Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Laddi á FM
Aðstandendur Hlustendaverðlauna FM 957 voru áberandi í fjölmiðlum vikuna fyrir hátíðina við að svara fyrir hvernig á því stæði að flestar tilnefningar fyrir lag og plötu ársins 2006 væri frá árinu áður, 2005.
Dagskrárgerðarstjóri þeirra FM manna skýrði þetta m.a. annars svona á heimasíðu sinni:
"Eitthvað hefur borið á því að tónlistaráhugamenn þjóðarinnar séu að skrifa um Hlustendaverðlaun FM957, sem er gott, en mættu kannski hafa meiri upplýsingar um hátíðina sjálfa. Það sem er aðallega verið að skrifa um er varðandi að plötur sem komu út á árinu 2005, og að það þyki í meira lagi skrítið að lög af þeirri plötu séu tilnefnd fyrir árið 2006. Ég get upplýst menn og konur þjóðarinnar um það að það eru engin geimvísindi á bakvið þetta. Þetta snýst bara um smáskífuröð og hvenær lögin voru í spilun á FM957, og hefur ekkert með neitt annað að gera..."
Jæja allt í lagi, ég er ekki að kaupa þessi rök en segjum svo að ég sættist á þetta í smástund.
Þá kom trompið. Hver ætli hafi hlotið heiðursverðlaun FM 957 ?
Jónsi, Friðrik Ómar eða Silvía Nótt ?? Heyrðu nei hver annar en LADDI hlaut verðlaunin.
Aldrei hef ég vitað til þess að Laddi hafi nokkurn tímann verið spilaður á FM eða komið að stöðinni á nokkurn annan hátt.
Mér er ljóst að það er búið að ræða þetta mikið en ég var bara að reka augun núna í þessi blessuðu heiðursverðlaun sem fullkomnuðu hversu mikil peninga- og tímasóun þessi hátið er.
Jeff Who? kom, sá og sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.