Færsluflokkur: Lífstíll

Miðjan

img_7410 

Umfjöllun um leiki KR og Njarðvíkur verður að sjálfsögðu ekki endanlega hætt fyrr en þætti stuðningsmanna KR verður minnst. Fyrir þá sem urðu svo óheppnir að sjá ekki leikina í rimmunni verður stemningunni ekki líst. Þetta er hreint út sagt það magnaðasta sem sést hefur.

Heitustu stuðningsmenn KR voru mættir í höllina kl. 18 og fóru þaðan rétt fyrir 23.
Þá lá leiðin beint niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn KR troðfylltu skemmtistaðinn Olíver þar sem var sungið, dansað og trallað stanslaust til að verða kl. 2 eftir miðnætti.  Að lokum var farin skrúðganga niður Laugarveginn sem innihélt allan pakkann; Nokkri tugi syngjandi stuðningsmanna, Íslandsmeistarabikarinn og svo voru að sjálfsögðu tendruð blys.  Allra heitustu stuðningsmennirnir héldu svo fögnuði áfram eitthvað fram á morgun og varð þar með sigurhátíð Vesturbæinga allt að 12 tímar!

Í dag tekur svo við að horfa á leikinn endursýndan á Sýn, halda áfram að fagna og vera stoltur af því að vera KR-ingur.

Svo er sumarið handan við hornið og í fótboltanum bíður önnur dolla sem bíður þess að komast heim í KR heimilið.


KR Íslandsmeistarar 2007 !

search_4296 
Fannari fannst alveg hundleiðinlegt að rífa dolluna á loft !

Knattspyrnufélag Reykjavíkur varð í gær í 10. sinn Íslandsmeistarar í körfubolta, karlaflokki.  Liðið sigraði Njarðvíkinga 3-1 í seriu sem er sú rosalegasta í manna minnum.  Eftir að hafa lent undir 1-0 komu KR ingar sterkir til baka og unnu 3 leiki í röð og tryggðu sér titilinn.  Sama leið og liðið fór gegn Grindavík árið 2000, síðast þegar þeir urðu meistarar.

Segja má að sigurinn hafi verið sigur liðsheildarinnar.  KR-ingar spiluðu á miklu fleiri leikmönnum en Njarðvíkingar og skiptir það sköpum þegar slík spenna er alltaf í lok leikjanna. Njarðvíkingar lentu í því í öllum leikjunum að lykilmenn voru orðnir þreyttir eða í villuvandræðum og þá lentu þeir alltaf í vandræðum.  Brenton 35 ára er ekki í sama standi og oft áður og Jeb Ivey átti það til að taka fáránleg skot í lok leikjanna.
Á meðan héldu KR-ingar ró sinni, róteruðu vel í liði sínu og sáu til þess að það væru þeir sem væru yfir þegar leikjunum lauk.  Það er jú víst það sem skiptir máli.

Annars bíða nú ótal margar greinar um leikinn í hinum ýmsu fjölmiðlum lestrar svo að punkturinn verður settur hér.

ÁFRAM KR

 


KR komið í 2-1 !!!!

457166534_6086a1554e 

Tveir snillingar.  En það er alveg ljóst hvor þeirra er að klára leikina þessa dagana.

Endum þetta svo á sálmi sem fékk að hljóma oft og vel í dag.

O-óóóó!! O-óóóó!!
Við erum KR!
Reykjavíkurstoltið
Sanna stórveldið!!
O-óóóó!! O-óóóó!! 

Ótrúlegt hvernig KR ingar gjörsamlega jarða heimamenn á pöllunum.  Þvílík stemning.


mbl.is KR getur tryggt sér meistaratitilinn á heimavelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1-1

1340982_jeremiah_sola1341009_tyson_patterson1340994_palmi_freyr_sigurgeirsson

Frábær seiglusigur hjá KR í kvöld.

JJ í bullinu fyrstu þrjá leikhlutana en steig upp þegar allt var undir og kláraði þetta. Snillingur.
Tyson stóð fyrir sínu og Pálmi var frábær.

Lykilmenn voru ekki alveg uppá sitt besta hjá Njarðvík og erfiðastir andstæðinganna úr Reykjanesbæ voru þeir Jóhann Ólafsson og að venju, Kristinn Óskarsson.

 

Hvernig var hægt að dæma buzzer þristinn hans Darra off án þess að skoða þetta í sjónvarpi ?


mbl.is Magnaður lokakafli tryggði KR sigur gegn Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laddi á FM

Aðstandendur Hlustendaverðlauna FM 957 voru áberandi í fjölmiðlum vikuna fyrir hátíðina við að svara fyrir hvernig á því stæði að flestar tilnefningar fyrir lag og plötu ársins 2006 væri frá árinu áður, 2005.

Dagskrárgerðarstjóri þeirra FM manna skýrði þetta m.a. annars svona á heimasíðu sinni:

"Eitthvað hefur borið á því að tónlistaráhugamenn þjóðarinnar séu að skrifa um Hlustendaverðlaun FM957, sem er gott, en mættu kannski hafa meiri upplýsingar um hátíðina sjálfa. Það sem er aðallega verið að skrifa um er varðandi að plötur sem komu út á árinu 2005, og að það þyki í meira lagi skrítið að lög af þeirri plötu séu tilnefnd fyrir árið 2006. Ég get upplýst menn og konur þjóðarinnar um það að það eru engin geimvísindi á bakvið þetta. Þetta snýst bara um smáskífuröð og hvenær lögin voru í spilun á FM957, og hefur ekkert með neitt annað að gera..."

Jæja allt í lagi, ég er ekki að kaupa þessi rök en segjum svo að ég sættist á þetta í smástund.
Þá kom trompið.  Hver ætli hafi hlotið heiðursverðlaun FM 957 ?

Jónsi, Friðrik Ómar eða Silvía Nótt ?? Heyrðu nei hver annar en LADDI hlaut verðlaunin.

Aldrei hef ég vitað til þess að Laddi hafi nokkurn tímann verið spilaður á FM eða komið að stöðinni á nokkurn annan hátt.

Mér er ljóst að það er búið að ræða þetta mikið en ég var bara að reka augun núna í þessi blessuðu heiðursverðlaun sem fullkomnuðu hversu mikil peninga- og tímasóun þessi hátið er.


mbl.is Jeff Who? kom, sá og sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband