4ja stiga karfa frá miðju

Nú er ég ekki vel að mér í Minor League deildum í Bandaríkjunum - Viðurkenni fúslega vanþekkingu mína á þeim málum.

Rakst þó á myndband úr leik í ABA deildinni (sem á þó ekkert skylt við gömlu ABA deildina).
Þar er annað liðið undir 128-124 og 10 sek. eftir.  Liðið sem er undir er með boltann og hlaupa að miðlínunni og skjóta þaðan - og hitta. Fór ég að velta fyrir mér hvað þeir væru að pæla að fara ekki nær en sé svo á stigatöflunni að staðan er þá orðinn 128-128.

Var því að velta fyrir mér: Hvar er 4ja stiga línan ?.. og hvað er að gerist fyrir þessa annars ágætu íþrótt ?

Hér er svo umrætt myndband:




Svo pakkaði Detroit Chicago gjörsamlega saman áðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Svo er auðvitað annað mál að hitt liðið setur svo buzzer fjögurra-stiga-körfu frá miðju beint á eftir.

Íþróttir á blog.is, 6.5.2007 kl. 03:00

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hvað sem stigatalningunni líður - þetta er alveg magnaður andskoti, svona tvisvar í röð!

Hlynur Þór Magnússon, 6.5.2007 kl. 03:17

3 identicon

Þetta er bara klippt svona, fyrra liðið (lið A) sem neglir frá miðju hittir, hitt (B)tekur innkast.. það er brotið á þeim, þeir fara í vítaskot. B brýtur síðan sennilega á A eftir að hafa klúðrað báðum vítaskotum sínum, A hitta síðan úr seinna vítinu (128-128). Svo negla B einum frá miðju.

Pétur Ármannsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Af hverju í ósköpunum skaut þá Lið A frá miðju þegar það voru 10 sek eftir.. ? - Það hefði bara tekið 2 sek að fara að 3 stiga línunni.

Íþróttir á blog.is, 6.5.2007 kl. 15:54

5 identicon

Djöfull voru Chicago menn drullu stressaðir eitthvað í gærkvöldi. Það er víst að þetta verður mjög erfið rimma fyrir þá. 

Brynjar (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:00

6 identicon

Men eftir þessu
http://kfi.is/phpBB2/viewtopic.php?t=25 Hér er gamall þráður úr KFÍ spjallinu þar sem menn voru að ræða þetta.
Skvt þessu eru til 4ja stiga körfur í þessari deild en það væri gaman að sjá heimildir.

Kristján (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:22

7 Smámynd: Róbert Björnsson

Samkvæmt reglum ABA deildarinnar ( http://www.abalive.com/rules/ ) bætist við auka-stig ef sóknarliðið er ekki komið fram fyrir miðlínu.  Sjá "3-D Rule".  Sömuleiðis bætist við stig ef boltinn hefur farið útaf af varnarmanni og verður 2ja stiga karfa þá 3ja stiga og sömuleiðis bætist við eitt vítaskot ef brotið er á leikmanni á meðan "3-D ljósið" er á.  

3-D RULE

  • The 3-D Rule light is On when...
    • The offensive team loses possession of the ball while the ball has backcourt status
    • The ball goes out-of-bounds after touching the frontcourt (or a player or official in the Frontcourt)
    • If the offensive team does not establish ball control in the frontcourt, the 3D Light will remain in effect.
  • When the 3-D Rule is on, an additional point is added to the point value of the field goal. (i.e. two point (2pt) baskets count as three, three point (3pt) baskets count as four)
  • 3-D Rule remains on until the team scores, attempts a free throw for a personal foul; or the other team gains control of the ball.
  • When the defense commits a foul with in 3D, the number of free throw will be increased by one.
  • When the defensive team receives a technical foul in 3D, this 3D light remain on following the technical foul.

Róbert Björnsson, 6.5.2007 kl. 19:16

8 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Hvaða vitleysa er þetta... er körfuboltinn ekki bara ágætur eins og hann er?

Þakka þér kærlega fyrir að leiða okkur að sannleikanum í þessu máli Róbert.

Samt hrikalega öflug og úthugsuð samsæriskenning hér að ofan. Ánægður með svona :)

Íþróttir á blog.is, 6.5.2007 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband