Chicago burstaðir aftur

Setti í síðustu færslu nokkra nokkra punkta um hvað þyrfti að gerast hjá Chicago ef þeir ætluðu að eiga breik í leik 2.

- að fá 20+ stig frá Deng og Gordon - hvorum
- halda sig frá villuvandræðum
- halda turnovers í undir 10 boltum
- miklu stærra framlag frá bekknum
- gera Ben Wallace grein fyrir því að hann er ekki lengur í Pistons
- svo væri ekki verra ef Nocioni mundi fækka air-ball skotum um tvö-þrjú

- Deng og Gordon voru báðir undir 20 og ekki einu sinni nálægt því. Það var enginn leikmaður Bulls  með yfir 20 stig.
- Gordon og PJ Brown lentu báðir í villuvandræðum snemma í leiknum - aftur
- 13 turnovers
- Tyrus Thomas var eini ljósi punktur Chicago liðsins í leiknum - en hans hlutverk er ekki að koma inná og skora
- Ben Wallace er ennþá meira í að spjalla við gömlu félagana en að gera það sem hann á að gera
- Nocioni var ekki með neinn air-ball en hann var hinsvegar með skelfilega skotnýtingu og fékk á sig dæmd skref 4 sinnum - í fyrri hálfleik

Chicago tók 30 fráköst í leiknum - Detroit 51
Chicago var með 20% 3ja stiga nýtingu - Detroit 52%

Eins illa og Chicago er að spila - er Detroit að spila hrikalega vel. Sóknarlega og varnarlega

Ef liðið fer ekki að hysja upp um sig þá þarf að ná í kústinn. Það er á hreinu.


bulls_070508


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er að gerast með Bulls strákana mína. Þeir lýta út eins og hauslausir kjúklingar þarna :(

Eins gott að þeir drullist til að mæta í leikinn á fimmtudag.

Brynjar (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 18:26

2 identicon

Ég held að aðalfréttin úr seríunni er hve Pistons hafa verið sannfærandi í sókn og vörn. Með Webber í stað Ben Wallace eru þeir með mun meira flæði og stöðugleika í sókninni, en vörnin kannski aðeins slakari. Bulls eru bara númeri of litlir fyrir Pistons. Ég trúi því samt ekki að serían fari 4-0, Bulls á eftir að taka sig á í Chicago, en þá verða þeir að fara að skjóta eins og menn. Menn eins og Gordon, Nocioni, Hinrich og Deng hafa verið að skjóta eins blindar kellingar, og það segir ýmislegt þegar Ben Wallace og Tyrus Thomas eru orðnir aðalsóknarmenn liðsins.

Annars skít með auma austrið, villta vestrið er þar sem gamanið og spennan er. 

Jói (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband