Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Sam Mitchell þjálfari ársins
Fyrrverandi Minnesota Timberwolves leikmaðurinn Sam Mitchell var í dag útnefndur þjálfari ársins í NBA deildinni. Mithcell var nokkuð á undan næsta manni í kosningunni en næstur kom þjálfari Utah Jazz, Jerry Sloan.
Eins og í kosningunni um Sjötta mann ársins voru það íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum og Kananda sem tóku þátt. Þessir sömu fréttamenn voru mjög duglegir að fjalla um slakan árangur Toronto liðsins frameftir móti og orðuðu Mitchell oftar en ekki við brottrekstur frá félaginu.
Það er þó ljóst að þeir hafa gleymt því um leið og Toronto fór að vinna leiki og eins og áður segir var Mitchell nokkuð afgerandi efstur.
Þjálfari, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Sam Mitchell, Toronto | 49 | 43 | 20 | 394 |
2. Jerry Sloan, Utah | 39 | 28 | 22 | 301 |
3. Avery Johnson, Dallas | 28 | 31 | 35 | 268 |
4. Jeff Van Gundy, Houston | 10 | 19 | 27 | 134 |
5. Mike DAntoni, Phoenix | 2 | 3 | 3 | 22 |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.