Miðjan

img_7410 

Umfjöllun um leiki KR og Njarðvíkur verður að sjálfsögðu ekki endanlega hætt fyrr en þætti stuðningsmanna KR verður minnst. Fyrir þá sem urðu svo óheppnir að sjá ekki leikina í rimmunni verður stemningunni ekki líst. Þetta er hreint út sagt það magnaðasta sem sést hefur.

Heitustu stuðningsmenn KR voru mættir í höllina kl. 18 og fóru þaðan rétt fyrir 23.
Þá lá leiðin beint niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn KR troðfylltu skemmtistaðinn Olíver þar sem var sungið, dansað og trallað stanslaust til að verða kl. 2 eftir miðnætti.  Að lokum var farin skrúðganga niður Laugarveginn sem innihélt allan pakkann; Nokkri tugi syngjandi stuðningsmanna, Íslandsmeistarabikarinn og svo voru að sjálfsögðu tendruð blys.  Allra heitustu stuðningsmennirnir héldu svo fögnuði áfram eitthvað fram á morgun og varð þar með sigurhátíð Vesturbæinga allt að 12 tímar!

Í dag tekur svo við að horfa á leikinn endursýndan á Sýn, halda áfram að fagna og vera stoltur af því að vera KR-ingur.

Svo er sumarið handan við hornið og í fótboltanum bíður önnur dolla sem bíður þess að komast heim í KR heimilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband