Mįnudagur, 30. aprķl 2007
Nets ķ 3-1
New Jersey Nets var aš vinna Toronto Raptors ķ žrišja sinn.
Leikurinn var frį 1. mķnśtu afar óspennandi og endaši meš 102-81 sigri Nets en byrjunarlišsmenn beggja liša spilušu nįnast ekkert allan 4. leikhluta.
Toronto lišiš réši ekkert viš Vince Carter frekar en fyrri daginn og skoraši hann 27 stig, tók 9 frįköst og gaf 6 stošsendingar. Jason Kidd skoraši 17 stig, gaf 13 stošsendingar og tók 6 frįköst.
Nżlišinn Andrea Bargnani skoraši 16 stig ķ annars mjög lélegu Toronto liši.
Fljótlega hefst svo leikur Golden State og Dallas ķ Oakland žar sem heimamenn freista žess aš komast ķ 3-1 gegn deildarmeisturum Dallas.
Meginflokkur: Ķžróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, NBA | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.