Lokahóf KKÍ

100px-Kki      ICEX-deildin-bordi-sm

Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í kvöld í Stapanum, Reykjanesbæ.
Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir veturinn og eins og tíðkast fór kosningin fram undir lok venjulegs tímabils.  Úrslitakeppnin er þar með ekki inní þessu.

Í karlaflokki fengu eftirfarandi viðurkenningu:

48090_IMG_7085Besti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Brenton Birmingham Njarðvík

Besti erlendi leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Tyson Patterson, KR

Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Brenton Birmingham, Njarðvík

Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Jóhann Árni Ólafsson Njarðvík

Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild karla - Justin Shouse Snæfell



Virkilega sáttur með Brenton.  Hann er að verða 35 ára gamall en er ennþá að spila yfir 30 mínútur í leik og gera frábæra hluti á báðum endum vallarins.  Að mínu mati besti alhliða leikmaðurinn í deildinni.

Bjóst fyrirfram við að Jeb Ivey yrði valinn besti erlendi leikmaðurinn en Tyson er að sjálfsögðu mjög vel að titlinum kominn.  Ekki skemmdi heldur stórkostleg úrslitakeppni hjá honum fyrir.

Jóhann Árni er ungur og efnilegur og er núþegar farinn að leika stórt hlutverk í Njarðvíkurliðinu.  Brynjar Þór hefði nú líklega tekið þennan flokk ef kosið hefði verið eftir úrslitakeppni.

Justin Shouse er frábær leikmaður en hvort að hann sé eitthvað prúðari en hver annar veit ég ekkert um.

Lið ársins er svo skipað þannig:

Brenton Birmingham Njarðvík
Páll Axel Vilbergsson Grindavík
Sigurður Þorvaldsson Snæfell
Hlynur Bæringsson Snæfell
Friðrik Stefánsson Njarðvík

Besti þjálfarinn var þjálfari Njarðvíkur, Einar Árni Jóhannsson.
Það geta þó væntanlega flestir tekið undir það að Benedikt Guðmundsson sannaði það í vetur, ekki síst í úrslitakeppninni að hann er vafalítið besti þjálfari landsins.

Dómari ársins kemur svo einnig úr Njarðvíkinni en það var í þriðja árið í röð Sigmundur Herbertsson.
Virðist hann þar með vera að stimpla sig inn sem besti dómari landsins eftir að Leifur Garðarsson lagði flautuna á hliðar en hann þjálfar nú meistarflokk Fylkis í knattspyrnu.


Hjá konunum fór þetta þannig:

47768_IMG_6109Besti leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Helena Sverrisdóttir Haukar

Besti erlendi leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Tamara Bowie, Grindavík

Besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Pálína Gunnlaugsdóttir, Haukum

Besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Margrét Sturludóttir Keflavík

Prúðasti leikmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna - Pálína Gunnlaugsdóttir Haukum


Lið ársins:

Hildur Sigurðardóttir Grindavík
Helena Sverrisdóttir Haukar
Margrét Kara Sturludóttir Keflavík
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík
María Ben Erlingsdóttir Keflavík

Þjálfari ársins - Ágúst S. Björgvinsson, Haukum

Verð ég að viðurkenna að ég hef ekki fylgst nægilega vel með kvennaboltanum en veit þó að Helena ber höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í deildinni.  
Bowie stakk af á ögurstundu til að gefa blóð (eða fara í WNBA Camp). 
Það er magnaður árangur hjá Pálínu að vera valinn besti varnarmaður deildarinnar en jafnframt sá prúðasti.
Loks er það frábært hjá hinni 17 ára gömlu Margréti Köru að vera valin í lið ársins þetta ung.

48759_IMG_5733

Óska ég þessum frábæru leikmönnum til hamingju með titlana og í leiðinni öllum körfuboltaaðdáendum með frábært tímabil.

Forsvarsmenn KKÍ eru að gera virkilega góða hluti og er þetta vonandi bara byrjunin á því sem koma skal.

Myndir af vf.is


mbl.is Brenton og Helena valin bestu leikmenn efstu deilda í körfubolta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband