Þriðjudagur, 1. maí 2007
Traveling King
Hingað til hef ég ekki gert tilraun til að setja inn myndbönd á síðuna en eftir leiðbeiningar frá hinum mjög svo ágæta bloggara Eiríki Ólafssyni þá ætla ég hér að reyna fyrir mér með YouTube video.
Í tilefni þess að Cleveland sló út Washington í gær fannst mér við hæfi að henda inn myndbandi af sigurkörfu LeBron James gegn Washington í úrslitakeppninni í fyrra.
Mörgum þótti þessi karfa vægast sagt vafasöm en því má ekki gleyma að LeBron er leyfilegt að taka fleiri skref en aðrir leikmenn deildarinnar.
Til vinstri má sjá þessa sigurkörfu úr leiknum í fyrra en hægra megin hefur umdeilda atvikið verið klippt út og búið til skemmtilegt atriði úr því.
Í tilefni þess að Cleveland sló út Washington í gær fannst mér við hæfi að henda inn myndbandi af sigurkörfu LeBron James gegn Washington í úrslitakeppninni í fyrra.
Mörgum þótti þessi karfa vægast sagt vafasöm en því má ekki gleyma að LeBron er leyfilegt að taka fleiri skref en aðrir leikmenn deildarinnar.
Til vinstri má sjá þessa sigurkörfu úr leiknum í fyrra en hægra megin hefur umdeilda atvikið verið klippt út og búið til skemmtilegt atriði úr því.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Washington í sumarfrí
Svo virðist vera sem Þórhallur ætli bara að vera nokkur sannspár, amk í fyrri leikjum næturinnar.
Washington datt út úr keppninni með tapi í leik þar sem Jamison skoraði 31 stig en það vantaði þó aðeins uppá stoðsendingarnar.
Svo voru Houston að komast í 3-2 gegn Utah en þar réðust úrslitin á síðustu mínútunni. Derek Fisher gat jafnað leikinn með innan við mínútu eftir á klukkunni en fékk á sig dæmdan mjög svo klaufalegan ruðning. Utah menn sendu svo hinn smáa en þó knáa Yao Ming á vítalínuna en hann hitti örugglega úr báðum skotum sínum og tryggði Houston 96-92 sigur.
Nú er svo að hefjast leikur San Antonio og Denver þar sem San Antonio mun fara með sigur fari allt eftir bókinni.
Washington datt út úr keppninni með tapi í leik þar sem Jamison skoraði 31 stig en það vantaði þó aðeins uppá stoðsendingarnar.
Svo voru Houston að komast í 3-2 gegn Utah en þar réðust úrslitin á síðustu mínútunni. Derek Fisher gat jafnað leikinn með innan við mínútu eftir á klukkunni en fékk á sig dæmdan mjög svo klaufalegan ruðning. Utah menn sendu svo hinn smáa en þó knáa Yao Ming á vítalínuna en hann hitti örugglega úr báðum skotum sínum og tryggði Houston 96-92 sigur.
Nú er svo að hefjast leikur San Antonio og Denver þar sem San Antonio mun fara með sigur fari allt eftir bókinni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 1. maí 2007
Michael Jordan
Ef einhver var að pæla í því...
...þá já. Hann er ennþá alveg með það
http://nba.aolsportsblog.com/2007/04/23/jordan-settles-for-fully-clothed-tail/
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)