Þriðjudagur, 17. apríl 2007
Miðjan
Umfjöllun um leiki KR og Njarðvíkur verður að sjálfsögðu ekki endanlega hætt fyrr en þætti stuðningsmanna KR verður minnst. Fyrir þá sem urðu svo óheppnir að sjá ekki leikina í rimmunni verður stemningunni ekki líst. Þetta er hreint út sagt það magnaðasta sem sést hefur.
Heitustu stuðningsmenn KR voru mættir í höllina kl. 18 og fóru þaðan rétt fyrir 23.
Þá lá leiðin beint niður í miðbæ Reykjavíkur þar sem stuðningsmenn, leikmenn, þjálfarar og stjórnarmenn KR troðfylltu skemmtistaðinn Olíver þar sem var sungið, dansað og trallað stanslaust til að verða kl. 2 eftir miðnætti. Að lokum var farin skrúðganga niður Laugarveginn sem innihélt allan pakkann; Nokkri tugi syngjandi stuðningsmanna, Íslandsmeistarabikarinn og svo voru að sjálfsögðu tendruð blys. Allra heitustu stuðningsmennirnir héldu svo fögnuði áfram eitthvað fram á morgun og varð þar með sigurhátíð Vesturbæinga allt að 12 tímar!
Í dag tekur svo við að horfa á leikinn endursýndan á Sýn, halda áfram að fagna og vera stoltur af því að vera KR-ingur.
Svo er sumarið handan við hornið og í fótboltanum bíður önnur dolla sem bíður þess að komast heim í KR heimilið.
Íþróttir | Breytt 18.4.2007 kl. 01:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
KR Íslandsmeistarar 2007 !
Fannari fannst alveg hundleiðinlegt að rífa dolluna á loft !
Knattspyrnufélag Reykjavíkur varð í gær í 10. sinn Íslandsmeistarar í körfubolta, karlaflokki. Liðið sigraði Njarðvíkinga 3-1 í seriu sem er sú rosalegasta í manna minnum. Eftir að hafa lent undir 1-0 komu KR ingar sterkir til baka og unnu 3 leiki í röð og tryggðu sér titilinn. Sama leið og liðið fór gegn Grindavík árið 2000, síðast þegar þeir urðu meistarar.
Segja má að sigurinn hafi verið sigur liðsheildarinnar. KR-ingar spiluðu á miklu fleiri leikmönnum en Njarðvíkingar og skiptir það sköpum þegar slík spenna er alltaf í lok leikjanna. Njarðvíkingar lentu í því í öllum leikjunum að lykilmenn voru orðnir þreyttir eða í villuvandræðum og þá lentu þeir alltaf í vandræðum. Brenton 35 ára er ekki í sama standi og oft áður og Jeb Ivey átti það til að taka fáránleg skot í lok leikjanna.
Á meðan héldu KR-ingar ró sinni, róteruðu vel í liði sínu og sáu til þess að það væru þeir sem væru yfir þegar leikjunum lauk. Það er jú víst það sem skiptir máli.
Annars bíða nú ótal margar greinar um leikinn í hinum ýmsu fjölmiðlum lestrar svo að punkturinn verður settur hér.
ÁFRAM KR
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)