Leikir í kvöld

doddimidill


Þrír leikir í kvöld og ég er ekki frá því að það sé í lagi að henda inn spá.

Washington leikur á móti Cleveland heima þar sem uppskriftin verður sú sama og í fyrri leikjum. 
Antawn Jamison tekur 100 skot fyrir Washington, skorar 30 stig, tekur 10 fráköst og gefur 5+ stoðsendingar.
Það dugar þó ekki gegn meðaljónunum í Cleveland sem labba í gegnum þetta án teljandi vandræða og senda þar með galdrakallana frá höfuðborginni í sumarfrí.

Denver á heimaleik á móti San Antonio og verður að vinna í kvöld til að jafna ef þeir ætla að halda spennu í þessu einvígi.
Spurs-vélin virðist þó vera þokkalega stillt þessa dagana og þegar hún rúllar rétt klára þeir leikina.

Loks eru það Houston sem taka á móti Utah og eftir 2 slaka leiki í röð býst ég við því að raketturnar rífi sig upp og setji seriuna í 3-2. 
Mín vegna mega Utah samt alveg taka þetta.  Væri ágætis kynding að Draumaviðureignin í vestrinu: Dallas-Houston yrði eftir allt saman á milli Utah og Golden State.


NBA TV sýnir að þessu sinni leik Houston og Utah og hefst hann á miðnætti.


Dallas í basli

Þetta fer að verða erfitt hjá Dirk Nowitski og félögum. 
3-1 undir gegn frísku liði Golden State undir stjórn meistara Don Nelson og þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð.

Leikurinn í nótt var jafn og spennandi en heimamenn voru sterkari í fjórða leikhluta og lönduðu 103-99 sigri.  Golden State hafa komið skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni en það er spurning hversu lengi það er hægt að kalla þessa sigra á Dallas óvænta.  Ef mér skjátlast ekki þá hafa Golden State nú unnið 8 af síðustu 10 viðureignum liðana.

Baron Davis og Jason Richardson voru sem fyrr atkvæðamestir hjá Golden State og eins átti hinn mjög svo eðlilegi Stephen Jackson fínan leik.

Hjá Dallas skiptu þeir Nowitski, Terry, Stakhouse og Howard svo skorinu á milli sín.


Næstu leikur fer fram í Dallas á morgun og yrði það saga til næsta bæjar detti meistararaefnin í Mavericks út úr keppninni á heimavelli.

Það er þó ljóst að Don Nelson mundi ekki finnast það leiðinlegt að mæta á sinn gamla vinnustað og senda sína fyrrum lærisveina í snemmbúið sumarfrí.



Stephen Jackson fagnar hér sigri en mikið vildi ég vita hvað Matt Barnes er að hugsa þarna á bakvið :)


mbl.is NBA: Golden State með undirtökin gegn Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nets í 3-1

New Jersey Nets var að vinna Toronto Raptors í þriðja sinn.
Leikurinn var frá 1. mínútu afar óspennandi og endaði með 102-81 sigri Nets en byrjunarliðsmenn beggja liða spiluðu nánast ekkert allan 4. leikhluta.

Toronto liðið réði ekkert við Vince Carter frekar en fyrri daginn og skoraði hann 27 stig, tók 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.  Jason Kidd skoraði 17 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 6 fráköst.

Nýliðinn Andrea Bargnani skoraði 16 stig í annars mjög lélegu Toronto liði.

Fljótlega hefst svo leikur Golden State og Dallas í Oakland þar sem heimamenn freista þess að komast í 3-1 gegn deildarmeisturum Dallas.


Bloggfærslur 30. apríl 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband