Færsluflokkur: Íþróttir
Laugardagur, 28. apríl 2007
New Jersey í 2-1 og Chicago í 3-0
New Jersey Nets byrjuðu heimaleikina vel með sannfærandi 102-89 sigri á Toronto Raptors.
Nets gáfu tóninn strax í byrjun og komust í 9-0. Eftir það var ekki aftur snúið og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir Jersey menn.
Jason Kidd átti stórleik þrátt fyrir að hafa verið tæpur á að geta spilað vegna meiðsla. Hann setti 16 stig, tók 16 fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Vince Carter var ekki mikið síðri með 37 stig og 5 stoðsendingar.
Hjá Toronto átti T.J. Ford fínan leik með 27 stig og 8 stoðsendingar. Aðrir léku undir getu.
Chicago Bulls héldu áfram að gera Miami Heat lífið leitt og kláruðu þá 104-96, nú í Miami.
Bulls eltu lengst af leiknum en með Ben Gordon fremstan í flokki tóku þeir góðan sprett í 4. leikhluta sem skilaða þeim þægilegri 3-0 forystu í einvíginu.
Gordon skoraði 27 stig í leiknum, Deng 24 og Hinrich 22.
Ben Wallace var hrikalega öflugur í vörninni og sýndi það að á góðum degi er hann enn besti varnarmaður deildarinnar.
Hjá Miami voru Shaq og Wade allt í öllu, Shaq skoraði 23 stig og Wade 28.
Golden State halda svo áfram að koma skemmtilega á óvart og unnu Dallas á heimavelli í nótt, 109-91.
Jason Richardson og Baron Davis áttu virkilega góðan leik fyrir Golden State með 30 og 24 stig.
Staðan þar 2-1 fyrir Golden State og næsti leikur í Oakland.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Camby varnarmaður ársins
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Marcus Camby, Denver | 70 | 23 | 12 | 431 |
2 .Bruce Bowen, San Antonio | 22 | 26 | 18 | 206 |
3. Tim Duncan, San Antonio | 15 | 22 | 17 | 158 |
4. Shawn Marion, Phoenix | 7 | 12 | 22 | 93 |
5. Shane Battier, Houston | 7 | 11 | 18 | 86 |
Marcus Camby hjá Denver var í dag valinn varnarmaður ársins í NBA. Camby var langefstur í kjöri blaðamanna en í næstu sætum komu San Antonio Spurs leikmennirnir Bruce Bowen og Tim Duncan.
Ben Wallace sem var varnarmaður ársins 2002, 2003, 2005 og 2006 var í þetta skiptið aðeins í 6. sæti.
Camby hefur gert mjög góða hluti fyrir Denver, bæði í vörn og sókn og er vel að titlinum kominn.
Hann hefur þó hingað til verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir hluti ótengda körfubolta og er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði.
1997 var hann tekinn fyrir of hraðan akstur og við nánari athugun kom í ljós að hann var með töluvert magn marijúana í bílnum hjá sér og var í kjölfarið dæmdur til samfélagsþjónustu.
Á þeim tíma þegar það var verið að setja á reglur um klæðaburð hjá leikmönnum NBA fór mikið fyrir Camby að mótmæla því. Hann heimtaði meðal annars fatastyrk frá deildinni ef hann ætti að klæða sig snyrtilega. Hann var töluvert gagnrýndur fyrir þessi ummæla í ljósi þess að á þessum tíma var hann með rúmar 480 miljónir kr. í árslaun.
Loks var Camby einn af þeim sem tóku þátt í slagsmálum í leik New York Knicks og Denver Nuggets fyrr á þessu tímabili og var rekinn úr húsi.
Fín úrslit annars síðastliðna nótt sem setur smá pressu á Houston og Pheonix. Detroit fór þó auðveldlega í gegnum Orlando og þeim verður ekki viðbjargað úr þessu.
Chicago Bulls mun svo fara til Miami í nótt og freista þess að komast í 3-0 gegn ríkjandi meisturum.
New Jersey Nets voru óheppnir að tapa öðrum leiknum í Toronto en fara þó með ágætis 1-1 stöðu heim til Jersey.
Í Dallas taka svo heimamenn á móti Golden State en eftir 6 leikja taphrinu í leikjum gegn Golden State tókst þeim loks að sigra þá í síðasta leik.
Leikur New Jersey og Toronto verður sýndur á NBA TV kl. 23.00.
Íþróttir | Breytt 30.4.2007 kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Monta Ellis vinnur framaraverðlaun
Monta Ellis, leikmaður Golden State Warriors í NBA deildinni fékk í dag viðurkenningu fyrir mestu framfarir á árinu.
Ellis sem er á sínu öðru ári í deildinni skoraði að meðaltali 16,5 stig í leik og gaf rétt rúmar 4 stoðsendingar á móti 6,8 stigum og 1.6 stoðsendingum í fyrra.
Það verður þó að fylgja að Ellis lék næstum helmingi fleiri mínútur í leik í ár. 34,3 í leik á móti 18,1 í fyrra.
Í næstu sætum komu svo Kevin Martin, Deron Williams og Tyson Chandler. Allt leikmenn sem að mínu mati hefðu frekar átt skilið að vinna. Fimmti varð svo lettneski félagi Ellis hjá Golden State, Andris Biedrins.
Top 5
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Monta Ellis, Golden State | 47 | 34 | 15 | 352 |
2. Kevin Martin, Sacramento | 44 | 38 | 15 | 349 |
3. Deron Williams, Utah | 13 | 6 | 18 | 101 |
4. Tyson Chandler, NOK | 6 | 0 | 9 | 72 |
5. Andris Biedrins, Golden State | 8 | 4 | 12 | 64 |
Í nótt verða svo þrír leikir. Utah leikur heima gegn Houston, Orlando tekur á móti Detroit og Lakers færa Phenoix í heimsókn. Heimaliðin þrjú eru öll 2-0 undir og ætla ég að spá því að eftir leiki næturinnar verði staðan orðin 3-0 í öllum viðureignunum.
Leikur Utah og Houston verður í beinni á NBA TV kl. 1 eftir miðnætti.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Þrír leikir í nótt
Dallas og San Antonio töpuðu bæði heimaleikjum í fyrsta leik, á móti Golden State og Denver.
Það er ekki vænlegt til árangurs að fara með 2-0 í útileikina og ætla ég að tippa á heimasigra í báðum leikjum.
Þó vill maður alltaf óvænt úrslit og fleiri leiki og mundi það hrista verulega uppí þessari úrslitakeppni að fá Denver og/eða Golden State í 2-0
Cleveland taka svo á móti Washington á heimavelli og þrátt fyrir að LeBron James sé ekki algjörlega heill þá ætti þetta að verða tiltölulega auðvelt fyrir Cleveland.
Antawn Jamison er ekki að fara að vinna leik uppá eigin spítur. Á þó hrós skilið fyrir ágætis tilraun í fyrsta leiknum.
Leikur Dallas og Golden State er sýndur í beinni á NBA TV kl. 01:30. Hina er hægt að finna á netinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Nýjustu úrslit
Toronto unnu fyrr í nótt New Jersey 89-83 í æsispennandi leik þar sem New Jersey hafði forystuna þegar lítið var eftir. Anthony Parker kom skemmtilega á óvart í liði Toronto og setti 26 stig og tók 8 fráköst. Staðan þar 1-1.
Chicago voru svo í þessum skrifuðu orðum að leggja Miami öðru sinni þar sem Ben Gordon (27 stig) var frábær í þrjá leikhluta en sá fjórði var eign Luol Deng (26 stig) sem fór gjörsamlega af kostum. Lokatölur 107-89 og Chicago komnir í 2-0.
D-Wade og Shaq voru í toppmálum hjá Miami með 14 Turnovers, 7 hvor.
Nú er svo að hefjast annar leikur Phenoix Suns og L.A. Lakers.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Jahá..
"...Barbosa er brasilískur landsliðsmaður og er hann fyrsti Brasilíumaðurinn sem fær þessa viðurkenningu."
Ég skal segja ykkur það. Fyrsti Brasilíumaðurinn sem er valinn 6th Man of the Year í NBA. Ekki hefði mér dottið það í hug!
Mitchell þjálfari ársins í NBA-deildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Sam Mitchell þjálfari ársins
Fyrrverandi Minnesota Timberwolves leikmaðurinn Sam Mitchell var í dag útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni. Mithcell var nokkuð á undan næsta manni í kosningunni en næstur kom þjálfari Utah Jazz, Jerry Sloan.
Eins og í kosningunni um Sjötta mann ársins voru það íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum og Kananda sem tóku þátt. Þessir sömu fréttamenn voru mjög duglegir að fjalla um slakan árangur Toronto liðsins frameftir móti og orðuðu Mitchell oftar en ekki við brottrekstur frá félaginu.
Það er þó ljóst að þeir hafa gleymt því um leið og Toronto fór að vinna leiki og eins og áður segir var Mitchell nokkuð afgerandi efstur.
Þjálfari, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Sam Mitchell, Toronto | 49 | 43 | 20 | 394 |
2. Jerry Sloan, Utah | 39 | 28 | 22 | 301 |
3. Avery Johnson, Dallas | 28 | 31 | 35 | 268 |
4. Jeff Van Gundy, Houston | 10 | 19 | 27 | 134 |
5. Mike DAntoni, Phoenix | 2 | 3 | 3 | 22 |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Úrslit eftir bókinni og Barbosa 6th man...
Detroit vann Orlando 98-90 í nótt og Houston lagði Utah þar sem lokatölur urðu þær sömu.
Sigurliðin komu sér þar með bæði í þægilega 2-0 stöðu en leika næst tvo leiki á útivelli.
Í nótt verða svo hörkuleikir þar sem Chicago (1) leika á heimavelli gegn Miami (0).
Toronto (0) töpuðu fyrsta heimaleiknum á móti New Jersey (1) og er mjög mikilvægt fyrir þá að jafna metin á heimavelli í nótt áður en þeir halda til Jersey.
Loks taka Phenoix (1) á móti Lakers (0) en maður leiksins frá fyrri leiknum, Leandro Barbosa var einmitt í gær valinn af blaðamönnum Sjötti maður ársins.
Það eru íþróttafréttamenn frá Bandaríkjunum og Kanada sem standa að kjörinu en kosningin fer þannig fram að þeir velja leikmenn í fyrstu 3 sætin. Fyrir 1. sætið eru gefin 5 stig, 3 stig fyrir 2. sætið 1 stig fyrir það 3. Útfrá því er svo reiknaður heildarstigafjöldi en það er hann sem sker úr um sigurvegara. Þeir leikmenn sem hafa komið inná í fleiri leikjum en þeir hafa byrjað koma til greina í kosningunni.
Hinn eldsnöggi Barbosa er vel að titlinum kominn. Hann hefur spilað mjög vel í vetur með 18.1 stig, 4 stoðsendingar og 2.7 fráköst að meðaltali í leik á 32.7 mínútum. Hann byrjaði 18 sinnum inná af þeim 80 leikjum sem hann lék.
Í öðru sæti var svo San Antonio Spurs leikmaðurinn Mano Ginobili en hann varð töluvert á eftir Barbosa í kosningunni.
Læt svo fylgja 5 efstu sætin í kosningunni:
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Leandro Barbosa, Phoenix | 101 | 24 | 1 | 578 |
2. Manu Ginobili, San Antonio | 18 | 50 | 29 | 269 |
3. Jerry Stackhouse, Dallas | 7 | 40 | 55 | 210 |
4. David Lee, New York | -- | 3 | 13 | 22 |
5. Kyle Korver, Philadelphia | 1 | 2 | 8 | 19 |
Leikur Toronto og New Jersey verður í beinni á NBA TV í nótt en hina tvo leikina er hægt að sjá beint á netinu.
NBA: Detroit komið í 2:0 gegn Orlando | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Önnur "óvænt" úrslit í vestrinu
Denver byrjaði að koma á óvart með að vinna San Antonio og svo gerðu Golden State sér lítið fyrir í nótt og kláruðu Dallas þar sem Baron Davis átti hrikalega stóran leik með 33 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar.
Það kemur vissulega alltaf á óvart þegar liðið í 8.sæti vinnur liðið í 1.sæti en þetta tilfelli er þó örlítið sérstakt.
Á þessu frábæra tímabili hjá Dallas liðinu sem tapaði aðeins 15 leikjum komu 4 þessara tapa á móti Golden State! Semsagt næstum 1/3 tapleikjanna.
Auk þess vann Golden State líka síðasta leik liðanna tímabilið á undan og varð leikurinn í nótt því 6. sigurleikur Golden State á Dallas í röð. Geri aðrir betur.
NBA: Dallas tapaði óvænt gegn Warriors | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Denver 1 - 0 San Antonio
San Antonio var rétt í þessu að tapa fyrsta leiknum í einvíginu við Denver þrátt fyrir að hafa verið á heimavelli.
AI og Melo með stórleik hjá Denver, báðir með 30+ stig. Camby að vanda sterkur til baka.
Duncan og Parker bestir hjá Spurs. Horry líka með þokkalega innkomu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)