Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Hver ?
Hver er maðurinn?
Spilar í of litlum skóm til að fæturnir á honum virðist ekki of stórir
Er góður vinur rapparans The Game
Borðaði 12 hamborgara á leið í útileik á móti Toronto
Svarist í athugasemdum
Björn Vilhjálmsson var fljótur að svara og er þetta auðvitað Washington leikmaðurinn og snillingurinn Gilbert Arenas.
Læt svo fylgja með nokkrar fleiri skemmtilegar staðreyndir:
- Keyrir alltaf á sömu akgrein á leið í leiki
- Leggur bílnum á sama stað
- Hlustar á sömu tónlist í sömu röð fyrir leiki
- Tekur skot frá miðju áður en hann er tilbúinn í leiki
- Notar sama boltann alla upphitunina
- Skiptir um skó eftir 1. leikhluta ef honum gengur illa
- Fór í sturtu í búningnum og skónum í hálfleik á móti San Antonio af því að hann var ósáttur við leik sinn. Skoraði 24 stig í seinni hálfleik
- Situr við skápinn sinn og spilar póker í tölvu í hálfleikshléum
- Æfði sig í að sofa í sófanum af því hann vill ekki að konur snerti hann þegar hann er sofandi
- Eyðir mestum frítíma sínum í að spila Halo leikinn í Xbox
- Flippaði pening 10 sinnum uppá hvort hann ætti að fara í Washington eða Clippers. Þegar Clippers kom upp í 8. skiptið sagði hann að vissi þá að hann þyrfti að fara against the odds
Að lokum verður svo að koma myndband af því þegar hann setti 3ja stiga buzzer sem tryggði þeim sigur á Utah um daginn. Einstaklega skemmtilegt hvernig hann snýr sér við og byrjar að fagna áður en boltinn fer ofan í körfuna.
http://www.youtube.com/watch?v=upjWBobZlns
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 28.1.2007 kl. 02:34 | Facebook
Athugasemdir
Þú varst ekki lengi að þessu.. gerði mér enga grein fyrir hvort þetta væri erfitt eða ekki :)
En já það ku vera hinn snarbilaði Gilbert Arenas
Íþróttir á blog.is, 25.1.2007 kl. 22:52
Jú hann hótaði því. Vince Carter var líka rúmlega 200.000 atkvæðum á undan honum þegar það voru 2 vikur eftir af kosningunni :)
En já hann hefur gaman að því að sýna fólki hvað hann er góður eftir að menn höfðu ekki mikla trú á honum í byrjun
Svo var það á HM í sumar þegar Mike D'Antoni (Pheonix) Nate McMillan (Portland), þjálfarar bandaríska liðsins völdu hann ekki í lokahópinn af því að hann var meddur. Þá varð hann brjálaður og reynir núna að eigin sögn meira á sig á móti Pheonix og Portland en í öðrum leikjum.
Íþróttir á blog.is, 26.1.2007 kl. 10:56
Nú spyr ég bara í fáfræði. Hefurðu heimildir fyrir því að hann sé kallaður Agent Zero útaf þessu með playing time? Er það ekki bara útaf því að hann er númer 0? Er hann kannski nr. 0 til þess að leggja áherlsu á þetta?
Ingvar Þór Jóhannesson, 26.1.2007 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.