Færsluflokkur: Enski boltinn
Föstudagur, 4. maí 2007
Vísir
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. maí 2007
Later Mavs
Stephen Jackson ákvað að halda sig lengst af á mottunni og einbeita sér að því að spila körfubolta. Hann setti 7 þrista af 8 og endaði með 33 stig.
Sigurinn hjá Golden State var sannfærandi. Sæmilega jafnt fram að hálfleik en 36-15 þriðji leikhluti kláraði þetta.
Howard og Stackhouse með 20 fyrir Dallas - Nowitski 8 og þar af 0 af 6 í þristum. Er ekki örugglega búið að skila inn atkvæðaseðlum fyrir MVP ?
Úrslitaleikur hjá Houston og Utah á laugardag
Utah vann Houston nokkuð þægilega á heimavelli 94-82. Nú hafa bæði liðin unnið alla heimaleiki sína og eftir bókinni verður það þá Houston sem tekur oddaleikinn á laugardaginn.
Mikið yrði þó skemmtilegt að fá Utah-Golden State í undanúrslitum í Vestrinu.
T-Mac reynir að komast framhjá Boozer í nótt
NBA: Golden State Warriors slógu Dallas út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
Deng vinnur Joe Dumars verðlaunin
Luol Deng, leikmanni Chicago Bulls var í dag afhent viðurkenning NBA deildarinnar í ár fyrir heiðarleika og drenglyndi á velli. Verðlaunin eru nefnd eftir fyrsta handhafa þeirra gömlu Pistons kempunni Joe Dumars. Þau eru ár hvert veitt þeim leikmanni sem þykir sýna af sér mestan heiðarleika á velli.
Kosningin fer þannig fram að hvert lið deildarinnar tilnefnir einn leikmann úr sínu liði og það eru svo leikmenn deildarinnar sem kjósa.
Deng var sem fyrr segir efstur fékk 2027 stig, en næstur kom Shane Battier með 2005 stig.
Deng sem þykir einhver efnilegasti mid-range shooter sem sést hefur í lengri tíma hefur átt frábært tímabil fyrir Chicago liðið og var einnig ofarlega í kjörinu um varnarmann ársins og í kosningunni um mestu framfarir.
Athygli vekur að þetta er þriðja árið í röð sem leikmaður úr Duke háskólanum í Norður-Karólínu fær þessi verðlaun en Elton Brand vann þau í fyrra og Grant Hill árið þar á undan ljóst að margir mættu taka uppeldisstefnuna þar til fyrirmyndar.
John Paxson, framkvæmdarstjóri Chicago Bulls sagði í viðtali af þessu tilefni að Deng væri ýmind alls þess sem hann vildi sjá í fóki - bæði sem körfuboltamanni og einstakling. "Deng er ein ástæða þess hversu langt við höfum náð í ár. Ég er virkilega stoltur af honum. Mér þykir gríðarlega mikið til hans koma og hef mikið álit á honum." sagði Paxson að lokum.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
4-1 x 2
Michael Finley skoraði 8 þriggja stiga körfur úr 9 tilraunum fyrir San Antonio og var þar með aðeins einu skoti frá því að jafna met þeirra Latrell Sprewell og Ben Gordon - 9 þristar úr 9 tilraunum.
Suns Takk !
NBA: San Antonio og Phoenix áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 6.5.2007 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
White Men Can´t Jump
Þessi fékk sínar 15 mínútur af frægð.. jaa eða sekúndur.. í hálfleik hjá Dallas - Golden State í gær.
Frekar fyndið hvað hann er fáránlega reddí að dunka þessu rétt áður en hann fer svo aftur-á-bak!
Enski boltinn | Breytt 4.5.2007 kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Enn af Miðjumönnum KR-inga
Í fjórða og síðasta úrslitaleiknum gegn Njarðvík byrjuðu menn hvatningarsöngva kl. 18 - tveimur tímum fyrir leik. Þessi stuðningur hélst út leikinn og fram á nótt.
Þessu var greint frá hér.
Menn héldu af skemmtistaðnum Óliver um 2 leytið og var þá stefnan tekin á Vínbarinn. Var það stór og mikil fylking KR-inga sem rölti niður Laugarveginn með Íslandsbikarinn í annari og blys í hinni.
Hin frábæra síða körfunnar í KR kr.is/karfa birti í dag myndband sem tekið var upp í þessari blysför og lýsir ágætlega stemningunni hjá Miðjumönnum - eins og stuðningsmenn liðsins kalla sig.
Það var Ragnar Jóhannsson sem tók upp myndbandið sem og annað myndband sem lýsir ágætlega stemningunni á Óliver og fær það að fylgja með.
Myndgæðin eru ekkert sérstök en hljóðið skilar sér ágætlega og það er það sem skiptir máli.
Blysförin
Skemmtilegt að sjá laganna vörð, Baldur Ólafsson fara þarna á kostum.
Óliver
Sagan segir að stemningin hafi verið svona frá því að leikur kláraðist og laaangt fram á nótt
Miðvikudagur, 2. maí 2007
3-2 .. 3-2
En þegar þú ert 33-13 undir eftir þann fyrsta þá geriru þetta ansi erfitt.
New Jersey eiga þó heimaleik á morgun þar sem þeir geta tryggt sig áfram.
Golden State héldu áfram að sannfæra mig um að þeir eigi skilið að fara áfram og getur maður ekki annað en haldið með þeim. Eftir basl framan af leik komust þeir í 9 stiga forystu með rúmlega þrjár mín eftir á klukkunni.
En með almennum klaufagangi og heimskulegri 6. villu á Baron Davis skoraði liðið ekki stig það sem eftir lifði leiks en Dallas setti á meðan 15 stig. Þar fór Dirk Nowitski fremstur í flokki og það var kominn tími á að hann gerði eitthvað í þessari seriu.
En það verður leikið á morgun í Oakland þar sem ég hef fulla trú á að Dallas verði sendir heim - með skottið á milli lappana. Yrði það ánægjulegt.
Stephen Jackson hegðaði sér vel að vanda
Var rekinn úr húsi fyrir að klappa fyrir dómara - aftur
NBA: Dallas og Toronto eygja enn von | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 6.5.2007 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Traveling King
Í tilefni þess að Cleveland sló út Washington í gær fannst mér við hæfi að henda inn myndbandi af sigurkörfu LeBron James gegn Washington í úrslitakeppninni í fyrra.
Mörgum þótti þessi karfa vægast sagt vafasöm en því má ekki gleyma að LeBron er leyfilegt að taka fleiri skref en aðrir leikmenn deildarinnar.
Til vinstri má sjá þessa sigurkörfu úr leiknum í fyrra en hægra megin hefur umdeilda atvikið verið klippt út og búið til skemmtilegt atriði úr því.
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Washington í sumarfrí
Washington datt út úr keppninni með tapi í leik þar sem Jamison skoraði 31 stig en það vantaði þó aðeins uppá stoðsendingarnar.
Svo voru Houston að komast í 3-2 gegn Utah en þar réðust úrslitin á síðustu mínútunni. Derek Fisher gat jafnað leikinn með innan við mínútu eftir á klukkunni en fékk á sig dæmdan mjög svo klaufalegan ruðning. Utah menn sendu svo hinn smáa en þó knáa Yao Ming á vítalínuna en hann hitti örugglega úr báðum skotum sínum og tryggði Houston 96-92 sigur.
Nú er svo að hefjast leikur San Antonio og Denver þar sem San Antonio mun fara með sigur fari allt eftir bókinni.
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Michael Jordan
Ef einhver var að pæla í því...
...þá já. Hann er ennþá alveg með það
http://nba.aolsportsblog.com/2007/04/23/jordan-settles-for-fully-clothed-tail/