Færsluflokkur: Sjónvarp

NBA

Chiacgo náði loks sigri í gær. Mjög mikilvægur sigur uppá að geta borið höfuðið hátt eftir tímabilið.

Ben Gordon kláraði í 19 stigum eftir rólegan fyrri hálfleik og munar um hans framlag. Eins var Big Ben Wallace loksins líkur sjálfum sér og var hrikalega sterkur undir körfunni. Loul Deng og Krik Hinrich með topp leiki

Enginn leikmaður Detroit á eðliegri getu. Villuvandræði og basl.


BG#7
Ben Gordon hefur líklega fengið sér tvær BG7 í þetta skiptið.

T-Mac 13 stig á 35 sek

Sólarhringurinn hefur styst og tempóið á uppfærslum hér mun róast.
Fer að henda inn meira af myndböndum og fleiri einföldum skemmtilegheitum.

Byrjum á Tracy. Klassískt en alltaf í lagi að rifja upp - gerist ekki betra.




Chicago - Detroit á Sýn Extra 19:30 í kvöld.

Spenna í Utah

Þokkalegasta dramatík sem þetta var.

Baron Davis þurfti að klára víti til að þvinga Utah í erfitt 3ja-stigaskot en í staðinn nægði Deron Williams að setja tvist með 2.0 á klukkunni til að tryggja framlengingu.  Svo kom þetta bíómynda-atriði með Fisher og allur pakkinn.

Golden State er að gera fína hluti sóknarlega en ef þeir ætla að eiga séns í þetta þá bara verða þeir að fara að taka fráköst.

Í kvöld er svo 3. leikur Chicago og Detroit. Must win leikur fyrir Chicago - annars geta þeir pakkað saman. 
Þetta er eini leikurinn í kvöld en síðast þegar ég vissi var ekki komið á hreint hvort hann yrði sýndur á NBA TV.

fisher

Úr hvaða bíómynd var þetta aftur ?

Utah - Golden State

warrirors jazz

Þetta er á í kvöld - og það á skikkanlegum tíma í þetta skiptið.

Mikið finnst mér ánægjulegt að vera að fara að horfa á þennan leik en ekki Dallas - Houston.
Fyrsti leikurinn lofaði góðu og þetta verður vonandi bara áframhaldandi skemmtun.

Það mundi gera frábæra hluti fyrir þessa seríu vinni Golden State í kvöld og þó að Utah hafi alltaf verið second team hjá manni síðan í gamla daga þá er eitthvað við þetta Golden State lið alveg gríðarlega heillandi og mundi mér hreint ekki leiðast að sjá þá halda áfram í þessu móti.
En það á svosem líka við um Utah liðið.

Úff - þetta er allavega alvöru.

Leikurinn er sýndur á NBA TV kl. 1 í nótt og er eini leikurinn sem spilaður er í kvöld.


Pistons - Bulls

Detroit spilar í nótt á heimavelli í annað sinn gegn Chicago eftir auðvelt burst í síðasta leik.
Það gekk allt upp hjá þeim síðast - hvort sem það var í vörn eða sókn. Jafnvel hvort þeir voru með byrjunarliðið inná eða varamenn.

Chicago aftur á móti voru skelfilega slakir og þurfa að rífa sig upp í kvöld ætli þeir sér að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir eigi séns í þessa seríu.
Það sem þarf að gerast frá síðasta leik bara til að vera amk með í kvöld er:

- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú

chitown_070507
Chicago Bulls vonast líklega ekki til þess að geta aftur hvílt allt byrjunarliðið á plankanum allan 4. leikhluta.


Leikurinn er á NBA TV á miðnætti.


Jazz - Warriors

Utah hefur svo leik á heimavelli gegn Golden State sem mæta fullir sjálfstraust eftir að hafa kastað Dallas í sumarfrí.

Líkt og Dallas í fyrstu umferð hlýtur Utah liðið að teljast líklegra uppúr þessari seríu (eða hvað?) en þegar hann gengur upp hjá þeim Golden State mönnum - þessi hraði og óskipulagði sóknarleikur með Baron Davis fremstan í flokki getur allt gerst. Mikið hrikalega getur líka verið gaman að horfa á þá.

Davis lék sér að þeim Jason Terry og Devon Harris gegn Dallas en Derron Williams er sterkari varnarmaður og mun gera honum erfiðara fyrir. Eins getur Kirilenko spilað þétta vörn á hann.
Golden State gætu lent í miklum vandræðum með Boozer og eins Okur - sérstaklega ef þeir spila svæðisvörn þar sem hann fær pláss.

Eins og fyrr segir þá er það sóknarleikurinn sem þeir spiluðu gegn Dallas sem getur gert gæfumuninn fyrir Golden State.  Þeir þurfa að fá Davis, Richardson og Jackson alla í gang og ef þeir fá Utah útúr skipulaginu sínu þá er allt hægt.


ellis-j-rich-harrington
Þeir trúðu að þetta væri hægt gegn Dallas - og trúa vonandi enn


Einz - Null

cavs 81



nets 77




Jafn og spennandi leikur. Cleveland tók þetta á síðustu metrunum. 
LeBron með sigurkörfuna þegar það voru 19 sek eftir - blokkaði svo
skot frá Nachbar í næstu sókn.

Phoenix - San Antonio í gangi núna.  Það er málið.


Nostradamus var ekkert merkilegri en ég

Henti inn spá fyrir 16-liða úrslitin. Sjáum hvernig til tókst.

Dallas 4 - Golden State 2 (Fór 2-4)
Phoenix 4 - Lakers 2 (Fór 4-1)
San Antonio 4 - Denver 3 (Fór 4-1)
Houston 4 - Utah 1 (Fór 3-4)

Detroit 4 - Orlando 1 (Fór 4-0)
Cleveland 4 - Washington 1 (Fór 4-0)
Toronto 4 - New Jersey 3 (Fór 2-4)
Chicago 4 - Miami 3 (Fór 4-0)

Þokkalegur spekingur sem maður er Errm
5 réttir sigurvegarar. Hvergi réttar tölur.

Í commentum spáði BB þessu svo:

Detroit vinnur Orlando 4-1
Cleveland vinnur Washington 4-1
Miami vinnur Chicago 4-2
New Jersey tekur Toronto 4-2

Dallas 4 - Golden State 1
Phoenix 4 - LA Lakers 2
San Antonio 4 - Denver 2
Houston 4 - Utah 3.

Og Eiríkur Ólafs:

Dallas 4- Golden State 1
Phoenix 4 - Lakers 1
San Antonio 4- Denver 2
Houston 4- Utah 1

Detroit 4- Orlando 0
Cleveland 4- Washington 0
Toronto 2- New Jersey 4
Chicago 2- Miami 4

Eiríkur hlýtur því að teljast sigurvegari þessarar óformlegu tippkeppni bloggsins í 16-liða úrslitum. Réttar tölur í 4 leikjum af 8. Það er í lagi.


spurs suns

Svo er Vestrið að fara í gang í kvöld

Þetta verður hörkuseria. Ætla að spá henni í 7 leiki þar sem San Antonio klárar þetta svo.
Einhvern veginn held ég samt með Steve Nash og félögum.

Leikurinn hefst samkvæmt mínum útreikningum kl. 19.30 en hann er auglýstur á Sýn 20:50.
Veit ekki alveg hvort þeir ætli að sýna hálfan leikinn eða sýna hann bara aðeins seinna. Þori ekki að fara með það.

Á NBA TV er svo leikur New Jersey og Cleveland kl. 17:00.


Detroit - Chicago

Jæja þetta er á.  2. umferð að hefjast og fyrsti leikur: Undanúrslit í Austrinu - gömlu stórveldin og keppninautarnir Detroit Piston og Chicago Bulls.

Leikurinn er í beinni á NBA TV kl. 11 í kvöld og þeir sem komast ekki í NBA TV geta séð þetta á netinu. (Getið sent á mig mail fyrir leiðbeiningar með það)

Þetta er tíminn fyrir alla skápa-Bulls aðdáendurna sem hættu að horfa á körfubolta þegar Jordan lagði skóna á hilluna að rífa sig upp og kíkja á leikinn - þessir sem laumast alltaf á textavarp/355 á morgnana.

bulls 2


RJ hetja New Jersey

ba9bf56d-aec1-4596-8373-8cfe40e5fb13

8 sekúndur eftir - 1 stigi undir. Richard Jefferson prjónar sig skemmtilega að körfu Toronto og setur layup. Kemur sér svo til baka og les auðveldlega sóknarkerfi Toronto - stígur út Chris Bosh og kemst inní sendinguna.  98-97 og Kanadapiltar komnir í sumarfrí.

Eina spennandi serian austan megin en þó ekki.  Flestir spáðu einmitt sigri Nets í þessum 6-7 leikjum. Spáði reyndar sjálfur 4-3 fyrir Toronto en er frekar sáttur að hafa rangt fyrir mér í þetta skiptið.

Eins eðlilegt og það er - þá var Jason Kidd með þrefalda tvennu að meðaltali í seriunni (14-13-10).  Nokkuð vel af sér vikið af 34 ára gömlum manni sem rétt slefar í 1.90. Snillingur.

En svo er þetta allt að fara í gang í kvöld.  Í hinni margrómuðu Detroit borg taka heimamenn á móti Chicago Bulls í fyrsta leik 2. umferðar.  Ben Wallace mætir á kunnuglegar slóðir og fær að berja á gömlum félögum. Þetta verður rosalegt. Úrslitaseria austursins að margra mati.

Svo vestur í Texas er víst líka einhver bland-í-poka leikur hjá þessum tveimur liðum sem hafa enn ekki klárað 1.umferðina.  Held ég haldi með Utah - þó að Golden State ætti sennilega meira breik í Houston. Æjh mér er slétt.

NBA TV kl. 2300

Detroit Pistons - Chicago Bulls


Later Mavs

eaee0d93-88c8-43ed-b5d7-f71279f6446e Baron Davis hélt áfram að fara á kostum og stjórnaði liði sínu eins og herforingi - í þetta skiptið meiddur á læri og hné.
Stephen Jackson ákvað að halda sig lengst af á mottunni og einbeita sér að því að spila körfubolta. Hann setti 7 þrista af 8 og endaði með 33 stig.

Sigurinn hjá Golden State var sannfærandi.  Sæmilega jafnt fram að hálfleik en 36-15 þriðji leikhluti kláraði þetta.

Howard og Stackhouse með 20 fyrir Dallas - Nowitski 8 og þar af 0 af 6 í þristum. Er ekki örugglega búið að skila inn atkvæðaseðlum fyrir MVP ?


Úrslitaleikur hjá Houston og Utah á laugardag

Utah vann Houston nokkuð þægilega á heimavelli 94-82. Nú hafa bæði liðin unnið alla heimaleiki sína og eftir bókinni verður það þá Houston sem tekur oddaleikinn á laugardaginn.
Mikið yrði þó skemmtilegt að fá Utah-Golden State í undanúrslitum í Vestrinu.

e6a6b592-4dea-4e79-86b1-3c9ccd8158ab
T-Mac reynir að komast framhjá Boozer í nótt



mbl.is NBA: Golden State Warriors slógu Dallas út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband