Enn af Miðjumönnum KR-inga

Eins og áður var greint frá á þessu bloggi þá fóru stuðningsmenn KR-inga í körfunni gjörsamlega á kostum í úrslitakeppninni.

Í fjórða og síðasta úrslitaleiknum gegn Njarðvík byrjuðu menn hvatningarsöngva kl. 18 - tveimur tímum fyrir leik.  Þessi stuðningur hélst út leikinn og fram á nótt.
Þessu var greint frá hér.
Menn héldu af skemmtistaðnum Óliver um 2 leytið og var þá stefnan tekin á Vínbarinn.  Var það stór og mikil fylking KR-inga sem rölti niður Laugarveginn með Íslandsbikarinn í annari og blys í hinni.

Hin frábæra síða körfunnar í KR kr.is/karfa birti í dag myndband sem tekið var upp í þessari blysför og lýsir ágætlega stemningunni hjá Miðjumönnum - eins og stuðningsmenn liðsins kalla sig.
Það var Ragnar Jóhannsson sem tók upp myndbandið sem og annað myndband sem lýsir ágætlega stemningunni á Óliver og fær það að fylgja með.

Myndgæðin eru ekkert sérstök en hljóðið skilar sér ágætlega og það er það sem skiptir máli.

Blysförin



Skemmtilegt að sjá laganna vörð, Baldur Ólafsson fara þarna á kostum.


Óliver



Sagan segir að stemningin hafi verið svona frá því að leikur kláraðist og laaangt fram á nótt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband