Mánudagur, 7. maí 2007
Spurs tekur forystuna
111 - 106 fyrir San Antonio.
Spenna fram á síðustu sek.
Svakalegur árekstur og skurður á Nash
Ódýr tæknivilla á Barbosa - en um leið rándýr
Parker og Duncan sjóðandi. Parker með 32 stig og 8 stoð. Duncan 33 stig og 16 fráköst.
Nash 31 stig og 8 stoð. Stoudemire 20 stig og 18 fráköst.
Til hvers er James Jones alltaf í byrjunarliðinu ef þeir ætla hvort sem er aldrei að láta hann spila meira en lélegan varamann ? (9 mín, 0 stig, 0 fráköst, 0 stoð)
Látum svo fylgja þrjár af Nash - Myndarlegur drengurinn
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, NBA | Breytt s.d. kl. 01:38 | Facebook
Athugasemdir
Hvað var ódýrt við þessa tæknivillu á Barbosa?
Rögnvaldur Hreiðarsson, 7.5.2007 kl. 11:26
Þetta var skrifað í flýti - ódýr líklega ekki rétta orðið.
Meinti semsagt ekki að dómurinn hafi verið rangur heldur að villan hafi verið afar klaufaleg og heimskuleg.
Pheonix voru einu stigi undir og 26 sek eftir af klukkunni. San Antonio tekur leikhlé og áður en þeir koma boltanum í leik brýtur Barbosa á Ginobili - sendir Finley á vítalínuna og Spurs halda boltanum.
Meiningin var alls ekki að setja útá kollega þína Rögnvaldur - og þeirra ákvarðanir. Bara eins og fyrr sagði.. illa orðað hjá mér :)
Íþróttir á blog.is, 7.5.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.