Enn einn Detroit sigur

Ef það er ekki nóg að leiða með 16 stigum í hálfleik - á heimavelli.

Þetta Chicago lið á bara ekki breik í þessa seriu. Þeir ráða ekkert við Detroit varnarlega og hafa engar lausnir við svæðisvörn Detroit manna.

Aftur á móti eru Detroit að minna rækilega á sig sem meistarakandídata. Liðið virðist einungis hafa styrkst við að fá Webber þarna inn fyrir Wallace. Tölfræðin sýnir að varnarleikurinn gengur ekkert síður - ef ekki betur.  Sóknarlega er svo Webber auðvitað meiri ógnun. Leikurinn í nótt var þó undantekning á því - lítið fór fyrir Webber en það virtist þó litlu breyta.


clap_070510


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Og Flip Saunders var ekki nógu góður þjálfari fyrir Minnesota    Og Chauncey Billups...æ æ æ!

Róbert Björnsson, 11.5.2007 kl. 12:56

2 identicon

Þetta Detoit lið er besta liðið í dag. Þótt að Wallace sé farinn þá er Webber bara að skila svo miklu undir körfunni í sókninni. Þeir eru að taka færri léleg skot og þar af leiðandi eru þeir farnir að stjórna hraðanum ennþá betur.

Ætla endurtaka spá mína hér: Pistons 4 - Suns 3 (þ.e.a.s. í úrslitunum).

Jón (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband