Camby varnarmaður ársins

nuggets1_resize

Leikmaður, Lið1.2.3.Stig
1. Marcus Camby, Denver702312431
2 .Bruce Bowen, San Antonio222618206
3. Tim Duncan, San Antonio152217158
4. Shawn Marion, Phoenix7122293
5. Shane Battier, Houston7111886


Marcus Camby hjá Denver var í dag valinn varnarmaður ársins í NBA.  Camby var langefstur í kjöri blaðamanna en í næstu sætum komu San Antonio Spurs leikmennirnir Bruce Bowen og Tim Duncan.
Ben Wallace sem var varnarmaður ársins 2002, 2003, 2005 og 2006 var í þetta skiptið aðeins í 6. sæti.

Camby hefur gert mjög góða hluti fyrir Denver, bæði í vörn og sókn og er vel að titlinum kominn.
Hann hefur þó hingað til verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir hluti ótengda körfubolta og er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði.

1997 var hann tekinn fyrir of hraðan akstur og við nánari athugun kom í ljós að hann var með töluvert magn marijúana í bílnum hjá sér og var í kjölfarið dæmdur til samfélagsþjónustu.

Á þeim tíma þegar það var verið að setja á reglur um klæðaburð hjá leikmönnum NBA fór mikið fyrir Camby að mótmæla því.  Hann heimtaði meðal annars fatastyrk frá deildinni ef hann ætti að klæða sig snyrtilega.  Hann var töluvert gagnrýndur fyrir þessi ummæla í ljósi þess að á þessum tíma var hann með rúmar 480 miljónir kr. í árslaun.

Loks var Camby einn af þeim sem tóku þátt í slagsmálum í leik New York Knicks og Denver Nuggets fyrr á þessu tímabili og var rekinn úr húsi.


banner_nba


Fín úrslit annars síðastliðna nótt sem setur smá pressu á Houston og Pheonix.  Detroit fór þó auðveldlega í gegnum Orlando og þeim verður ekki viðbjargað úr þessu.

Chicago Bulls mun svo fara til Miami í nótt og freista þess að komast í 3-0 gegn ríkjandi meisturum.
New Jersey Nets voru óheppnir að tapa öðrum leiknum í Toronto en fara þó með ágætis 1-1 stöðu heim til Jersey.
Í Dallas taka svo heimamenn á móti Golden State en eftir 6 leikja taphrinu í leikjum gegn Golden State tókst þeim loks að sigra þá í síðasta leik.


Leikur New Jersey og Toronto verður sýndur á NBA TV kl. 23.00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband