeins í 6. sæti.
Camby hefur gert mjög góða hluti fyrir Denver, bæði í vörn og sókn og er vel að titlinum kominn.
Hann hefur þó hingað til verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir hluti ótengda körfubolta og er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði.
1997 var hann tekinn fyrir of hraðan akstur og við nánari athugun kom í ljós að hann var með töluvert magn marijúana í bílnum hjá sér og var í kjölfarið dæmdur til samfélagsþjónustu.
Á þeim tíma þegar það var verið að setja á reglur um klæðaburð hjá leikmönnum NBA fór mikið fyrir Camby að mótmæla því. Hann heimtaði meðal annars fatastyrk frá deildinni ef hann ætti að klæða sig snyrtilega. Hann var töluvert gagnrýndur fyrir þessi ummæla í ljósi þess að á þessum tíma var hann með rúmar 480 miljónir kr. í árslaun.
Loks var Camby einn af þeim sem tóku þátt í slagsmálum í leik New York Knicks og Denver Nuggets fyrr á þessu tímabili og var rekinn úr húsi.
Fín úrslit annars síðastliðna nótt sem setur smá pressu á Houston og Pheonix. Detroit fór þó auðveldlega í gegnum Orlando og þeim verður ekki viðbjargað úr þessu.
Chicago Bulls mun svo fara til Miami í nótt og freista þess að komast í 3-0 gegn ríkjandi meisturum.
New Jersey Nets voru óheppnir að tapa öðrum leiknum í Toronto en fara þó með ágætis 1-1 stöðu heim til Jersey.
Í Dallas taka svo heimamenn á móti Golden State en eftir 6 leikja taphrinu í leikjum gegn Golden State tókst þeim loks að sigra þá í síðasta leik.
Leikur New Jersey og Toronto verður sýndur á NBA TV kl. 23.00.
Enski boltinn | Breytt 30.4.2007 kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Monta Ellis vinnur framaraverðlaun
Monta Ellis, leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni fékk í dag viðurkenningu fyrir mestu framfarir á árinu.
Ellis sem er á sínu öðru ári í deildinni skoraði að meðaltali 16,5 stig í leik og gaf rétt rúmar 4 stoðsendingar á móti 6,8 stigum og 1.6 stoðsendingum í fyrra.
Það verður þó að fylgja að Ellis lék næstum helmingi fleiri mínútur í leik í ár. 34,3 í leik á móti 18,1 í fyrra.
Í næstu sætum komu svo Kevin Martin, Deron Williams og Tyson Chandler. Allt leikmenn sem að mínu mati hefðu frekar átt skilið að vinna. Fimmti varð svo lettneski félagi Ellis hjá Golden State, Andris Biedrins.
Top 5
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Monta Ellis, Golden State | 47 | 34 | 15 | 352 |
2. Kevin Martin, Sacramento | 44 | 38 | 15 | 349 |
3. Deron Williams, Utah | 13 | 6 | 18 | 101 |
4. Tyson Chandler, NOK | 6 | 0 | 9 | 72 |
5. Andris Biedrins, Golden State | 8 | 4 | 12 | 64 |
Í nótt verða svo þrír leikir. Utah leikur heima gegn Houston, Orlando tekur á móti Detroit og Lakers færa Phenoix í heimsókn. Heimaliðin þrjú eru öll 2-0 undir og ætla ég að spá því að eftir leiki næturinnar verði staðan orðin 3-0 í öllum viðureignunum.
Leikur Utah og Houston verður í beinni á NBA TV kl. 1 eftir miðnætti.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)