Sunnudagur, 4. maí 2008
Gasol er góður en bíddu við..
Pau Gasol er frábær körfuboltamaður en við skulum nú aðeins slaka á.
Blaðamaður talar um að Lakers hafi byrjað á svipuðu róli og undanfarin ár og verið á mörkunum að komast í úrslitakeppnina. Þetta er bara ekki rétt. Liðið hefur spilað virkilega vel frá fyrsta degi og munaði þar miklu um aukið framlag hins unga Andrew Bynum sem kom öllum á óvart með frábærum leik. Því miður fyrir Lakers meiddist hann og á sama tíma kom Gasol. Gasol er auðvitað betri og reyndari leikmaður en Bynum en árangur liðsins var samt mjög góður áður en hann kom. Það sem hefði verið virkilega áhugavert væri að sjá liðið með þá báða innanborðs.
Setningin "Lið hans, Memphis Grizzlies, lét hann þó ekki baráttulaust af hendi" á svo illa við að blaðamaður hefði varla getað orðað hana verr. Það er nákvæmlega það sem Memphis gerði, að láta hann baráttulaust af hendi. Chicago Bulls og fleiri lið höfðu boðið Memhpis þrjá frábæra leikmenn fyrir tímabilið en þeir neituðu ávallt. Það var svo í febrúar þar sem forráðamenn liðsins sáu að því var ekki viðbjargandi og einfaldlega gáfu Gasol frá sér til að lækka launakostnað.
Gasolía á eldinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Super JaMario
Hversu magnaður leikmaður er Ránfuglinn Jamario Moon. Gjörsamlega afskrifaður mætir hann svellkaldur í deildina og varpar skugga á alla þessa yngri nýliða. Fyrir utan kannski Kevin Durrant er þessi 27 ára gamli framherji klárlega heitasti nýliðinn í ár. Klassa varnarmaður - fráköst, stolnir bolta, varðir boltar - hann er með þetta allt saman. Sem bónus er hann svo að salla niður stigum í sókninni.
Eftir að hafa ekki verið valinn í NBA draftinu 2001 fór hann og spilaði minor league bolta í 6 ár með 10 liðum auk þess sem hann túraði einnig með Harlem Globetrotters. Í sumar gerði hann svo aðra tilraun við NBA þar sem hann spilaði með Toronto Raptors á æfingamóti. Þar hrifust menn af honum og sömdu við hann til tveggja ára. Á þessum tímapunkti virtist þó álíka líklegt að hann væri að fara að fá mínútur hjá Toronto og Donniell Harvey hjá Utah (sem fór í staðinn til Tyrklands og spilaði á móti KR).
En hann fékk sénsinn gegn Chicago Bulls í byrjun leiktíðar þar sem hann skilaði 12 stigum, 6 fráköstum, 3 stolnum boltum og 1 blokkuðum skotum á einhverjum 20 mínútum. Eftir það var ekki snúið og hefur hann fest sig í sessi í byrjunarliði Toronto liðsins og skilað virkilega góðum mínútum. Hann sýndi það svo núna 25. nóvember að kann greinilega sérstaklega vel við sig gegn Chicago þar sem hann skilaði enn betri tölum en í fyrsta leiknum: 15 stig, 9 fráköst, 6 blokkuð og 3 stolnir. Ágætis tölfræði hjá einum allra launalægsta leikmanni deildarinnar.
Hvet menn til að fylgjast vel með honum og sjá hvort hann haldi áfram að spila svona vel. Þá mun Durrant kannski fá challenge í Rookie of the Year kjörinu.
Jamario blokkaði Mike Dunleavy ansi smekklega í leik Toronto og Indiana.
Það er hægt að finna myndband af atvikinu á YouTube.
P.S. Ef einhver ætlar að benda á að Navarro sé líka á sínu fyrsta ári þá eru menn lengi búnir að bíða eftir að hann þori í NBA eftir að hafa verið draftaður fyrir nokkrum árum.
Íþróttir | Breytt 30.11.2007 kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 19. maí 2007
Le dunk de la mort
Frédéric Weis - 2.18 cm á hæð og 117 kg.
Var draftaður af New York Knicks árið 1999 en liðið ákvað að lokum að semja ekki við hann og því spilaði aldrei með þeim.
Árið 2000 lék hann hinsvegar með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney þar sem þeir mættu meðal annars liði Bandaríkjana.
Hér ætlar hann að fiska ruðning á Vince Carter - sem hefur aðrar hugmyndir.
..og muniði - tveir og átján á hæð !
Þetta kölluðu svo frönsku blöðin Le dunk de la mort sem ég held að útlistist einfaldlega sem Troðsla dauðans.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. maí 2007
NBA
Ben Gordon kláraði í 19 stigum eftir rólegan fyrri hálfleik og munar um hans framlag. Eins var Big Ben Wallace loksins líkur sjálfum sér og var hrikalega sterkur undir körfunni. Loul Deng og Krik Hinrich með topp leiki
Enginn leikmaður Detroit á eðliegri getu. Villuvandræði og basl.
Ben Gordon hefur líklega fengið sér tvær BG7 í þetta skiptið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. maí 2007
T-Mac 13 stig á 35 sek
Fer að henda inn meira af myndböndum og fleiri einföldum skemmtilegheitum.
Byrjum á Tracy. Klassískt en alltaf í lagi að rifja upp - gerist ekki betra.
Chicago - Detroit á Sýn Extra 19:30 í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Enn einn Detroit sigur
Ef það er ekki nóg að leiða með 16 stigum í hálfleik - á heimavelli.
Þetta Chicago lið á bara ekki breik í þessa seriu. Þeir ráða ekkert við Detroit varnarlega og hafa engar lausnir við svæðisvörn Detroit manna.
Aftur á móti eru Detroit að minna rækilega á sig sem meistarakandídata. Liðið virðist einungis hafa styrkst við að fá Webber þarna inn fyrir Wallace. Tölfræðin sýnir að varnarleikurinn gengur ekkert síður - ef ekki betur. Sóknarlega er svo Webber auðvitað meiri ógnun. Leikurinn í nótt var þó undantekning á því - lítið fór fyrir Webber en það virtist þó litlu breyta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Verstu troðslur í sögu troðslukeppninar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. maí 2007
Spenna í Utah
Baron Davis þurfti að klára víti til að þvinga Utah í erfitt 3ja-stigaskot en í staðinn nægði Deron Williams að setja tvist með 2.0 á klukkunni til að tryggja framlengingu. Svo kom þetta bíómynda-atriði með Fisher og allur pakkinn.
Golden State er að gera fína hluti sóknarlega en ef þeir ætla að eiga séns í þetta þá bara verða þeir að fara að taka fráköst.
Í kvöld er svo 3. leikur Chicago og Detroit. Must win leikur fyrir Chicago - annars geta þeir pakkað saman.
Þetta er eini leikurinn í kvöld en síðast þegar ég vissi var ekki komið á hreint hvort hann yrði sýndur á NBA TV.
Úr hvaða bíómynd var þetta aftur ?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Utah - Golden State
Þetta er á í kvöld - og það á skikkanlegum tíma í þetta skiptið.
Mikið finnst mér ánægjulegt að vera að fara að horfa á þennan leik en ekki Dallas - Houston.
Fyrsti leikurinn lofaði góðu og þetta verður vonandi bara áframhaldandi skemmtun.
Það mundi gera frábæra hluti fyrir þessa seríu vinni Golden State í kvöld og þó að Utah hafi alltaf verið second team hjá manni síðan í gamla daga þá er eitthvað við þetta Golden State lið alveg gríðarlega heillandi og mundi mér hreint ekki leiðast að sjá þá halda áfram í þessu móti.
En það á svosem líka við um Utah liðið.
Úff - þetta er allavega alvöru.
Leikurinn er sýndur á NBA TV kl. 1 í nótt og er eini leikurinn sem spilaður er í kvöld.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Auðvelt hjá Suns
Phoenix vann frekar þægilegan sigur á San Antonio í öðrum heimaleiknum og fara því með 1-1 stöðu í næstu tvo leiki - í Texas.
Phoenix sýndi í nótt að þeir geta vel spilað varnarleik og lokaði Shawn Marion algjörlega á Tony Parker sem fór hamförum í leik 1. Eins ákváðu þeir að tvöfalda ekki á Tim Duncan og sá Kurt Thomas um að slást við hann - Duncan skoraði að vísu 29 stig en þau dugðu skammt þar sem restin af liðinu var ekki að gera stóra hluti.
Steve Nash var mjög góður - skoraði 20 stig og gaf 16 stoðsendingar. Þess má geta að San Antonio liðið eins og það leggur sig gaf samtals 14 stoðsendingar.
Stoudemire skoraði 27 - megnið af þeim í seinni hálfleik og var sterkur í leiknum.
Kurt Thomas var að byrja sinn 8 leik fyrir Phoenix og hafa þeir aldrei tapað með hann í byrjunarliðinu.
Cleveland - New Jersey
Í Cleveland sá LeBron James um að klára New Jersey öðru sinni og hafa því unnið alla 6 leiki sína í úrslitakeppninni til þessa.
LeBron skoraði 36 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en auk hans lá munur liðana í fráköstunum. 49-32 Cleveland í vil og það sem meira er þá tóku Cleveland 19 sóknarfráköst og móti 3 sóknarfráköstum New Jersey liðsins.
Cleveland er það lið í deildinni sem skorar flest stig eftir sóknarfráköst og þegar bakverðirnir eru að taka flest fráköst eins og í New Jersey liðinu - þá er þetta gríðarlegt basl.
NBA: Phoenix jafnaði gegn San Antonio | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. maí 2007
Chicago burstaðir aftur
Setti í síðustu færslu nokkra nokkra punkta um hvað þyrfti að gerast hjá Chicago ef þeir ætluðu að eiga breik í leik 2.
- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú
- Deng og Gordon voru báðir undir 20 og ekki einu sinni nálægt því. Það var enginn leikmaður Bulls með yfir 20 stig.
- Gordon og PJ Brown lentu báðir í villuvandræðum snemma í leiknum - aftur
- 13 turnovers
- Tyrus Thomas var eini ljósi punktur Chicago liðsins í leiknum - en hans hlutverk er ekki að koma inná og skora
- Ben Wallace er ennþá meira í að spjalla við gömlu félagana en að gera það sem hann á að gera
- Nocioni var ekki með neinn air-ball en hann var hinsvegar með skelfilega skotnýtingu og fékk á sig dæmd skref 4 sinnum - í fyrri hálfleik
Chicago tók 30 fráköst í leiknum - Detroit 51
Chicago var með 20% 3ja stiga nýtingu - Detroit 52%
Eins illa og Chicago er að spila - er Detroit að spila hrikalega vel. Sóknarlega og varnarlega
Ef liðið fer ekki að hysja upp um sig þá þarf að ná í kústinn. Það er á hreinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 7. maí 2007
Pistons - Bulls
Detroit spilar í nótt á heimavelli í annað sinn gegn Chicago eftir auðvelt burst í síðasta leik.
Það gekk allt upp hjá þeim síðast - hvort sem það var í vörn eða sókn. Jafnvel hvort þeir voru með byrjunarliðið inná eða varamenn.
Chicago aftur á móti voru skelfilega slakir og þurfa að rífa sig upp í kvöld ætli þeir sér að sanna það fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir eigi séns í þessa seríu.
Það sem þarf að gerast frá síðasta leik bara til að vera amk með í kvöld er:
- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú
Chicago Bulls vonast líklega ekki til þess að geta aftur hvílt allt byrjunarliðið á plankanum allan 4. leikhluta.
Leikurinn er á NBA TV á miðnætti.
Jazz - Warriors
Utah hefur svo leik á heimavelli gegn Golden State sem mæta fullir sjálfstraust eftir að hafa kastað Dallas í sumarfrí.
Líkt og Dallas í fyrstu umferð hlýtur Utah liðið að teljast líklegra uppúr þessari seríu (eða hvað?) en þegar hann gengur upp hjá þeim Golden State mönnum - þessi hraði og óskipulagði sóknarleikur með Baron Davis fremstan í flokki getur allt gerst. Mikið hrikalega getur líka verið gaman að horfa á þá.
Davis lék sér að þeim Jason Terry og Devon Harris gegn Dallas en Derron Williams er sterkari varnarmaður og mun gera honum erfiðara fyrir. Eins getur Kirilenko spilað þétta vörn á hann.
Golden State gætu lent í miklum vandræðum með Boozer og eins Okur - sérstaklega ef þeir spila svæðisvörn þar sem hann fær pláss.
Eins og fyrr segir þá er það sóknarleikurinn sem þeir spiluðu gegn Dallas sem getur gert gæfumuninn fyrir Golden State. Þeir þurfa að fá Davis, Richardson og Jackson alla í gang og ef þeir fá Utah útúr skipulaginu sínu þá er allt hægt.
Þeir trúðu að þetta væri hægt gegn Dallas - og trúa vonandi enn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. maí 2007
Spurs tekur forystuna
111 - 106 fyrir San Antonio.
Spenna fram á síðustu sek.
Svakalegur árekstur og skurður á Nash
Ódýr tæknivilla á Barbosa - en um leið rándýr
Parker og Duncan sjóðandi. Parker með 32 stig og 8 stoð. Duncan 33 stig og 16 fráköst.
Nash 31 stig og 8 stoð. Stoudemire 20 stig og 18 fráköst.
Til hvers er James Jones alltaf í byrjunarliðinu ef þeir ætla hvort sem er aldrei að láta hann spila meira en lélegan varamann ? (9 mín, 0 stig, 0 fráköst, 0 stoð)
Látum svo fylgja þrjár af Nash - Myndarlegur drengurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. maí 2007
16 orð ?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 6. maí 2007
Einz - Null
81
77
Jafn og spennandi leikur. Cleveland tók þetta á síðustu metrunum.
LeBron með sigurkörfuna þegar það voru 19 sek eftir - blokkaði svo
skot frá Nachbar í næstu sókn.
Phoenix - San Antonio í gangi núna. Það er málið.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)