Deng vinnur Joe Dumars verðlaunin

deng120107_240786bLuol Deng, leikmanni Chicago Bulls var í dag afhent viðurkenning NBA deildarinnar í ár fyrir heiðarleika og drenglyndi á velli. Verðlaunin eru nefnd eftir fyrsta handhafa þeirra – gömlu Pistons kempunni Joe Dumars.  Þau eru ár hvert veitt þeim leikmanni sem þykir sýna af sér mestan heiðarleika á velli.

Kosningin fer þannig fram að hvert lið deildarinnar tilnefnir einn leikmann úr sínu liði og það eru svo leikmenn deildarinnar sem kjósa.
Deng var sem fyrr segir efstur – fékk 2027 stig, en næstur kom Shane Battier með 2005 stig.

Deng sem þykir einhver efnilegasti “mid-range shooter” sem sést hefur í lengri tíma hefur átt frábært tímabil fyrir Chicago liðið og var einnig ofarlega í kjörinu um varnarmann ársins og í kosningunni um mestu framfarir.

Athygli vekur að þetta er þriðja árið í röð sem leikmaður úr Duke háskólanum í Norður-Karólínu fær þessi verðlaun en Elton Brand vann þau í fyrra og Grant Hill árið þar á undan – ljóst að margir mættu taka uppeldisstefnuna þar til fyrirmyndar.

John Paxson, framkvæmdarstjóri Chicago Bulls sagði í viðtali af þessu tilefni að Deng væri ýmind alls þess sem hann vildi sjá í fóki - bæði sem körfuboltamanni og einstakling. "Deng er ein ástæða þess hversu langt við höfum náð í ár. Ég er virkilega stoltur af honum. Mér þykir gríðarlega mikið til hans koma og hef mikið álit á honum." sagði Paxson að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Vel að þessu kominn drengurinn.  A true English gentleman! 

Róbert Björnsson, 4.5.2007 kl. 17:03

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Manute Bol var lærifaðir hans í Egyptalandi á unga aldri við tók svo enska uppeldið í nokkur ár.
Getur ekki klikkað.

Íþróttir á blog.is, 4.5.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband