Leikir í kvöld

doddimidill


Þrír leikir í kvöld og ég er ekki frá því að það sé í lagi að henda inn spá.

Washington leikur á móti Cleveland heima þar sem uppskriftin verður sú sama og í fyrri leikjum. 
Antawn Jamison tekur 100 skot fyrir Washington, skorar 30 stig, tekur 10 fráköst og gefur 5+ stoðsendingar.
Það dugar þó ekki gegn meðaljónunum í Cleveland sem labba í gegnum þetta án teljandi vandræða og senda þar með galdrakallana frá höfuðborginni í sumarfrí.

Denver á heimaleik á móti San Antonio og verður að vinna í kvöld til að jafna ef þeir ætla að halda spennu í þessu einvígi.
Spurs-vélin virðist þó vera þokkalega stillt þessa dagana og þegar hún rúllar rétt klára þeir leikina.

Loks eru það Houston sem taka á móti Utah og eftir 2 slaka leiki í röð býst ég við því að raketturnar rífi sig upp og setji seriuna í 3-2. 
Mín vegna mega Utah samt alveg taka þetta.  Væri ágætis kynding að Draumaviðureignin í vestrinu: Dallas-Houston yrði eftir allt saman á milli Utah og Golden State.


NBA TV sýnir að þessu sinni leik Houston og Utah og hefst hann á miðnætti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband