Pistons - Bulls

Detroit spilar í nótt á heimavelli í annað sinn gegn Chicago eftir auðvelt burst í síðasta leik.
Það gekk allt upp hjá þeim síðast - hvort sem það var í vörn eða sókn. Jafnvel hvort þeir voru með byrjunarliðið inná eða varamenn.

Chicago aftur á móti voru skelfilega slakir og þurfa að rífa sig upp í kvöld ætli þeir sér að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir eigi séns í þessa seríu.
Það sem þarf að gerast frá síðasta leik bara til að vera amk með í kvöld er:

- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú

chitown_070507
Chicago Bulls vonast líklega ekki til þess að geta aftur hvílt allt byrjunarliðið á plankanum allan 4. leikhluta.


Leikurinn er á NBA TV á miðnætti.


Jazz - Warriors

Utah hefur svo leik á heimavelli gegn Golden State sem mæta fullir sjálfstraust eftir að hafa kastað Dallas í sumarfrí.

Líkt og Dallas í fyrstu umferð hlýtur Utah liðið að teljast líklegra uppúr þessari seríu (eða hvað?) en þegar hann gengur upp hjá þeim Golden State mönnum - þessi hraði og óskipulagði sóknarleikur með Baron Davis fremstan í flokki getur allt gerst. Mikið hrikalega getur líka verið gaman að horfa á þá.

Davis lék sér að þeim Jason Terry og Devon Harris gegn Dallas en Derron Williams er sterkari varnarmaður og mun gera honum erfiðara fyrir. Eins getur Kirilenko spilað þétta vörn á hann.
Golden State gætu lent í miklum vandræðum með Boozer og eins Okur - sérstaklega ef þeir spila svæðisvörn þar sem hann fær pláss.

Eins og fyrr segir þá er það sóknarleikurinn sem þeir spiluðu gegn Dallas sem getur gert gæfumuninn fyrir Golden State.  Þeir þurfa að fá Davis, Richardson og Jackson alla í gang og ef þeir fá Utah útúr skipulaginu sínu þá er allt hægt.


ellis-j-rich-harrington
Þeir trúðu að þetta væri hægt gegn Dallas - og trúa vonandi enn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband