Færsluflokkur: Sjónvarp

4-1 x 2

San Antonio og Phoenix unnu skyldusigra á heimavelli og tryggðu sig áfram í næstu umferð.  Liðin munu einmitt leika gegn hvoru öðru í 2. umferð en það verður þá annað árið í röð sem San Antonio fær mjög erfitt verkefni í 2. umferð - Þeir töpuðu gegn Dallas í 7 leikjum í fyrra.

Michael Finley skoraði 8 þriggja stiga körfur úr 9 tilraunum fyrir San Antonio og var þar með aðeins einu skoti frá því að jafna met þeirra Latrell Sprewell og Ben Gordon - 9 þristar úr 9 tilraunum.


untitled  



 Suns Takk ! 
mbl.is NBA: San Antonio og Phoenix áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

White Men Can´t Jump

....Ekki einu sinni af trampólíni !!

Þessi fékk sínar 15 mínútur af frægð.. jaa eða sekúndur.. í hálfleik hjá Dallas - Golden State í gær.
Frekar fyndið hvað hann er fáránlega reddí að dunka þessu rétt áður en hann fer svo aftur-á-bak!



3-2 .. 3-2

New Jersey Nets tapaði á útivelli gegn Toronto þrátt fyrir að hafa unnið síðustu 3 leikhlutana - alla nokkuð örugglega.
En þegar þú ert 33-13 undir eftir þann fyrsta þá geriru þetta ansi erfitt.
New Jersey eiga þó heimaleik á morgun þar sem þeir geta tryggt sig áfram.

Golden State héldu áfram að sannfæra mig um að þeir eigi skilið að fara áfram og getur maður ekki annað en haldið með þeim.  Eftir basl framan af leik komust þeir í 9 stiga forystu með rúmlega þrjár mín eftir á klukkunni.
En með almennum klaufagangi og heimskulegri 6. villu á Baron Davis skoraði liðið ekki stig það sem eftir lifði leiks en Dallas setti á meðan 15 stig.  Þar fór Dirk Nowitski fremstur í flokki og það var kominn tími á að hann gerði eitthvað í þessari seriu.

En það verður leikið á morgun í Oakland þar sem ég hef fulla trú á að Dallas verði sendir heim - með skottið á milli lappana. Yrði það ánægjulegt.


st jacksson
Stephen Jackson hegðaði sér vel að vanda
Var rekinn úr húsi fyrir að klappa fyrir dómara - aftur

mbl.is NBA: Dallas og Toronto eygja enn von
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traveling King

Hingað til hef ég ekki gert tilraun til að setja inn myndbönd á síðuna en eftir leiðbeiningar frá hinum mjög svo ágæta bloggara Eiríki Ólafssyni þá ætla ég hér að reyna fyrir mér með YouTube video.

Í tilefni þess að Cleveland sló út Washington í gær fannst mér við hæfi að henda inn myndbandi af sigurkörfu LeBron James gegn Washington í úrslitakeppninni í fyrra.
Mörgum þótti þessi karfa vægast sagt vafasöm en því má ekki gleyma að LeBron er leyfilegt að taka fleiri skref en aðrir leikmenn deildarinnar.

Til vinstri má sjá þessa sigurkörfu úr leiknum í fyrra en hægra megin hefur umdeilda atvikið verið klippt út og búið til skemmtilegt atriði úr því.



Washington í sumarfrí

Svo virðist vera sem Þórhallur ætli bara að vera nokkur sannspár, amk í fyrri leikjum næturinnar.

Washington datt út úr keppninni með tapi í leik þar sem Jamison skoraði 31 stig en það vantaði þó aðeins uppá stoðsendingarnar.

Svo voru Houston að komast í 3-2 gegn Utah en þar réðust úrslitin á síðustu mínútunni.  Derek Fisher gat jafnað leikinn með innan við mínútu eftir á klukkunni en fékk á sig dæmdan mjög svo klaufalegan ruðning.  Utah menn sendu svo hinn smáa en þó knáa Yao Ming á vítalínuna en hann hitti örugglega úr báðum skotum sínum og tryggði Houston 96-92 sigur.

Nú er svo að hefjast leikur San Antonio og Denver þar sem San Antonio mun fara með sigur fari allt eftir bókinni.


Leikir í kvöld

doddimidill


Þrír leikir í kvöld og ég er ekki frá því að það sé í lagi að henda inn spá.

Washington leikur á móti Cleveland heima þar sem uppskriftin verður sú sama og í fyrri leikjum. 
Antawn Jamison tekur 100 skot fyrir Washington, skorar 30 stig, tekur 10 fráköst og gefur 5+ stoðsendingar.
Það dugar þó ekki gegn meðaljónunum í Cleveland sem labba í gegnum þetta án teljandi vandræða og senda þar með galdrakallana frá höfuðborginni í sumarfrí.

Denver á heimaleik á móti San Antonio og verður að vinna í kvöld til að jafna ef þeir ætla að halda spennu í þessu einvígi.
Spurs-vélin virðist þó vera þokkalega stillt þessa dagana og þegar hún rúllar rétt klára þeir leikina.

Loks eru það Houston sem taka á móti Utah og eftir 2 slaka leiki í röð býst ég við því að raketturnar rífi sig upp og setji seriuna í 3-2. 
Mín vegna mega Utah samt alveg taka þetta.  Væri ágætis kynding að Draumaviðureignin í vestrinu: Dallas-Houston yrði eftir allt saman á milli Utah og Golden State.


NBA TV sýnir að þessu sinni leik Houston og Utah og hefst hann á miðnætti.


Dallas í basli

Þetta fer að verða erfitt hjá Dirk Nowitski og félögum. 
3-1 undir gegn frísku liði Golden State undir stjórn meistara Don Nelson og þurfa nú að vinna þrjá leiki í röð.

Leikurinn í nótt var jafn og spennandi en heimamenn voru sterkari í fjórða leikhluta og lönduðu 103-99 sigri.  Golden State hafa komið skemmtilega á óvart í úrslitakeppninni en það er spurning hversu lengi það er hægt að kalla þessa sigra á Dallas óvænta.  Ef mér skjátlast ekki þá hafa Golden State nú unnið 8 af síðustu 10 viðureignum liðana.

Baron Davis og Jason Richardson voru sem fyrr atkvæðamestir hjá Golden State og eins átti hinn mjög svo eðlilegi Stephen Jackson fínan leik.

Hjá Dallas skiptu þeir Nowitski, Terry, Stakhouse og Howard svo skorinu á milli sín.


Næstu leikur fer fram í Dallas á morgun og yrði það saga til næsta bæjar detti meistararaefnin í Mavericks út úr keppninni á heimavelli.

Það er þó ljóst að Don Nelson mundi ekki finnast það leiðinlegt að mæta á sinn gamla vinnustað og senda sína fyrrum lærisveina í snemmbúið sumarfrí.



Stephen Jackson fagnar hér sigri en mikið vildi ég vita hvað Matt Barnes er að hugsa þarna á bakvið :)


mbl.is NBA: Golden State með undirtökin gegn Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23 stoðsendingar

Pheonix Suns sigruðu L.A. Lakers í þriðja sinn í fjórum leikjum fyrr í kvöld. 
Leikurinn sem var í Los Angeles endaði 113-100 og áttu Amare Stuodemire og Steve Nash stórleiki fyrir Phoenix liðið.

Amare skoraði 27 stig og tók 21 frákast en Nash setti 17 stig og gaf 23 stoðsendingar. 
Nash vantaði þar með aðeins eina stoðsendingu til að jafna met þeirra stoðsendingakónga Magic Johnson og John Stockton yfir flestar stoðsendingar í leik í úrslitakeppni.

Metið yfir flestar stoðsendingar í leik í NBA er hinsvegar í höndum þjálfara Chicago Bulls en Scott Skiles gaf 30 stoðsendingar á samherja sína í Orlando Magic í deildarleik gegn Denver Nuggets árið 1990.


nash
Nash í leiknum í kvöld


Losers go home

92-79.

Chicago sópaði Miami út 4-0 í seriu sem Miami átti raunverulega aldrei séns í.

Scott Skiles og hans menn eru nú til alls líklegir.

Næsta verkefni:
Detroit Pistons

bulls


mbl.is Chicago Bulls niðurlægði meistaralið Miami Heat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chicago @ Miami á Sýn Extra

Miami-Heat-Team-Logo---Photofile-Photograph-C10109130AABP029~Chicago-Bulls-Team-Logo-Photofile-PostersNú kl. 5 verður fjórði leikur Chicago Bulls og Miami Heat sýndur beint á Sýn Extra.
Núverandi meistarar í Miami er komnir með bakið rækileg uppvið vegg og vinni þeir ekki í kvöld er þátttöku þeirra í úrslitakeppninni lokið í ár.

Chicago liðið vann fyrstu tvo leikina á heimavelli nokkuð sannfærandi en þurfti að hafa meira fyrir sigrinum í Miami á föstudaginn. Þrátt fyrir að ekkert lið hafi komið til baka eftir og unnið seriu eftir að hafa verið 3-0 undir er alveg ljóst að með sigri í kvöld geta meistararnir opnað þetta uppá gátt.

Chicago liðið er á góðum degi gríðarlega skemmtilegt.  Þeir spila afar hraðan sóknarleik og hafa í liði sínu margar frábærar skyttur.  Ekki síst "Englendingana" Luol Deng og Ben Gordon. 
Á hinum enda vallarins spila þeir svo mjög aggresívan og góðan varnarleik með Ben Wallace fremstan í flokki.

Innan sinna raða hafa Miami svo einn besti miðherja sögunnar og Dwayne Wade er auðvitað stórkostlegur leikmaður sem alltaf er gaman á að horfa.  Það er alveg ljós að hann hefur lítinn áhuga á að fara í sumarfrí í apríl og hefur losað sig við hlífina sem hann hefur þurft að spila með vegna axlarmeiðsla.

Hvet ég alla sem eiga möguleika á að stilla á Sýn Extra kl. 5 að gera svo.

Síðar í dag mætast svo Lakers - Phoenix, Golden State - Dallas og loks er leikur New Jersey og Toronto sýndur beint á NBA TV kl. 23:30.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband