23 stoðsendingar

Pheonix Suns sigruðu L.A. Lakers í þriðja sinn í fjórum leikjum fyrr í kvöld. 
Leikurinn sem var í Los Angeles endaði 113-100 og áttu Amare Stuodemire og Steve Nash stórleiki fyrir Phoenix liðið.

Amare skoraði 27 stig og tók 21 frákast en Nash setti 17 stig og gaf 23 stoðsendingar. 
Nash vantaði þar með aðeins eina stoðsendingu til að jafna met þeirra stoðsendingakónga Magic Johnson og John Stockton yfir flestar stoðsendingar í leik í úrslitakeppni.

Metið yfir flestar stoðsendingar í leik í NBA er hinsvegar í höndum þjálfara Chicago Bulls en Scott Skiles gaf 30 stoðsendingar á samherja sína í Orlando Magic í deildarleik gegn Denver Nuggets árið 1990.


nash
Nash í leiknum í kvöld


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.Ólafsson

Horfði á þennan leik, sem var kannski ekki neitt voðalega góður.  Stærsta ástæðan var auðvitað sú að Lakers var ekki nógu gott í þessum leik.  Var mjög ánægður með að hann náði ekki jafna metið.  Fannst þessi leikur ekki eiga það skilið að hafa eitthvað met.  Mikið af þessum stoðsendingum var vegna lélegar varnir en auðvitað er Nash alger snillingur

E.Ólafsson, 30.4.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Jájá Lakers hafa nú seint verið þekktir fyrir massívan varnarleik.. og reyndar Suns ekki heldur.
En ef allt fer eðlilega þá fá Phoenix töluvert meira krefjandi verkefni í næstu umferð.. San Antonio Spurs.

Íþróttir á blog.is, 30.4.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband