Detroit - Chicago

Jæja þetta er á.  2. umferð að hefjast og fyrsti leikur: Undanúrslit í Austrinu - gömlu stórveldin og keppninautarnir Detroit Piston og Chicago Bulls.

Leikurinn er í beinni á NBA TV kl. 11 í kvöld og þeir sem komast ekki í NBA TV geta séð þetta á netinu. (Getið sent á mig mail fyrir leiðbeiningar með það)

Þetta er tíminn fyrir alla skápa-Bulls aðdáendurna sem hættu að horfa á körfubolta þegar Jordan lagði skóna á hilluna að rífa sig upp og kíkja á leikinn - þessir sem laumast alltaf á textavarp/355 á morgnana.

bulls 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur maður horft á leikinn á nbatv? Er einlægður bulls aðdáandi.

visiticeland@hotmail.com (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 20:32

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

NBA TV geturu séð í sportpakkanum á Digital Ísland.
Ef þú hefur ekki aðgengi að því geturu horft á alla leiki á netinu á þessari síðu http://www.myp2p.eu/NBA.htm ef þú downloadar forritinu sem ég við um þann leik sem þú vilt sjá.  Í þessu tilfelli væri það þá SopCast.

Íþróttir á blog.is, 5.5.2007 kl. 22:42

3 identicon

Þetta verður áhugaverð viðureign útaf nokkrum ástæðum. Chicago Bulls áttu ótrúlega auðvelda seríu gegn Miami Heat sem leyfðu þeim að gera allt sem þeir vildu í sókninni. Það verður sko ekki þannig gegn Detroit, alveg klárt mál að Luol Deng fer ekki að skjóta um 60% aftur.

Svo vona ég að Houston vinni í nótt, enda er ég Warriors maður frá 1991 (stoltur af því aldrei þessu vant).

Jói (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Bíddu er það ekki sama ár og þeir unnu síðast Playoffs seríu ? ;)

Íþróttir á blog.is, 5.5.2007 kl. 23:04

5 identicon

Jú, þá slógu þeir Spurs út En ég fór að halda með þeim um svipað leiti. Ég hef einmitt verið að rifja upp playoffs leiki Warriors síðustu 20 árin (ekki mikið verk), t.d. playoffs leikinn gegn Suns '94 þegar Barkley skoraði 56 stig gegn þeim. Minnir að í þeim leik hafi einmitt Mullin (núverandi GM Warriors) verið með 30+. Svo sá ég líka leik með þeim um daginn í playoffs '87 gegn Lakers, þá var Mullin pínu þybbinn og með þónokkuð mikið hár, þar voru einnig Rod Higgins (aðstoðar GM) og Sleepy Floyd sem skoraði slatta i þeirra seríu. Vægast sagt ótrúlegt að núna, 2007, sé liðið í fyrsta sinn síðan 1994 að spila í playoffs, sem endurspeglar áhugann á Bay svæðinu. Allt í einu er Snoop Dog orðinn Warriors fan, þrátt fyrir að vera uppalinn í Compton í LA.

Jói (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 23:30

6 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Það hafa vissulega verið skemmtilegir leikmenn í liðinu og verður þá að minnast fyrst á Run TMC þríeykið.

Svo 1996 áttu þeir valrétt í nýliðavalinu frekar framarlega og völdu Tedd Fuller. 
Þá áttu þeir möguleika á að taka Kobe Bryant, Steve Nash og Jermaine O´Neill sem allir voru valdir seinna.  Virtist eflaust ágætis ákvörðun á þeim tíma og það er auðvelt að vera vitur eftirá.. en ég meina :)

Íþróttir á blog.is, 5.5.2007 kl. 23:50

7 identicon

Já, og '96 er alls ekki eina dæmið um slakan draft pick. Það skorti af þeir hafi tekið áhættur í draftinu, sérstaklega eftir að þeir dröftuðu Sprewell, þá komu nokkur ár þar sem draftpick hjá þeim voru næstum öll til einskis og það skilaði sér í 5 tímabilum frá 97-02 sem voru hreinlega ömurleg og liðið var þá brandari, enda er mín minning um NBA þá í móðu. En þetta hefur lagast heilmikið síðustu árin og það hefur skilað sér í góðum leikmönnum og skárri árangri.

Jói (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 00:10

8 Smámynd: Alvy Singer

Nú vantar bara Boston...

Hvenær getur maður komið útúr skápnum?

Alvy Singer, 6.5.2007 kl. 02:02

9 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Heyrðu það er bara í sumar.  Stórt Draft þar sem Boston eiga mikla möguleika á stóru bitunum - Greg Oden eða Kevin Durant.
Leikmenn sem eiga að láta duglega að sér kveða strax á fyrsta tímabili. Nú eru þeir komnir með valréttinn sem þeir biðu eftir og geta farið að hætta að tapa viljandi. Pierce og Jefferson fara þá aftur að nenna þessu og Wally helst heill.
Getur ekki klikkað.

Íþróttir á blog.is, 6.5.2007 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband