Sunnudagur, 6. maí 2007
4ja stiga karfa frá miðju
Nú er ég ekki vel að mér í Minor League deildum í Bandaríkjunum - Viðurkenni fúslega vanþekkingu mína á þeim málum.
Rakst þó á myndband úr leik í ABA deildinni (sem á þó ekkert skylt við gömlu ABA deildina).
Þar er annað liðið undir 128-124 og 10 sek. eftir. Liðið sem er undir er með boltann og hlaupa að miðlínunni og skjóta þaðan - og hitta. Fór ég að velta fyrir mér hvað þeir væru að pæla að fara ekki nær en sé svo á stigatöflunni að staðan er þá orðinn 128-128.
Var því að velta fyrir mér: Hvar er 4ja stiga línan ?.. og hvað er að gerist fyrir þessa annars ágætu íþrótt ?
Hér er svo umrætt myndband:
Svo pakkaði Detroit Chicago gjörsamlega saman áðan.
Rakst þó á myndband úr leik í ABA deildinni (sem á þó ekkert skylt við gömlu ABA deildina).
Þar er annað liðið undir 128-124 og 10 sek. eftir. Liðið sem er undir er með boltann og hlaupa að miðlínunni og skjóta þaðan - og hitta. Fór ég að velta fyrir mér hvað þeir væru að pæla að fara ekki nær en sé svo á stigatöflunni að staðan er þá orðinn 128-128.
Var því að velta fyrir mér: Hvar er 4ja stiga línan ?.. og hvað er að gerist fyrir þessa annars ágætu íþrótt ?
Hér er svo umrætt myndband:
Svo pakkaði Detroit Chicago gjörsamlega saman áðan.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, Ferðalög, NBA | Facebook
Athugasemdir
Svo er auðvitað annað mál að hitt liðið setur svo buzzer fjögurra-stiga-körfu frá miðju beint á eftir.
Íþróttir á blog.is, 6.5.2007 kl. 03:00
Hvað sem stigatalningunni líður - þetta er alveg magnaður andskoti, svona tvisvar í röð!
Hlynur Þór Magnússon, 6.5.2007 kl. 03:17
Þetta er bara klippt svona, fyrra liðið (lið A) sem neglir frá miðju hittir, hitt (B)tekur innkast.. það er brotið á þeim, þeir fara í vítaskot. B brýtur síðan sennilega á A eftir að hafa klúðrað báðum vítaskotum sínum, A hitta síðan úr seinna vítinu (128-128). Svo negla B einum frá miðju.
Pétur Ármannsson (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 15:14
Af hverju í ósköpunum skaut þá Lið A frá miðju þegar það voru 10 sek eftir.. ? - Það hefði bara tekið 2 sek að fara að 3 stiga línunni.
Íþróttir á blog.is, 6.5.2007 kl. 15:54
Djöfull voru Chicago menn drullu stressaðir eitthvað í gærkvöldi. Það er víst að þetta verður mjög erfið rimma fyrir þá.
Brynjar (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 16:00
Men eftir þessu
http://kfi.is/phpBB2/viewtopic.php?t=25 Hér er gamall þráður úr KFÍ spjallinu þar sem menn voru að ræða þetta.
Skvt þessu eru til 4ja stiga körfur í þessari deild en það væri gaman að sjá heimildir.
Kristján (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 18:22
Samkvæmt reglum ABA deildarinnar ( http://www.abalive.com/rules/ ) bætist við auka-stig ef sóknarliðið er ekki komið fram fyrir miðlínu. Sjá "3-D Rule". Sömuleiðis bætist við stig ef boltinn hefur farið útaf af varnarmanni og verður 2ja stiga karfa þá 3ja stiga og sömuleiðis bætist við eitt vítaskot ef brotið er á leikmanni á meðan "3-D ljósið" er á.
3-D RULE
Róbert Björnsson, 6.5.2007 kl. 19:16
Hvaða vitleysa er þetta... er körfuboltinn ekki bara ágætur eins og hann er?
Þakka þér kærlega fyrir að leiða okkur að sannleikanum í þessu máli Róbert.
Samt hrikalega öflug og úthugsuð samsæriskenning hér að ofan. Ánægður með svona :)
Íþróttir á blog.is, 6.5.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.