Dallas í basli

Þetta fer að verða erfitt hjá Dirk Nowitski og félögum. 
3-1 undir gegn frísku liði Golden State undir stjórn meistara Don Nelson og þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð.

Leikurinn í nótt var jafn og spennandi en heimamenn voru sterkari í fjórða leikhluta og lönduðu 103-99 sigri.  Golden State hafa komið skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni en það er spurning hversu lengi það er hægt að kalla þessa sigra á Dallas óvænta.  Ef mér skjátlast ekki þá hafa Golden State nú unnið 8 af síðustu 10 viðureignum liðana.

Baron Davis og Jason Richardson voru sem fyrr atkvæðamestir hjá Golden State og eins átti hinn mjög svo eðlilegi Stephen Jackson fínan leik.

Hjá Dallas skiptu þeir Nowitski, Terry, Stakhouse og Howard svo skorinu á milli sín.


Næstu leikur fer fram í Dallas á morgun og yrði það saga til næsta bæjar detti meistararaefnin í Mavericks út úr keppninni á heimavelli.

Það er þó ljóst að Don Nelson mundi ekki finnast það leiðinlegt að mæta á sinn gamla vinnustað og senda sína fyrrum lærisveina í snemmbúið sumarfrí.



Stephen Jackson fagnar hér sigri en mikið vildi ég vita hvað Matt Barnes er að hugsa þarna á bakvið :)


mbl.is NBA: Golden State með undirtökin gegn Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband