Færsluflokkur: Íþróttir
Mánudagur, 23. apríl 2007
Brynjar Þór Björnsson
Af Karfan.is:
"KR varð í dag Íslandsmeistari í drengjaflokki eftir framlengdan leik gegn bikarmeisturum Keflavíkur, leikar fóru 109-100. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í leiknum og skoraði 44 stig og gaf 10 stoðsendingar. 24 stiganna komu í fjórða leikhluta og þ.á.m. skoraði hann þriggja stiga körfu frá miðju um leið og lokaflaut venjulegs leiktíma gall og jafnaði þar með leikinn."
Þess er skemmst að minnast þegar Brynjar setti niður þrist í oddaleiknum á móti Snæfell og tryggði KR þar með framlengingu sem skilaði þeim í ógleymanlega úrslitaleiki.
Þessi drengur er þvílíkur snillingur að það nær engri átt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
NBA Playoffs - Spá
Datt inná skemmtilega spá um úrslitakeppnina á http://eirikuro.blog.is/blog/eirikuro/entry/185068/
Hendi hér með minni spá inn og eins og Eiríkur bendir á væri gaman að búa til smá umræðu og stemningu í kringum þetta.
Dallas 4 - Golden State 2 Það þekkir Dirk enginn betur en Don Nelson styrkleika og veikleika. Golden State fara með þetta í 6 leiki
Phoenix 4 - Lakers 2 - Phoenix lenti í miklu basli með Lakers í úrslitakeppninni í fyrra en Lakers er búnir að vera skelfilega lélegir stóran hluti vetrarins.
San Antonio 4 - Denver 3 Denver með besta varnarmann deildarinnar og tvo fáránlega skorara hægja aðeins á San Antonio en Spurs eru með alltof massíft lið til að detta út.
Houston 4 - Utah 1 Eftir góða byrjun hefur Utah liðið ekki verið að gera merkilega hluti uppá síðkastið. Með T-Mac og Yao heila getur Houston liðið farið langt.
Detroit 4 - Orlando 1 Maður hefur ekki mikla trú á að Detroit liðið klikki en það hélt maður líka í fyrra áður en þeir fóru í bullið. Ef þeir ætla að halda áfram að senda Orlando leikmennina á línuna í hverri sókn þá hljóta þeir að lenda í villuvandræðum amk einu sinni og tapa einum leik.
Cleveland 4 - Washington 1 Það er ekki langt síðan að Washington var að berjast um 2.sætið í Austrinu. Eftir að þeir misstu svo báða All-Star leikmennina sína í meiðsli hefur ekkert gengið og þeir eiga ekki breik í þessa seríu. Munu þó stela einum.
Toronto 4 - New Jersey 3 Toronto byrjuðu á tapi á heimavelli í gær en ég ætla samt að spá þeim áfram. Reynslan er auðvitað New Jersey megin en Toronto er með betra körfuboltalið.
Chicago 4 - Miami 3 Þetta verður rosaleg sería eins og í fyrra en nú mun þetta detta Chicago megin. Shaq er augljóslega ekki í sínu besta formi og Wade er langt frá því að vera heill. Menn vildu meina að eini möguleiki Chicago á sigri væri ef Hinrich gæti spilað almennilega vörn á Wade. Hinrich var þó lítið sem ekkert með í gær þegar Bulls komust í 1-0.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 22. apríl 2007
Snillingur (Video)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
NBA Playoffs
Í nótt fór fram síðasta umferðin í deildarkeppni NBA deildarinnar. Endanleg niðurröðun er því komin á úrslitakeppnina sem hefst á laugardaginn og mun fyrsta umferðin líta svona út.
Vestur:
Dallas (1) - Golden State (8)
Pheonix (2) - LA Lakers (7)
San Antonio (3) - Denver (6)
Utah (4) - Houston (5)
Austur:
Detroit (1) - Orlando (8)
Cleveland (2) - Washington (7)
Toronto (3) - New Jersey
Miami (4) - Chicago (5)
Læt svo fylgja með fyrst lokastöðuna eins og þetta endaði.
|
| Unnir | Tapaðir | % |
|
|
| Unnir | Tapaðir | % |
1. | Dallas | 67 | 15 | 0.817 |
| 1. | Detroit | 53 | 29 | 0.646 |
2. | Phoenix | 61 | 21 | 0.744 |
| 2. | Cleveland | 50 | 32 | 0.610 |
3. | San Antonio | 58 | 24 | 0.707 |
| 3. | Toronto | 47 | 35 | 0.573 |
4. | Utah | 51 | 31 | 0.622 |
| 4. | Miami | 44 | 38 | 0.537 |
5. | Houston | 52 | 30 | 0.634 |
| 5. | Chicago | 49 | 33 | 0.598 |
6. | Denver | 45 | 37 | 0.549 |
| 6. | New Jersey | 41 | 41 | 0.500 |
7. | L.A. Lakers | 42 | 40 | 0.512 |
| 7. | Washington | 41 | 41 | 0.500 |
8. | Golden State | 42 | 40 | 0.512 |
| 8. | Orlando | 40 | 42 | 0.488 |
Hér að neðan er hún svo eins og hún ætti undir öllum eðlilegum og rökréttum kringumstæðum að vera.
En David Stern er auðvitað stórbilaður og lítið við því að segja eða gera.
|
| Unnir | Tapaðir | % |
|
|
| Unnir | Tapaðir | % |
1. | Dallas | 67 | 15 | 0.817 |
| 1. | Detroit | 53 | 29 | 0.646 |
2. | Phoenix | 61 | 21 | 0.744 |
| 2. | Cleveland | 50 | 32 | 0.610 |
3. | San Antonio | 58 | 24 | 0.707 |
| 3. | Chicago | 49 | 33 | 0.598 |
4. | Houston | 52 | 30 | 0.634 |
| 4. | Toronto | 47 | 35 | 0.573 |
5. | Utah | 51 | 31 | 0.622 |
| 5. | Miami | 44 | 38 | 0.537 |
6. | Denver | 45 | 37 | 0.549 |
| 6. | New Jersey | 41 | 41 | 0.500 |
7. | L.A. Lakers | 42 | 40 | 0.512 |
| 7. | Washington | 41 | 41 | 0.500 |
8. | Golden State | 42 | 40 | 0.512 |
| 8. | Orlando | 40 | 42 | 0.488 |
Alveg útí hött að lið sem eru í sömu deild, leika jafnmarga leiki við sömu lið séu ekki einfaldlega raðað í sæti eftir vinningshlutfalli. Meikar bara engan veginn sens að raða liðum niður eftir hvar þau eru staðsett á landakorti.
Íþróttir | Breytt 20.4.2007 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Miðjan
Umfjöllun um leiki KR og Njarðvíkur verður að sjálfsögðu ekki endanlega hætt fyrr en þætti stuðningsmanna KR verður minnst. Fyrir þá sem urðu svo óheppnir að sjá ekki leikina í rimmunni verður stemningunni ekki líst. Þetta er hreint út sagt það magnaðasta sem sést hefur.
Heitustu stuðningsmenn KR voru mættir í höllina kl. 18 og fóru þaðan rétt fyrir 23.
Þá lá leiðin beint niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn KR troðfylltu skemmtistaðinn Olíver þar sem var sungið, dansað og trallað stanslaust til að verða kl. 2 eftir miðnætti. Að lokum var farin skrúðganga niður Laugarveginn sem innihélt allan pakkann; Nokkri tugi syngjandi stuðningsmanna, Íslandsmeistarabikarinn og svo voru að sjálfsögðu tendruð blys. Allra heitustu stuðningsmennirnir héldu svo fögnuði áfram eitthvað fram á morgun og varð þar með sigurhátíð Vesturbæinga allt að 12 tímar!
Í dag tekur svo við að horfa á leikinn endursýndan á Sýn, halda áfram að fagna og vera stoltur af því að vera KR-ingur.
Svo er sumarið handan við hornið og í fótboltanum bíður önnur dolla sem bíður þess að komast heim í KR heimilið.
Íþróttir | Breytt 18.4.2007 kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
KR Íslandsmeistarar 2007 !
Fannari fannst alveg hundleiðinlegt að rífa dolluna á loft !
Knattspyrnufélag Reykjavíkur varð í gær í 10. sinn Íslandsmeistarar í körfubolta, karlaflokki. Liðið sigraði Njarðvíkinga 3-1 í seriu sem er sú rosalegasta í manna minnum. Eftir að hafa lent undir 1-0 komu KR ingar sterkir til baka og unnu 3 leiki í röð og tryggðu sér titilinn. Sama leið og liðið fór gegn Grindavík árið 2000, síðast þegar þeir urðu meistarar.
Segja má að sigurinn hafi verið sigur liðsheildarinnar. KR-ingar spiluðu á miklu fleiri leikmönnum en Njarðvíkingar og skiptir það sköpum þegar slík spenna er alltaf í lok leikjanna. Njarðvíkingar lentu í því í öllum leikjunum að lykilmenn voru orðnir þreyttir eða í villuvandræðum og þá lentu þeir alltaf í vandræðum. Brenton 35 ára er ekki í sama standi og oft áður og Jeb Ivey átti það til að taka fáránleg skot í lok leikjanna.
Á meðan héldu KR-ingar ró sinni, róteruðu vel í liði sínu og sáu til þess að það væru þeir sem væru yfir þegar leikjunum lauk. Það er jú víst það sem skiptir máli.
Annars bíða nú ótal margar greinar um leikinn í hinum ýmsu fjölmiðlum lestrar svo að punkturinn verður settur hér.
ÁFRAM KR
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 16. apríl 2007
Úrslitaleikur hjá KR í kvöld og línur að skýrast í NBA
Nokkrir tímar í þetta. Spennan farin að magnast. Þetta verður rosalegt
KR ingar geta í kvöld tryggt sér 10. Íslandsmeistaratitil félagsins en liðið varð síðast meistari árið 2000. Steinar Kaldal er eini leikmaðurinn úr meistaraliðinu fyrir 7 árum sem leikur í kvöld en í því liði voru einnig snillingar á borð við Keith Vassell, Jónatan Bow, Jakob Sigurðsson og ekki síst leikmann ársins í deildinni, Ólaf Ormsson.
En þeir eru ekki síðri snillingarnir sem stíga inná völlinn í kvöld og mikil bjartsýni ríkir í Vesturbænum. DHL höllin verður troðin í kvöld og er verið að vinna í að setja upp fleiri palla í salnum. KR aðdáendur munu svo að vanda rúlla yfir Njarðvíkinga á pöllunum og virka sem 6. maður líkt og þeir hafa gert alla seriuna.
Í NBA tryggðu Lakers sér loksins sæti í úrslitunum en þeir fengu hjálp frá nágrönnunum í Clippers sem töpuðu fyrir Sacramento.
Spurs töpuðu fyrir Dallas í leik þar sem Tim Duncan var í bullinu og fékk á sig 2 tæknivillur með stuttu millibili. Þar með verður 3. sætið þeirra.
Austan megin pakkaði Bulls saman vængbrotnu Wizards liði og þarf nú að sigra Nets úti í síðasta leik til að tryggja sér 2. sætið og heimaleikjarétt frameftir úrlslitakeppni. Takist það verður það 50. sigurleikur liðsins í vetur, en það hafa þeir ekki afrekað síðan 1997.
(Ágætt að leiðrétta hér með Þorstein Gunnarsson sem tilkynnti í fréttum Stöðvar 2 að Chicago væri nú í fyrsta sinn að ná 50% vinningshlutfalli síðan ´97. Það er ekki rétt)
Cleveland á líka séns á 2. sætinu en þeir eru nú 5. sæti. Vinni þeir sýna leiki og Bulls tapa á móti Nets hafi þau sætaskipti. Þetta eitt hlýtur nú að sýna David Stern hversu brenglað þetta kerfi er hjá honum.
Bryan Colangelo og Sam Mitchell sýna enn og aftur hvað þeir eru að gera góði hluti hjá Toronto sem unnu New York í gær og eru að landa 3. sætinu. Í fyrsta skipti í 5 ár sem þeir fara í úrslitakeppnina.Nær KR að landa titlinum á heimavelli gegn Njarðvík? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 14. apríl 2007
KR komið í 2-1 !!!!
Tveir snillingar. En það er alveg ljóst hvor þeirra er að klára leikina þessa dagana.
Endum þetta svo á sálmi sem fékk að hljóma oft og vel í dag.
O-óóóó!! O-óóóó!!
Við erum KR!
Reykjavíkurstoltið
Sanna stórveldið!!
O-óóóó!! O-óóóó!!
Ótrúlegt hvernig KR ingar gjörsamlega jarða heimamenn á pöllunum. Þvílík stemning.
KR getur tryggt sér meistaratitilinn á heimavelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
1-1
Frábær seiglusigur hjá KR í kvöld.
JJ í bullinu fyrstu þrjá leikhlutana en steig upp þegar allt var undir og kláraði þetta. Snillingur.
Tyson stóð fyrir sínu og Pálmi var frábær.
Lykilmenn voru ekki alveg uppá sitt besta hjá Njarðvík og erfiðastir andstæðinganna úr Reykjanesbæ voru þeir Jóhann Ólafsson og að venju, Kristinn Óskarsson.
Hvernig var hægt að dæma buzzer þristinn hans Darra off án þess að skoða þetta í sjónvarpi ?
Magnaður lokakafli tryggði KR sigur gegn Njarðvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Leikur 2
Skyldumæting í KR Heimilið í kvöld þar sem allt er undir hjá KR-ingum sem ætla sér að jafna einvígið í kvöld.
Það er klárt mál að til þess þarf að spila almennilega vörn á Ivey og sérstaklega Brenton. Treysti ég Steinari Kaldal fullkomlega til þess, fái hann sénsinn.
Undir körfunni eru KR-ingar ekki með sömu breidd og Njarðvíkingar. Með Fannar í villuvandræðum geta KR-ingar lent í gríðarlegum vandræðum þar sem að Baldur Ólafsson er aðeins í standi til að spila nokkrar mínútur og eins góður leikmaður og Sola er þá er hann töluvert sterkari framherji en miðherji. Því er mjög mikilvægt að Fannar haldi sig frá villuvandræðum og ekki síður að samræmið í dómgæslunni verði meira en það var í Njarðvík þar sem hver bíó-villan á fætur annarri var dæmd á Fannar á meðan Igor Beljanski fékk að berja mann og annan að vild.
Ef þetta gengur eftir og Tyson spilar sinn leik og Brynjar setur sína þrista hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu. Óska þó ef til vill eftir aðeins meira framlagi frá Pálma og Skarphéðinni.
Á flautunni í kvöld verður eins og í fyrsta leiknum Suðurnesjamaðurinn Kristinn Óskarsson en með honum verður Eggert Þór Aðalgeirsson.
P.S. Óskar Örn Hauksson er svo vinsamlegast beðinn um að sitja réttu megin í stúkunni ætli hann sér að spila fleiri leiki fyrir KR.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)