Chicago @ Miami á Sýn Extra

Miami-Heat-Team-Logo---Photofile-Photograph-C10109130AABP029~Chicago-Bulls-Team-Logo-Photofile-PostersNú kl. 5 verður fjórði leikur Chicago Bulls og Miami Heat sýndur beint á Sýn Extra.
Núverandi meistarar í Miami er komnir með bakið rækileg uppvið vegg og vinni þeir ekki í kvöld er þátttöku þeirra í úrslitakeppninni lokið í ár.

Chicago liðið vann fyrstu tvo leikina á heimavelli nokkuð sannfærandi en þurfti að hafa meira fyrir sigrinum í Miami á föstudaginn. Þrátt fyrir að ekkert lið hafi komið til baka eftir og unnið seriu eftir að hafa verið 3-0 undir er alveg ljóst að með sigri í kvöld geta meistararnir opnað þetta uppá gátt.

Chicago liðið er á góðum degi gríðarlega skemmtilegt.  Þeir spila afar hraðan sóknarleik og hafa í liði sínu margar frábærar skyttur.  Ekki síst "Englendingana" Luol Deng og Ben Gordon. 
Á hinum enda vallarins spila þeir svo mjög aggresívan og góðan varnarleik með Ben Wallace fremstan í flokki.

Innan sinna raða hafa Miami svo einn besti miðherja sögunnar og Dwayne Wade er auðvitað stórkostlegur leikmaður sem alltaf er gaman á að horfa.  Það er alveg ljós að hann hefur lítinn áhuga á að fara í sumarfrí í apríl og hefur losað sig við hlífina sem hann hefur þurft að spila með vegna axlarmeiðsla.

Hvet ég alla sem eiga möguleika á að stilla á Sýn Extra kl. 5 að gera svo.

Síðar í dag mætast svo Lakers - Phoenix, Golden State - Dallas og loks er leikur New Jersey og Toronto sýndur beint á NBA TV kl. 23:30.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.Ólafsson

Þetta verður alveg rosalegur leikur.  Held samt að þetta sé búið hjá Miami. Væri það kannski ekki ef þeir hefðu heimavallarréttindinn

E.Ólafsson, 29.4.2007 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband