Færsluflokkur: Íþróttir

Chicago burstaðir aftur

Setti í síðustu færslu nokkra nokkra punkta um hvað þyrfti að gerast hjá Chicago ef þeir ætluðu að eiga breik í leik 2.

- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú

- Deng og Gordon voru báðir undir 20 og ekki einu sinni nálægt því. Það var enginn leikmaður Bulls  með yfir 20 stig.
- Gordon og PJ Brown lentu báðir í villuvandræðum snemma í leiknum - aftur
- 13 turnovers
- Tyrus Thomas var eini ljósi punktur Chicago liðsins í leiknum - en hans hlutverk er ekki að koma inná og skora
- Ben Wallace er ennþá meira í að spjalla við gömlu félagana en að gera það sem hann á að gera
- Nocioni var ekki með neinn air-ball en hann var hinsvegar með skelfilega skotnýtingu og fékk á sig dæmd skref 4 sinnum - í fyrri hálfleik

Chicago tók 30 fráköst í leiknum - Detroit 51
Chicago var með 20% 3ja stiga nýtingu - Detroit 52%

Eins illa og Chicago er að spila - er Detroit að spila hrikalega vel. Sóknarlega og varnarlega

Ef liðið fer ekki að hysja upp um sig þá þarf að ná í kústinn. Það er á hreinu.


bulls_070508


Pistons - Bulls

Detroit spilar í nótt á heimavelli í annað sinn gegn Chicago eftir auðvelt burst í síðasta leik.
Það gekk allt upp hjá þeim síðast - hvort sem það var í vörn eða sókn. Jafnvel hvort þeir voru með byrjunarliðið inná eða varamenn.

Chicago aftur á móti voru skelfilega slakir og þurfa að rífa sig upp í kvöld ætli þeir sér að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir eigi séns í þessa seríu.
Það sem þarf að gerast frá síðasta leik bara til að vera amk með í kvöld er:

- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú

chitown_070507
Chicago Bulls vonast líklega ekki til þess að geta aftur hvílt allt byrjunarliðið á plankanum allan 4. leikhluta.


Leikurinn er á NBA TV á miðnætti.


Jazz - Warriors

Utah hefur svo leik á heimavelli gegn Golden State sem mæta fullir sjálfstraust eftir að hafa kastað Dallas í sumarfrí.

Líkt og Dallas í fyrstu umferð hlýtur Utah liðið að teljast líklegra uppúr þessari seríu (eða hvað?) en þegar hann gengur upp hjá þeim Golden State mönnum - þessi hraði og óskipulagði sóknarleikur með Baron Davis fremstan í flokki getur allt gerst. Mikið hrikalega getur líka verið gaman að horfa á þá.

Davis lék sér að þeim Jason Terry og Devon Harris gegn Dallas en Derron Williams er sterkari varnarmaður og mun gera honum erfiðara fyrir. Eins getur Kirilenko spilað þétta vörn á hann.
Golden State gætu lent í miklum vandræðum með Boozer og eins Okur - sérstaklega ef þeir spila svæðisvörn þar sem hann fær pláss.

Eins og fyrr segir þá er það sóknarleikurinn sem þeir spiluðu gegn Dallas sem getur gert gæfumuninn fyrir Golden State.  Þeir þurfa að fá Davis, Richardson og Jackson alla í gang og ef þeir fá Utah útúr skipulaginu sínu þá er allt hægt.


ellis-j-rich-harrington
Þeir trúðu að þetta væri hægt gegn Dallas - og trúa vonandi enn


Spurs tekur forystuna

111 - 106 fyrir San Antonio.

Spenna fram á síðustu sek.
Svakalegur árekstur og skurður á Nash
Ódýr tæknivilla á Barbosa - en um leið rándýr

Parker og Duncan sjóðandi. Parker með 32 stig og 8 stoð.  Duncan 33 stig og 16 fráköst.

Nash 31 stig og 8 stoð. Stoudemire 20 stig og 18 fráköst.

Til hvers er James Jones alltaf í byrjunarliðinu ef þeir ætla hvort sem er aldrei að láta hann spila meira en lélegan varamann ? (9 mín, 0 stig, 0 fráköst, 0 stoð)

Látum svo fylgja þrjár af Nash - Myndarlegur drengurinn

nashnash 2nash 3


16 orð ?

Klassa umfjöllun.


mbl.is NBA: Cleveland vann New Jersey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einz - Null

cavs 81



nets 77




Jafn og spennandi leikur. Cleveland tók þetta á síðustu metrunum. 
LeBron með sigurkörfuna þegar það voru 19 sek eftir - blokkaði svo
skot frá Nachbar í næstu sókn.

Phoenix - San Antonio í gangi núna.  Það er málið.


Nostradamus var ekkert merkilegri en ég

Henti inn spá fyrir 16-liða úrslitin. Sjáum hvernig til tókst.

Dallas 4 - Golden State 2 (Fór 2-4)
Phoenix 4 - Lakers 2 (Fór 4-1)
San Antonio 4 - Denver 3 (Fór 4-1)
Houston 4 - Utah 1 (Fór 3-4)

Detroit 4 - Orlando 1 (Fór 4-0)
Cleveland 4 - Washington 1 (Fór 4-0)
Toronto 4 - New Jersey 3 (Fór 2-4)
Chicago 4 - Miami 3 (Fór 4-0)

Þokkalegur spekingur sem maður er Errm
5 réttir sigurvegarar. Hvergi réttar tölur.

Í commentum spáði BB þessu svo:

Detroit vinnur Orlando 4-1
Cleveland vinnur Washington 4-1
Miami vinnur Chicago 4-2
New Jersey tekur Toronto 4-2

Dallas 4 - Golden State 1
Phoenix 4 - LA Lakers 2
San Antonio 4 - Denver 2
Houston 4 - Utah 3.

Og Eiríkur Ólafs:

Dallas 4- Golden State 1
Phoenix 4 - Lakers 1
San Antonio 4- Denver 2
Houston 4- Utah 1

Detroit 4- Orlando 0
Cleveland 4- Washington 0
Toronto 2- New Jersey 4
Chicago 2- Miami 4

Eiríkur hlýtur því að teljast sigurvegari þessarar óformlegu tippkeppni bloggsins í 16-liða úrslitum. Réttar tölur í 4 leikjum af 8. Það er í lagi.


spurs suns

Svo er Vestrið að fara í gang í kvöld

Þetta verður hörkuseria. Ætla að spá henni í 7 leiki þar sem San Antonio klárar þetta svo.
Einhvern veginn held ég samt með Steve Nash og félögum.

Leikurinn hefst samkvæmt mínum útreikningum kl. 19.30 en hann er auglýstur á Sýn 20:50.
Veit ekki alveg hvort þeir ætli að sýna hálfan leikinn eða sýna hann bara aðeins seinna. Þori ekki að fara með það.

Á NBA TV er svo leikur New Jersey og Cleveland kl. 17:00.


4ja stiga karfa frá miðju

Nú er ég ekki vel að mér í Minor League deildum í Bandaríkjunum - Viðurkenni fúslega vanþekkingu mína á þeim málum.

Rakst þó á myndband úr leik í ABA deildinni (sem á þó ekkert skylt við gömlu ABA deildina).
Þar er annað liðið undir 128-124 og 10 sek. eftir.  Liðið sem er undir er með boltann og hlaupa að miðlínunni og skjóta þaðan - og hitta. Fór ég að velta fyrir mér hvað þeir væru að pæla að fara ekki nær en sé svo á stigatöflunni að staðan er þá orðinn 128-128.

Var því að velta fyrir mér: Hvar er 4ja stiga línan ?.. og hvað er að gerist fyrir þessa annars ágætu íþrótt ?

Hér er svo umrætt myndband:




Svo pakkaði Detroit Chicago gjörsamlega saman áðan.

Detroit - Chicago

Jæja þetta er á.  2. umferð að hefjast og fyrsti leikur: Undanúrslit í Austrinu - gömlu stórveldin og keppninautarnir Detroit Piston og Chicago Bulls.

Leikurinn er í beinni á NBA TV kl. 11 í kvöld og þeir sem komast ekki í NBA TV geta séð þetta á netinu. (Getið sent á mig mail fyrir leiðbeiningar með það)

Þetta er tíminn fyrir alla skápa-Bulls aðdáendurna sem hættu að horfa á körfubolta þegar Jordan lagði skóna á hilluna að rífa sig upp og kíkja á leikinn - þessir sem laumast alltaf á textavarp/355 á morgnana.

bulls 2


Smush Parker ekki áfram hjá Lakers

act_smush_parker

Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers tilkynnti í gær að leikstjórnandi liðsins, Smush Parker yrði ekki hjá liðinu á næstu leiktíð.  Parker verður samningslaus í sumar og þarf þá að finna sér nýtt félag.

Parker sem var að ljúka sínu öðru ári hjá Lakers hafði fyrir úrslitakeppnina í ár byrjað inná í 167 leikjum af 169 fyrir liðið en það var svo nýliðinn Jordan Farmar sem tók stöðu hans í úrslitakeppninni.

“Smush er leikmaður sem við munum ekki leitast eftir að komi og spili með okkur áfram” sagði Jackson við fjölmiðla í gær.

Parker gaf svo í skyn við sama tækifæri að hann væri ekki ósáttur að losna frá félaginu en hann var næst launalægsti leikmaður þess þrátt fyrir nokkura ára reynslu í deildinni en hann hefur áður leikið með Cleveland, Phoenix og Detroit.

Líklegt er talið að Lakers reyni að næla sér í nýjan leikstjórnanda í sumar. Farmar er efnilegur en langt frá því að vera tilbúinn í að vera lykilmaður í Lakers liðinu.

The Shaq Attack

shaq 2


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband