Þriðjudagur, 1. maí 2007
Traveling King
Hingað til hef ég ekki gert tilraun til að setja inn myndbönd á síðuna en eftir leiðbeiningar frá hinum mjög svo ágæta bloggara Eiríki Ólafssyni þá ætla ég hér að reyna fyrir mér með YouTube video.
Í tilefni þess að Cleveland sló út Washington í gær fannst mér við hæfi að henda inn myndbandi af sigurkörfu LeBron James gegn Washington í úrslitakeppninni í fyrra.
Mörgum þótti þessi karfa vægast sagt vafasöm en því má ekki gleyma að LeBron er leyfilegt að taka fleiri skref en aðrir leikmenn deildarinnar.
Til vinstri má sjá þessa sigurkörfu úr leiknum í fyrra en hægra megin hefur umdeilda atvikið verið klippt út og búið til skemmtilegt atriði úr því.
Í tilefni þess að Cleveland sló út Washington í gær fannst mér við hæfi að henda inn myndbandi af sigurkörfu LeBron James gegn Washington í úrslitakeppninni í fyrra.
Mörgum þótti þessi karfa vægast sagt vafasöm en því má ekki gleyma að LeBron er leyfilegt að taka fleiri skref en aðrir leikmenn deildarinnar.
Til vinstri má sjá þessa sigurkörfu úr leiknum í fyrra en hægra megin hefur umdeilda atvikið verið klippt út og búið til skemmtilegt atriði úr því.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, NBA, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekkert vafasamt, þetta er klárlega skref, í það minnsta skv. alþjóðareglum. Fyrst hann greip boltann í skrefinu fyrir jump stoppið mátti hann ekki velja sér pivot fót eftir stoppið, einhverjir hefðu þó eflaust leyft honum að velja sér pivot fót. Hann hreyfir svo hægri fótinn eftir gabbhreyfinguna sem gerir vinstri fótinn að pivot fæti, en skiptir svo um pivot fót (í annað skipti í hreyfingunni = 3 pivot fóturinn!), fer upp og skorar.
Snorri Örn Arnaldsson, 1.5.2007 kl. 16:48
Lebron gerði líka í þessari seríu í fyrra miklu alvarlegra skref. En það var alveg rosalegt. Málið var að það skref var snemma í einhverjum leik þar sem gekk með boltann næstum frá 3 stiga línunni. Já rétt traveling king
E.Ólafsson, 1.5.2007 kl. 23:20
Já það var ógleymanlegur svipurinn á honum sjálfum eftir það. Trúði því ekki að hann hefði komist upp með það.
Íþróttir á blog.is, 1.5.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.