BB

Búið að fjalla vel og mikið um leikinn á þessum helstu síðum.  Læt þetta duga.

BB

Þessi drengur er auðvitað bara snillingur.


Florida meistarar annað árið í röð

3b2a7c51-db74-452c-b362-8c45091ee18c 

Florida Gators urðu í nótt fyrsta liðið í 15 ár til að vinna meistartitilinn í Bandaríska háskólaboltanum tvö ár í röð þegar þeir sigruðu lið Ohio State skólans 84-75 í nótt.  Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögunni sem að lið vinnur þennan titil tvö ár í röð með sama byrjunarlið. 

Leikurinn í nótt var skemmtilegur en náði því þó aldrei að verða virkilega spennandi.  Florida liðið var alltaf skrefinu framar og hleyptu Ohio mönnum ekki of nálægt sér.  Í hálfleik var staðan 40-29 fyrir Florida þar sem mestu munaði um góða nýtingu í 3ja stiga skotum en Florida setti niður 6 slík í fyrri hálfleik úr einungis 8 tilraunum Seinni hálfleikur var jafnari en munurinn varð þó aldrei minni en 7 stig og í hvert skipti sem Florida sáu Ohio nálgast gáfu þeir í og héldu þeim í þægilegri fjarlægð.
Það fór svo að lokum að Ohio náði þó að vinna seinni hálfleikinn með 2 stigum og endaði því leikurinn með 9 stiga sigri Florida. Lokatölur 84-75. 

Greg Oden átti virkilega gott kvöld í liði Ohio. Hann skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og varði 4 skot.  Florida liðið réði illa við hann varnarlega og lentu allir stóru menn liðsins í villuvandræðum við að berja á honum.  Stórleikur Oden dugði þó skammt þar sem aðrir lykilmenn liðsins náðu sér ekki á strik nema þó helst  Mike Conley Jr. sem lék ágætlega, skoraði 20 stig og gaf 6 stoðsendingar en mikið af stigum hans komu þó í lok leiksins þegar leikurinn var í raun búinn.

Þrátt fyrir að Oden virtist geta skorað að vild undir körfunni ákváðu leikmenn Ohio að taka 3ja stiga skot í tíma og ótíma þrátt fyrir að ekkert vildi ofan í hjá þeim.  Þeir enduðu á að setja niður samtals 4 þrista en til þess þurfti 23 tilraunir og tveir þeirra komu alveg í lokin þegar úrslitin voru þegar ráðin. Hjá Florida dreifðist stigaskorið vel en það var Al Horford sem endaði stigahæstur með 18 stig auk þess sem hann tók 12 fráköst. Taurean Green skoraði 16 stig og Lee Humphrey 14.

Eins og fyrr segir var Florida liðið að tryggja sér sinn annan titil á jafnmörgum árum sem er mikið afrek.  Lykilleikmenn liðsins sýndu mikinn liðsanda í fyrra þegar þeir ákváðu að spila annað tímabil saman í Florida þrátt fyrir að hafa átt þess kost að fara í NBA deildina og sýndu svo í gærkvöldi að það borgaði sig.  Billy Donovan, þjálfari liðsins lét svo hafa eftir sér að þrátt fyrir að þetta lið væri kannski ekki prýtt bestu einstaklingum sögunnar þá væri liðið sem slíkt eitt það allra besta. 

Hvað verður hjá þessum liðum næsta vetur er erfitt að segja.  Hjá Florida er Billy Donovan þjálfari orðaður við Háskólann í Kentucky og að minnsta kosti 3 af 5 byrjunarmönnum munu væntanlega reyna fyrir sér í NBA. 
Hjá Ohio er auðvitað stóra spurningin hvað nýliðinn Greg Oden gerir en það er alveg ljóst að ef hann velur þann kost að fara í NBA nýliðavalið í sumar mun hann verða valinn fyrstur eða annar ásamt Kevin Durant, leikmanni Texas háskóla, sem var á dögunum útnefndur leikmaður ársins í Háskólaboltanum.  Ron Lewis, bakvörður hjá Ohio hefur líka verið orðaður við NBA deildina og Mike Conley Jr. hefur verið að spila vel og gæti hugsanlega reynt fyrir sér í nýliðavalinu.


NCAA Finals

topper-gators2 

Í kvöld fer fram úrslitaleikurinn í NCAA háskóladeildinni í Bandaríkjunum.  Það eru lið Florida og Ohio sem leika til úrslita og hefst leikurinn kl. 01:21 eftir miðnætti.  Hann verður sýndur á stöðinni NASN sem næst á breiðbandi Símans.

Ohio State skólinn sem hefur í gegnum tíðina aðallega verið þekktur fyrir mjög gott fótboltalið eru búnir að spila gríðarlega vel í vetur með Greg Oden í fararbroddi.  Þeir lentu þó í töluverðu basli í bæði 32 og 16 liða úrslitum en unnu svo auðveldan sigur á Memphis í 8 liða úrslitum.Fyrrnefndur Oden er stærsta stjarna liðsins og var þeirra stigahæsti leikmaður á tímabilinu auk þess að taka flest fráköst.  Bíða menn í ofvæni eftir að sjá hann leika í NBA deildinni og má nær öruggt telja að hann verði valinn nr. 1 eða 2 í nýliðavalinu í sumar. 
Aðrir leikmenn sem má fylgjast vel með eru Mike Conley Jr. og Ron Lewis sem gætu einnig dottið inní NBA fyrir næsta vetur
 

Florida kom skemmtilega á óvart í fyrra og fór alla leið í mótinu.  Í ár hafa þeir svo verið taldir mjög sigurstranglegir allt frá byrjun enda með nákvæmlega sama byrjunarlið og á meistaratímabilinu í fyrra.  Þeir hafa hingað til staðist allar þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar og rúllað nokkuð þægilega í gegnum bæði riðlakeppnina sem og úrslitakeppnina.
Eins og fyrr segir hélt Florida liðið öllum byrjunarliðsmönnum sínum frá því í fyrra en það er nokkuð ljóst að svo verður ekki aftur eftir þetta tímabil.  Það er jafnvel talið líklegt að Florida skólinn muni skila 3 leikmönnum í NBA fyrir næstu leiktíð og hugsanlega munu þeir allir verða valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. 
Þetta eru þeir Al Horford, Joakim Noah og Corey Brewer.
 

Á laugardaginn fóru fram undanúrslitaleikirnir þar sem Ohio lagði Georgetown og Florida sigraði lið UCLA skólans.  Það voru flestir sem spáðu einmitt þessum úrslitum og þurftu hvorugt liðið að hafa sérstaklega fyrir því að stimpla sig inn í úrslitaleikinn.   

Ohio sigraði Georgetown 67-60 í leik þar sem Greg Oden tók minni þátt í en planað var, lék t.d aðeins 3 mínútur í fyrri hálfleik en hann lenti snemma í villuvandræðum og hefur það vandamál reyndar loðað við hann í allan vetur.  Mike Conley Jr. lék hinsvegar skínandi vel fyrir Ohio og skilaði 15 stigum og 6 stoðsendingum. 

Hinn undanúrslitaleikurinn var endurtekning á úrslitaleiknum í fyrra þar sem lið Florida og UCLA áttust við.  Þar kláraði Florida leikinn án teljandi vandræða og var það sama uppá teningnum á laugardaginn.  Lokatölur 76-66 í leik þar sem Corey Brewer skoraði 19 stig og Al Horford hirti 17 fráköst. 

Í desember áttust liðin sem leiki í kvöld einnig við í leik sem varð aldrei spennandi og þegar yfir lauk hafði Florida liðið skorað 86 stig gegn 60 stigum Ohio manna sem voru niðurlægðir á öllum sviðum körfuboltans.Menn benda þó á að í þeim leik var Greg Oden aðeins rétt skriðinn uppúr úlnliðsmeiðslum sem höfðu hrjáð hann í nokkurn tíma og gat því ekki beitt sér að fullu.  Hann lenti einnig í villuvandræðum í þeim leik og skoraði aðeins 7 stig.  Al Horford átti hinsvegar góðan leik í liði Flordia og vann einvígið við Oden í það skiptið. 

Það er þó alveg ljóst að Ohio menn munu ekki láta þetta gerast aftur.  Þeir hafa ekki tapað leik síðan 9. janúar, unnið 22 leiki í röð og eru til alls líklegir.Florida liðið hefur líka leikið vel, unnið 9 leiki í röð og í þeim leikjum hafa þeir eininugis tvisvar fengið á sig meira en 70 stig. Það er litið mikið til baráttu stóru mannana Al Horford og Greg Oden sem verður gríðarlega skemmtilegt einvígi sem mun þegar uppi er staðið vega þungt. 

Það mun þó líka mæða mikið á bakvörðum liðana sem eru gríðarlega öflugir.
Hjá Florida eru þeir Lee Humphrey og Taurean Green báðir miklar skyttur og hjá Ohio er Mike Conley Jr. mjög drjúgur og eru margir á því að þrátt fyrir að hafa fallið í skugga Oden sé hann mikilvægasti leikmaður liðsins sem hefur haldið liðinu uppí þegar Oden hefur ekki verið með eða lent í villuvandræðum.  Ron Lewis er einnig góður leikmaður sem hefur sett niður mikilvæg skot fyrir liðið í vetur. 

Ef að Florida vinnur leikinn verða þeir fyrsti skólinn til að vinna titilinn tvö ár í röð síðan Duke gerði það fyrir 15 árum og þeir fyrstu í sögunni til að vinna tvo titla í röð með sama byrjunarlið.

Ohio hefur ekki unnið titilinn síðan 1960 en þeir töpuðu svo úrlslitaleikjum næstu tvö ár á eftir.


NCAA Final Four

 

2007AtlantaFinalFourLogo







Það er ekki einungis leikið í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í dag því að í kvöld fara fram Final Four leikirnir, undanúrslitin í Bandaríska háskólaboltanum.  Liðin sem leika eru annars vegar Georgetown og Ohio og hins vegar eru það núverandi meistarar í Florida sem mæta UCLA.  Á mánudag verður svo sjálfur úrslitaleikurinn. 

Georgetown – Ohio State 

logo_hoyasGeorgetown liðið er að koma mörgum á óvart með að skila sér alla leið í undanúrslit. Skólinn hefur náð fínum árangri í gegnum tíðina og oft verið með sterkt lið en það var ekki endilega búist við miklu af þeim á þessu tímabili. 
Í 16 liða úrslitum sigruðu þeir lið Vanderbilt skólans með því að skora sigurkörfuna í síðustu sekúntum leiksins og í 8 liða úrslitum komu þeir öllum á óvart og lögðu Chappell Hill skólann í Norður-Karólínu eftir ótrúlegan leik sem endaði í framlengingu. 
Bestu leikmenn liðsins eru framherjinn Jeff Green og miðherjinn Roy Hibbert.  Auk þeirra leikur skotbakvörðurinn Jonathan Wallace stóra rullu í liðinu. Það er fastlega búist við þeim Green og Hibbert í nýliðavalið fyrir NBA deildina í sumar þar sem reiknað er með þeim báðum inní deildina í fyrstu umferð. 

osu_logoOhio State skólinn sem hefur í gegnum tíðina aðallega verið þekktur fyrir mjög gott fótboltalið eru búnir að spila gríðarlega vel í vetur með Greg Oden í fararbroddi. 
Þeir lentu þó í töluverðu basli í bæði 32 og 16 liða
úrslitum en unnu svo auðveldan sigur á Memphis í 8 liða úrslitum. 
Fyrrnefndur Oden er stærsta stjarna liðsins og bíða menn í ofvæni eftir að sjá hann leika í NBA deildinni og má nær öruggt telja að hann verði valinn nr. 1 eða 2 í nýliðavalinu í sumar.  Aðrir leikmenn sem má fylgjast vel með eru Mike Conley Jr. og Ron Lewis sem gæti einnig dottið inní NBA fyrir næsta vetur. 

Spá: Ohio klárar þetta.  

Florida – UCLA 

logoFlorida kom skemmtilega á óvart í fyrra og fór alla leið í mótinu.  Í ár hafa þeir svo verið taldir mjög sigurstranglegir allt frá byrjun enda með nákvæmlega sama byrjunarlið og á meistaratímabilinu í fyrra.  Þeir hafa hingað til staðist allar þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar og rúllað nokkuð þægilega í gegnum bæði riðlakeppnina sem og úrslitakeppnina. 
Eins og fyrr segir hélt Florida liðið öllum byrjunarliðsmönnum sínum frá því í fyrra en það er nokkuð ljóst að svo verður ekki aftur eftir þetta tímabil.  Það er jafnvel talið líklegt að Florida skólinn muni skila 3 leikmönnum í NBA fyrir næstu leiktíð og hugsanlega munu þeir allir verða valdir í fyrstu umferð nýliðavalsins. 
Þetta eru þeir Al Horford, Joakim Noah og Corey Brewer.
 

UCLA_Bruins_LogoUCLA háskólinn í Kaliforínu er með mikla körfuboltahefð og hafa unnið flesta meistaratitla allra liða eða alls 11 sem þykir býsna gott.  Þeir hafa þó ekki unnið titilinn síðan 1995 og þykir því mörgum kominn tími á að skila honum aftur til Los Angeles. 
Liðið hefur spilað vel í vetur, aðeins tapað 5 leikjum af 35 og ekki lent í teljandi vandræðum í úrslitakeppninni.  Þó eru margir á því að í kvöld munu þeir loks mæta ofjörlum sínum þegar þeir leika gegn Florida.
 
Arron Affllalo er skotbakvörður og mesta hetja UCLA liðsins.  Talið er líklegt að hann muni spila í NBA deildinni næsta vetur en hann gæti þó mátt bíða fram í aðra umferð í nýliðavalinu með að komast að.  Aðrir sterkir leikmenn í UCLA eru Josh Shipp og Darren Collinson sem er talinn mjög efnilegur varnarmaður. 

Spá: Florida fer í úrslitin.  

Ath.
Þeir sem hafa Breiðbandið og eru með aðgang að NASN stöðinni geta séð leikina í beinni en leikur Georgetown og Ohio hefst kl. 22:07 að íslenskum tíma en leikur Florida og UCLA er svo rúmum tveimur og hálfum tíma síðar eða kl. 00:47 eftir miðnætti.

Ef einhver veit hvar er hægt að sjá þessa leiki á netinu þá má hinn sami endilega skilja eftir comment.

Slæmar ákvarðanir í NBA

Forráðamenn og þjálfarar liðanna í NBA deildinni þurfa oft að taka erfiðar ákvarðanir varðandi leikmannamál; samninga, nýliðaval og leikmannaskipti.  Eins og gefur að skilja kemur oft á daginn að sumar ákvarðanirnar eru góðar, aðrar slæmar.  Sumir bestu leikmenn deildarinnar hafa verið valdir seint í nýliðavalinu og öðrum snillingum hafa verið skipt fyrir minni spámenn.

Ljóst er að listinn yfir slæmar ákvarðanir er langur og eru þar á meðal ýmis atriði sem mótað hafa NBA söguna.  Hér verður rennt yfir nokkrar ákvarðanir sem menn hafa nagað sig í handarbökin yfir í seinni tíð.

 

Kobe Bryant

 

Kobe Bryant var valinn í deildina 17 ára gamall, beint úr High School og það var lið Charlotte Hornets sem þá var og hét sem nældi í piltinn. Bryant sem var valinn nr. 13  var ekki talinn neitt sérstaklega mikið efni en þáverandi framkvæmdarstjóri Los Angeles Lakers, Jerry West hafði þó fylgst nokkuð vel með honum og hafði trú á að hann gæti orðið stórstjarna.

West tókst svo að sannfæra forráðamenn Hornets um skipti á Bryant og gömlu hetjunni Vlade Divac. Því varð úr að Hornets og Lakers skiptu á leikmönnunum og restina af sögunni þekkja svo allir. Kobe Bryant er þrefaldur NBA meistari og margfaldur All-Star leikmaður en Divac lék aðeins 2 ár með Hornets áður en hann fór svo frítt til Sacramento.


nba_logo_32649Þess má svo til gamans geta að fyrrnefndur Jerry West sem lék lengi vel með Lakers liðinu og er talinn einn af betri leikmönnum sögunnar kemur fyrir augu manna oftar en þeir gera sér grein fyrir. Það er nefnilega þannig mál með vexti að leikmaðurinn í NBA merkinu fræga er Jerry West, þ.e. útlínurnar af honum.


 

Micheal Jordan

 

Jordan ákvað að taka þátt í NBA nýliðavalinu árið 1984, ári áður en hann átti að útskrifast frá Chappel Hill háskólanum í Norður-Karólínu. Margir snjallir spilarar komu inní deildina þetta ár, t.d. Hakeem Olajuwon, Charles Barkley og John Stockton. 

Olajuwon var valinn nr. 1 af Houston Rockets þar sem hann spilaði við góðan orðstír í 17 ár og vann til að mynda tvo NBA titla með félaginu.

Portland Trailblazers átti svo 2. valrétt og voru margir á því að þeir mundu velja Micheal Jordan, aðalstjörnuna úr háskólaboltanum. Portland menn litu þó þannig á málið að þar sem þeir höfðu fengið Clyde Drexler árið áður þyrftu þeir núna stóran mann og völdu því Sam nokkurn Bowie.  Bowie náði sér aldrei á strik í NBA deildinni og spilaði ekki mörg alvöru tímabil í NBA, þar af aðeins fjögur með Portland. Hann er í dag aðallega þekktur sem maðurinn sem var valinn á undan Jordan.

Sú ákvörðun Portland Trailblazers að velja Sam Bowie í staðinn fyrir Micheal Jordan er réttilega oft talinn ein allra versta ákvörðun NBA sögunnar.

 

Þrátt fyrir að yfirgefa Chappel Hill skólann árið 1984 til að fara í NBA lauk Micheal Jordan háskólaprófi þaðan árið 1986.

  

Detroit og Darko Milicic

 

Nýliðavalið 2003 er talið ásamt árunum 1984 og 1996 eitt það sterkasta í sögunni. 

Þar átti Cleveland Caviliers fyrsta valrétt og eftir að hafði tryggt sér LeBron James átti Detroit Pistons næsta valrétt.  Þar ákváðu þeir að velja frá Serbíu Darko Milicic. Hann var valinn á undan m.a. eftirfarandi leikmönnum:

Carmelo Anthony, Dwyane Wade, Josh Howard, Chris Bosh, Boris Diaw, Kirk Hinrich, David West, T.J. Ford, Udonis Haslem, Chris Kaman og Leandro Barbosa.

 

Detroit vann þó meistaratitilinn þetta ár en það verður þó seint talið Milicic að þakka.  1.4 stig á 4.7 mínútum var hans framlag þetta árið og eftir lítinn sem engan spilatíma hjá Detroit fór hann til Orlando Magic í febrúar 2006.  Þar hefur hann fengið að spila aðeins meira og hækkað í samræmi við það tölurnar hjá sér en á enn langt í land með að komast á þann stall sem fjöldi þeirra leikmanna sem valdir voru á eftir honum eru komnir á.

  

Aðrar ákvarðanir í NBA sögunni sem eftirá að hyggja voru kannski ekki þær gáfulegustu:

 

Atlanta Hawks skiptu árið 1994 á Dominique Wilkins og Danny Manning.  Manning stóð aldrei undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar í NBA.

 

Eftir að hafa valið Dirk Nowitski í nýliðavalinu 1998 ákváðu Milwaukee Bucks að skipta við Dallas Mavericks á honum og Robert Traylor sem eftir að hafa átt stuttan og arfaslakan feril í NBA er nú “free agent”.

 

Í nýliðavalinu 1987 valdi Seattle Scottie Pippen en skiptu honum strax til Chicago í staðinn fyrir Olden Polynice. Polynice spialði lengi í NBA en gerði aldrei merkilega hluti.

 

Og loks:

 

Shaquille O´Neill fyrir Lamar Odom, Brian Grant, Caron Butler og Jordan Farmar eru skipti sem hafa enn ekki skilað miklu fyrir L.A. Lakers.

 

Detroit Pistons fengu líklega töluvert meira útúr skiptunum á Grant Hill fyrir Ben Wallace og Chucky Atkins heldur en Orlando Magic

 

Golden State Warriors létu Chris Webber fara til Washington Bullets fyrir Tom Gugliotta.


Cesc Fabregas

Einhver eðlileg skýring á því að Cesc Fabregas var ekki rekinn útaf ?

Einhver eðlileg skýring á því að John Obi Mikel var rekinn útaf ?

Framkoma leikmanna Arsenal manna undir lok þessa leiks var þvílíkt til skammar að annað eins hefur ekki sést.


mbl.is Chelsea deildabikarmeistari - þrjú rauð spjöld í lokin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt gaman

Þakka mikinn áhuga síðastliðinn mánuðinn eða svo.


NBA 13. feb. 2007

Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var sannarlega betri en enginn í nótt þegar Dallas lagði Milwaukee á útivelli 99-93. Dallas var um tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik, en vann lokaleikhlutann 28-11. Nowitzki skoraði 38 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Dallas en Andrew Bogut skoraði 16 stig og hirti 17 fráköst fyrir Milwaukee. Dallas er langefst í deildinni með 43 sigra og aðeins 9 töp.

Miami vann öruggan sigur á Portland 104-85 þar sem Dwyane Wade tók yfir að venju í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 16 af 35 stigum sínum fyrir Miami eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í fyrstu þremur leikhlutunum. Zach Randolph skoraði 17 stig fyrir Portland.

Memphis vann góðan sigur á New Orleans 108-104. Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis en Desmond Mason 23 fyrir New Orleans.

Toronto vann afar mikilvægan sigur á Chicago Bulls 112-111 á útivelli og þar með vann Toronto 28. leikinn á tímabilinu - sem er jafnmargir leikir og allt síðasta tímabil. Toronto hafði tapað 15. leikjum í röð fyrir Chicago. Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto og tryggði liðinu sigur með tveimur vítaskotum þegar tvær sekúndur lifðu leiks. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago.

Houston skellti Sacramento á heimavelli í framlengdum og æsispennandi leik 109-104. Ron Artest skoraði 39 stig fyrir Sacramento en Tracy McGrady skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Houston.

Loks vann New York óvæntan útisigur á LA Lakers í framlengdum leik 107-106. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers en Jamal Crawford skoraði 24 stig fyrir New York. Þetta var 23. sigur New York í vetur og þar með jafnaði liðið fjölda sigurleikja alls síðasta tímabils þó enn séu 30 leikir eftir í töflunni þetta árið.

Meiðsli Nash halda honum frá All-Star leiknum

Steve Nash verður ekki með í stjörnuleiknum í NBA sem fram fer í Las Vegas á sunnudaginn. Nash er meiddur á öxl og verður honum því gefið algjört frí frá því að spila þangað til 20. febrúar.

David Stern mun velja leikmann í stað Nash

Nash soccer


NBA 12. feb. 2007

Webber

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og unnust þeir allir á heimavelli. Detroit vann sjöunda sigurinn í röð með því að leggja LA Clippers, Denver skellti Golden State og þá vann Utah fimmta sigurinn í röð þegar það burstaði Atlanta.

Detroit vann nokkuð auðveldan sigur á Clippers 92-74 þar sem Chris Webber skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Detroit, sem hefur unnið Clippers í átta síðustu leikjum liðanna. Cuttino Mobley skoraði 17 stig fyrir Clippers sem kláraði lengsta keppnisferðalag sitt á tímabilinu með því að tapa 5 af 7 leikjum. Liðið var án Elton Brand í nótt, en hann er meiddur.

Denver vann nokkuð sannfærandi sigur á Golden State 123-111 þar sem Carmelo Anthony og J.R. Smith skoruðu 28 stig hvor fyrir Denver. Anthony spilaði lítið í fjórða leikhlutanum og átti raunar við smá meiðsli að stríða á læri sem hann varð fyrir í fjórða leikhlutanum. Al Harrington skoraði 24 stig fyrir Golden State og Kelenna Azubuike skoraði 23 stig, en liðið var enn og aftur án leikstjórnandans Baron Davis. Í gær tilkynntu forráðamenn Golden State svo að Davis þyrfti í lítinn hnéuppskurð og verður hann því frá keppni um óákveðinn tíma.

Loks vann Utah Jazz fimmta leikinn í röð þegar liðið burstaði Atlanta Hawks 102-76 á heimavelli. Atlanta hafði unnið fimm útileiki í röð fyrir leikinn, en átti aldrei möguleika eftir það nýtti aðeins 4 af 17 skotum sínum í fyrsta leikhlutanum. Mehmet Okur skoraði 19 stig fyrir Utah en spilaði ekkert í fjórða leikhlutanum, Derek Fisher skoraði 14 stig og Paul Millsap skoraði 13 stig og hirti 9 fráköst á aðeins 17 mínútum. Marvin Williams skoraði 15 stig fyrir Atlanta og Joe Johnson 14
mbl.is NBA: Sjöundi sigur Detroit í röð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Carmelo Anthony verður með í All-Star leiknum

Melo

Vandræðagemlingurinn Carmelo Anthony hefur verið valinn í lið Vesturdeildarinnar sem tekur þátt í stjörnuleik NBA-deildarinnar þann 18. febrúar næstkomandi. Það var framkvæmdastjóri deildarinnar, sjálfur David Stern, sem valdi Anthony í leikinn vegna meiðsla Carlos Boozer.

Anthony hafði ekki verið valinn í byrjunarlið vestursins af áhangendum deildarinnar þrátt fyrir að vera stigahæsti leikmaður tímabilsins með 30,8 stig að meðaltali. Hann hlaut síðan heldur ekki náð fyrir þjálfara Vesturliðsins, líklega vegna framkomu sinnar í leik Denver og New York fyrir skemmstu þar sem Anthony sló til andstæðings og var dæmdur í 15 leikja bann.

Yao Ming og Carlos Boozer þurftu að draga sig úr liðinu vegna meiðsla og kom það í hlut Stern að tilnefna eftirmenn þeirra. Ásamt Anthony ákveð Stern að velja Josh Howard hjá Dallas í liðið.

"Ég var nokkuð bjartsýnn um að hann myndi velja mig og ég er mjög glaður. Mér er alveg sama á hvaða forsendum ég spila leikinn, þetta er stjörnuleikurinn og það er heiður að fá að taka þátt í honum," sagði Anthony eftir að hafa verið valinn.


NBA 11. feb. 2007

Wade

Dwyane Wade átti enn einn stjörnuleikinn í gærkvöldi þegar Miami Heat vann góðan sigur á San Antonio Spurs á heimavelli. Cleveland vann góðan sigur á LA Lakers og Boston tapaði enn eina ferðina.

Miami lagði San Antonio 100-85 þar sem Dwyane Wade skoraði 18 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Wade hafði mjög hægt um sig framan af leik, en honum héldu engin bönd í fjórða leikhlutanum og Miami hélt San Antonio án körfu utan af velli í rúmar 7 mínútur. Shaquille O´Neal skoraði 16 stig á aðeins 26 mínútum fyrir Miami, en Manu Ginobili skoraði 26 stig af bekknum fyrir San Antonio.

Cleveland vann góðan sigur á Lakers heima 99-90 þar sem Sasha Pavlovic var stigahæstur í liði Cleveland með 21 stig. Kobe Bryant var góður í liði Lakers og skoraði 36 stig, en varnarleikur Cleveland gerði útslagið líkt og í sigrinum á Miami á föstudagskvöldið.

Arenas gerði sig að fífli

Gilbert Arenas þurfti að kokgleypa fyrri yfirlýsingar sínar þegar hann skoraði aðeins 9 stig í stórum skelli Washington gegn Portland á heimavelli 94-73. Arenas hafði lýst því yfir að hann ætlaði að skora 50 stig gegn Portland til að hefna sín á fyrrum þjálfara sínum hjá bandaríska landsliðinu Nate McMillan, en ekkert varð úr því og Washington var tekið í bakaríið. Arenas hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum utan af velli í leiknum. Jarrett Jack og LaMarcus Aldridge skoruðu 18 stig hvor fyrir Portland.

Indiana vann auðveldan sigur á LA Clippers 94-80. Jermaine O´Neal skoraði 21 stig fyrir Indiana og varð í leiknum sá leikmaður í sögu Indiana sem varið hefur flest skot þegar hann varði eitt af fjórum skotum sínum. Mike Dunleavy yngri átti aldrei þessu vant góðan leik fyrir Indiana og skoraði 20 stig gegn lánlausu liði Clippers - sem þjálfað er af föður hans. Cuttino Mobley skoraði 24 stig fyrir Clippers.

Enn vinnur Dallas

Dallas heldur fast í toppsætið í deildinni og í nótt valtaði liðið yfir Philadelphia á útivelli 106-89. Dirk Nowitzki fór á kostum hjá Dallas og skoraði 27 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Dallas náði yfir 30 stiga forystu í leiknum, en varamenn Philadelphia náðu reyndar að saxa það niður í 8 stig seint í leiknum áður en gestirnir settu í fluggírinn á ný. Andre Iguodala skoraði 21 stig og hirti 9 fráköst fyrir Philadelphia.

Gamlir kunningjar sökktu Boston

Ömurlegt gengi Boston virðist engan endi ætla að taka en í nótt tapaði liðið 18. leiknum í röð - nú fyrir Minnesota á útivelli - þar sem gamall Boston-leikmaður Ricky Davis skoraði sigurkörfu Minnesota með skoti úr horninu þegar innan við sekúnda var eftir á klukkunni. Davis skoraði 28 stig fyrir Minnesota, Kevin Garnett náði annari þrennu sinni á nokkrum dögum með 26 stigum, 11 fráköstum og 10 stoðsendingum og annar fyrrum Boston maður, Mark Blount, skoraði 20 stig. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, sem hefur aldrei áður í sögu félagsins lent í annari eins taphrinu.

Chicago vann góðan útisigur á Phoenix 114-103 þar sem Phoenix var án þeirra Boris Diaw og Steve Nash. Luol Deng og Kirk Hinrich skoruðu 29 stig hvor fyrir Chicago og Ben Gordon 27 stig. Amare Stoudemire og Leandro Barbosa skoruðu 26 hvor fyrir Phoenix.

Atlanta vann fimmta útileikinn í röð með 106-105 sigri á Golden State. Josh Smith skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta, sem hefur ekki náð svo góðri rispu á útivelli síðan árið 1993. Monta Ellis skoraði 21 stig fyrir Golden State.

Loks vann Seattle góðan útisigur á Sacramento 114-103. Chris Wilcox og Ray Allen skoruðu 25 stig fyrir Seattle og Rashard Lewis 23, en liðið er nú loksins að verða komið með alla sína menn úr meiðslum. Kevin Martin skoraði 24 stig fyrir Sacramento, Ron Artest skoraði 21 stig og hirti 12 fráköst og gamla brýnið Corliss Williamson skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst.

NBA 10. feb. 2007

Rasheed 

Rasheed Wallace spilaði líklega sinn besta leik á tímabilinu og leiddi Detroit til sigurs gegn Toronto í NBA-deildinni í nótt, 98-92. Þetta var sjötti sigurleikur Detroit í röð en Toronto hefur hins vegar tapað síðustu átta leikjum sínum gegn Detroit.

Wallace skoraði 28 stig í leiknum, það mesta sem hann hefur skorað í vetur, og var sérstaklega öflugur þegar mest á reyndi í fjórða leikhlutanum. Richard Hamilton bætti við 21 stigi en T.J. Ford var öfluastur hjá Toronto með 17 stig og 11 stoðsendingar.

Vince Carter skoraði 32 stig fyrir New Jersey sem vann Orlando, 93-78.

New Orleans bar sigurorð af Memphis, 114-99. Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir New Orleans og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bakvið sigur liðsins.

Tracy McGrady og Juwan Howard skoruðu báðir 16 stig þegar Houston valtaði yfir Charlotte, 104-83.

Þá átti Carmelo Anthony frábæran leik fyrir Denver þegar liðið lagði Milwaukee af vellim 109-102, á útivelli. Anthony skoraði 29 stig, hirti tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.

www.visir.is


NBA 9. feb. 2007

Boston Celtics setti nýtt félagsmet í NBA-deildinni í nótt með því að tapa 17. leik sínum í röð. Í þetta sinn steinlá liðið á heimavelli fyrir New Jersey, 92-78, þrátt fyrir að Paul Pierce, helsta stjarna liðsins, hafi spilað með liðinu á ný eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Fjölmargir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Pierce hefur misst af síðustu 24 leikjum Boston og eins og tölfræðin gefur til kynna hefur hans verið sárt saknað. Þetta var enn fremur 13. tap Boston í röð á heimavelli. Pierce var greinlega ryðgaður því hittni hans var ekki með besta móti og skoraði hann aðeins níu stig. Reyndar var skotnýting Boston-liðsins utan af velli arfaslök, eða 35%. Vince Carter skoraði 21 stig fyrir New Jersey og Marcus Williams 17.

Toronto Raptors sigraði LA Lakers, 96-92, og vann sinn 27. sigur á tímabilinu. Það er jafnmikið og liðið vann á öllu síðasta tímabili. Toronto hefur nú unnið fimm leiki í röð. Chris Bosh skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst.

Dwight Howard skoraði sigurkörfu Orlando gegn San Antonio í nótt þegar aðeins 0,2 sekúndur voru eftir. Howard tróð þá boltanum í körfu San Antonio en lokatölur urðu 106-104.

Denver lagði Indiana af velli, 102-95. Carmelo Anthony skoraði 34 stig fyrir Denver.

Meistarar Miami áttu aldrei möguleika gegn LeBron James og félögum í Cleveland í nótt og steinláu, 103-79. James skoraði 29 stig í leiknum.

Þá tapaði Phoenix nokkuð óvænt fyrir Atlanta í nótt, 120-111. Miklu munaði um að Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix, gat ekki leikið með vegna meiðsla og nýttu leikmenn Atlanta það sér til hins ýtrasta.

Sjá öll úrslit á www.nba.com 


NBA 7. feb. 2007

Bosh

Toronto Raptors er heldur betur á góðu skriði í NBA deildinni þessa dagana og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð og þann níunda af síðustu ellefu þegar liðið skellti Orlando Magic 113-103. Stjörnuleikmennirnir Dwight Howard og Chris Bosh háðu mikið einvígi í leiknum og fóru báðir á kostum.

Chris Bosh skoraði 31 af 41 stigi sínu í síðari háfleik og hirti auk þess 8 fráköst, en þetta var persónulegt met hjá Bosh á ferlinum. Dwight Howard skoraði 32 stig og hirti 9 fráköst hjá Orlando og hitti úr 13 af 14 skotum sínum. Toronto er nú komið þremur leikjum yfir 50% vinningshlutfallið í fyrsta sinn svo seint á tímabili síðan árið 2002.

Þriðja tap Clippers í röð

Cleveland hefur ekki gengið vel undanfarið en mætti í gær liði sem er í jafnvel enn meiri vandræðum, LA Clippers. Cleveland hafði auðveldan sigur í leiknum 94-77 og það þrátt fyrir slakan leik frá LeBron James sem á við meiðsli að stríða. Sasha Pavlovic skoraði 16 stig fyrir Cleveland líkt og Zydrunas Ilgauskas, sem auk þess hirti 16 fráköst. Elton Brand skoraði 21 stig fyrir Clippers sem tapaði þriðja leiknum í röð.

Seattle vann góðan útisigur á Indiana 103-102 á útivelli þar sem Ray Allen skoraði 33 stig fyrir Seattle en vandræðagemsinn Jamal Tinsley skoraði 25 stig fyrir heimamenn í Indiana sem voru án Jermaine O´Neal sem er meiddur á hné. Stuðningsmenn Indiana bauluðu á Tinsley þegar hann var kynntur til leiks í kvöld, en hann komst aftur í kast við lögin á mánudagskvöldið og er sakaður um að hafa barið kráareiganda í borginni.

Auðvelt hjá San Antonio

San Antonio rótburstaði Washington á útivelli 110-83 í sjónvarpsleiknum á NBA TV sem var aldrei spennandi eftir að San Antonio náði strax 10 stiga forskoti í byrjun og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. Tony Parker skoraði 14 af 20 stigum sínum í fyrsta leikhluta og Tim Duncan skoraði einnig 20 stig fyrir San Antonio sem hefur nú unnið tvo af fjórum fyrstu leikjum sínum á löngu keppnisferðalagi - en enn eru um 15.000 kílómetrar eftir í flugi á keppnisferðinni árlegu hjá liðinu. Gilbert Arenas skoraði 29 stig fyrir Washington, sem hefur tapað þremur af fjórum leikjum sínum eftir að Antawn Jamison meiddist á dögunum.

Garnett með þrennu

Kevin Garnett fór á kostum þegar Minnesota burstaði Golden State 121-93 á heimavelli. Garnett skoraði 17 stig, hirti 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í leiknum, en Ricky Davis var stigahæstur heimamanna með 26 stig. Sarunas Jasikevicius skoraði 20 stig fyrir Golden State. Þess má geta að Kevin Garnett var aðeins tveimur stoðsendingum frá því að vera kominn með þrefalda tvennu strax í hálfleik í gær, en náði þrennunni þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum.

16. heimasigur Dallas í röð

Dallas vann sinn 16. heimasigur í röð þegar liðið lagði Memphis Grizzlies 113-97. Dallas virtist ætla að stinga af í leiknum eftir að hafa verið yfir 65-45 í háfleik, en þrjóskir leikmenn Memphis neituðu að gefast upp og náðu tvisvar góðum skorpum í síðari hálfleiknum. Dallas hélt þó alltaf velli undir forystu Dirk Nowitzki sem fór hamförum með 38 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 varin skot. Hann hitti m.a. úr 7 fyrstu skotum sínum í leiknum. Spánverjinn Pau Gasol var bestur í liði Memphis með 29 stig og Mike Miller bætti við 21 stigi. Memphis hefur tapað 21 af 24 leikjum sínum á útivelli í vetur.

Drama í Denver 

New Orleans vann dramatískan útisigur á Denver í framlengdum leik 114-112 þar sem Desmond Mason var hetja New Orleans og skoraði sigurkörfuna um leið og leiktíminn rann út í framlengingunni. Hann var auk þess stigahæstur í liði New Orleans með 23 stig. Carmelo Anthony skoraði 27 stig og hirti 9 fráköst í liði Denver og Allen Iverson skoraði 22 stig í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Mjög illa hefur gengið hjá Denver síðan Allen Iverson gekk í raðir liðsins fyrir nokkrum vikum, en það má eflaust skrifast að stórum hluta á meiðsli sem verið hafa í herbúðum Denver.

Miami færði Boston 16. tapið í röð með fyrirhafnarlitlum 91-79 sigri á útivelli. Dwyane Wade skoraði 30 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Miami en Ryan Gomes skoraði 15 stig fyrir lánlaust lið Boston, sem hefur ekki unnið leik síðan 5. janúar.

New Jersey lenti í enn einum taugaspennuleiknum en hafði loks sigur í einum slíkum þegar liðið lagði Atlanta 87-85 þar sem Vince Carter tryggði liðinu sigur í lokin. Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Josh Smith skoraði 20 fyrir Atlanta.

Philadelphia er komið upp úr neðsta sætinu í Austurdeildinni eftir fínan sigur á Charlotte í nótt 92-83. Andre Iquodala skoraði 27 stig fyrir Philadelphia en Gerald Wallace og Emeka Okafor voru báðir með 16 stig og 8 fráköst fyrir Charlotte.

www.visir.is


mbl.is NBA: Miami komið á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband