Fimmtudagur, 3. maí 2007
Deng vinnur Joe Dumars verðlaunin
Luol Deng, leikmanni Chicago Bulls var í dag afhent viðurkenning NBA deildarinnar í ár fyrir heiðarleika og drenglyndi á velli. Verðlaunin eru nefnd eftir fyrsta handhafa þeirra gömlu Pistons kempunni Joe Dumars. Þau eru ár hvert veitt þeim leikmanni sem þykir sýna af sér mestan heiðarleika á velli.
Kosningin fer þannig fram að hvert lið deildarinnar tilnefnir einn leikmann úr sínu liði og það eru svo leikmenn deildarinnar sem kjósa.
Deng var sem fyrr segir efstur fékk 2027 stig, en næstur kom Shane Battier með 2005 stig.
Deng sem þykir einhver efnilegasti mid-range shooter sem sést hefur í lengri tíma hefur átt frábært tímabil fyrir Chicago liðið og var einnig ofarlega í kjörinu um varnarmann ársins og í kosningunni um mestu framfarir.
Athygli vekur að þetta er þriðja árið í röð sem leikmaður úr Duke háskólanum í Norður-Karólínu fær þessi verðlaun en Elton Brand vann þau í fyrra og Grant Hill árið þar á undan ljóst að margir mættu taka uppeldisstefnuna þar til fyrirmyndar.
John Paxson, framkvæmdarstjóri Chicago Bulls sagði í viðtali af þessu tilefni að Deng væri ýmind alls þess sem hann vildi sjá í fóki - bæði sem körfuboltamanni og einstakling. "Deng er ein ástæða þess hversu langt við höfum náð í ár. Ég er virkilega stoltur af honum. Mér þykir gríðarlega mikið til hans koma og hef mikið álit á honum." sagði Paxson að lokum.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 3. maí 2007
4-1 x 2
Michael Finley skoraði 8 þriggja stiga körfur úr 9 tilraunum fyrir San Antonio og var þar með aðeins einu skoti frá því að jafna met þeirra Latrell Sprewell og Ben Gordon - 9 þristar úr 9 tilraunum.

Suns Takk !
![]() |
NBA: San Antonio og Phoenix áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 6.5.2007 kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)