Smush Parker ekki áfram hjá Lakers

act_smush_parker

Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers tilkynnti í gær að leikstjórnandi liðsins, Smush Parker yrði ekki hjá liðinu á næstu leiktíð.  Parker verður samningslaus í sumar og þarf þá að finna sér nýtt félag.

Parker sem var að ljúka sínu öðru ári hjá Lakers hafði fyrir úrslitakeppnina í ár byrjað inná í 167 leikjum af 169 fyrir liðið en það var svo nýliðinn Jordan Farmar sem tók stöðu hans í úrslitakeppninni.

“Smush er leikmaður sem við munum ekki leitast eftir að komi og spili með okkur áfram” sagði Jackson við fjölmiðla í gær.

Parker gaf svo í skyn við sama tækifæri að hann væri ekki ósáttur að losna frá félaginu en hann var næst launalægsti leikmaður þess þrátt fyrir nokkura ára reynslu í deildinni en hann hefur áður leikið með Cleveland, Phoenix og Detroit.

Líklegt er talið að Lakers reyni að næla sér í nýjan leikstjórnanda í sumar. Farmar er efnilegur en langt frá því að vera tilbúinn í að vera lykilmaður í Lakers liðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.Ólafsson

Smush Parker er búinn að haga sér eins og vitleysingur allt þetta tímabil.  Hann byrjaði tímabilið í fýlu því hann fékk ekki nýjan samning síðasta sumar.  Þetta hafði áhrif á allt tímabilið hans. Í stað þess að sanna það fyrir Lakers að hann væri leikmaður sem þeir gætu ekki verið án, hefur hann spilað illa og sífellt verið að gagnrýna allt og alla.  Gekk allt of langt með því að gagnrýna Phil Jackson til að mynda.  Það gera ekki betri leikmenn en þetta.  Bless Bless segi ég.  Við Lakers menn verðum að fá betri leikmenn í sumar

E.Ólafsson, 5.5.2007 kl. 15:46

2 identicon

Illa upp alinn drengur. Hvað þarftu að vera hrokafullur ef þú launar níföldum meistaraþjálfara það að setja þig í byrjunarlið LA Lakers með því að rífa kjaft. Farið hefur fé betra.

BB (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Hann er náttúrulega algjör bjáni. Kemur inní þetta lið gjörsamlega óþekktur og Phil Jackson var líklega eini maðurinn í heiminum sem hafði trú á honum (þó að hann hafi reyndar eflaust meira hent honum þarna inní algjöru hallæri - Aaron McKey og Sasha Vujacic voru ekki mikið gáfulegri kandídatar)

En þó að hann hafi svo staðið sig betur en flestir höfðu þorað að vona þá er hann á hann ekki að vera byrjunarmaður í NBA liði sem ætlar að láta taka sig alvarlega.

Íþróttir á blog.is, 5.5.2007 kl. 17:47

4 identicon

Det - Suns í úrslistum, Det vinnur 4 - 3. Vona samt að Houston vinni. (Passar kannski ekki við þessa færslu en það hefði enginn lesið þetta ef ég hefði skrifað þetta við eldri færslu.)

Jón (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Já blessaður vertu. Um að gera að hafa þetta sýnilegt.
Er samt ekki sammála þér. Held að Spurs fari í úrslitin. Reyndar HELD ég líka að Detroit fari þangað - en vona ekki. Vil ekki sjá Houston mikið lengra.

Annars góð lýsing á Golden State - Dallas í beint á ská útsendingunni á SÝN í gær...!

Íþróttir á blog.is, 5.5.2007 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband