Spenna í Utah

Þokkalegasta dramatík sem þetta var.

Baron Davis þurfti að klára víti til að þvinga Utah í erfitt 3ja-stigaskot en í staðinn nægði Deron Williams að setja tvist með 2.0 á klukkunni til að tryggja framlengingu.  Svo kom þetta bíómynda-atriði með Fisher og allur pakkinn.

Golden State er að gera fína hluti sóknarlega en ef þeir ætla að eiga séns í þetta þá bara verða þeir að fara að taka fráköst.

Í kvöld er svo 3. leikur Chicago og Detroit. Must win leikur fyrir Chicago - annars geta þeir pakkað saman. 
Þetta er eini leikurinn í kvöld en síðast þegar ég vissi var ekki komið á hreint hvort hann yrði sýndur á NBA TV.

fisher

Úr hvaða bíómynd var þetta aftur ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Warriors eru svakalega perimeter spilandi lið, og gefur oft fyrir að 4-5 leikmenn liðsins í sókn séu við þriggja stiga línuna. Warriors hafa alltaf tekið fá fráköst, enda gengur lítið að nota Matt Barnes sem 4 og Al Harrington sem center. Nelson hefur enga aðra möguleika í stöðinni, búið að treida Diogu og aðrir stórir menn í hópnum eru ekki nógu góðir. Mér fannst Warriors mjög grimmir í fráköstunum í fyrri leiknum, en það er ekki alltaf nóg að vera grimmur. Frákastatölfræðin úr leiknum platar lítið eitt, 32 fráköst hjá GSW gegn 60 hjá Jazz gefur ekki alveg raunhæfa mynd. Warriors tóku 13 sóknarfráköst gegn 19 sem er ekkert til að skammast sín fyrir miðað við aðstæður. Warriors klúðrari úr 52 skotum auk 11 vítaskota en Jazz klúðrari 41 skoti auk 5 vítaskota, auk þess sem að Warriors var með 10 liðsfráköst gegn 7 hjá Jazz, svo að í raun átti Warriors möguleika á mun færri varnarfráköstum en Jazz, sem varð líka raunin. Jazz tók 41 varnarfrákast gegn 19 hjá Warriors, sem er sláandi munur.

Síðan má þess geta að Nelson gerði vítahittni liðsins að sérstöku umræðuefni eftir leikinn, en ekki fráköstin, og vildi meina að vítin sem klúðruðust hefðu kostað liðið leikinn, sennilega rétt. En Warriors nýtti 70% víta sinna gegn 85% hjá Jazz.

Ég held að Warriors eigi inni sigurleik í Oakland, þeir hafa verið heilmikið inn í báðum leikjunum. Það er mikil stemmning á Bay svæðinu.

Jói (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 20:47

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Auðvitað telja þessi víti drjúgt og eins og ég segi - ef Baron Davis hefði sett vítið í lokin þá hefðu þeir mjög líklega verið með þetta.

Íþróttir á blog.is, 11.5.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband