Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Úrslit eftir bókinni og Barbosa 6th man...
Detroit vann Orlando 98-90 í nótt og Houston lagði Utah þar sem lokatölur urðu þær sömu.
Sigurliðin komu sér þar með bæði í þægilega 2-0 stöðu en leika næst tvo leiki á útivelli.
Í nótt verða svo hörkuleikir þar sem Chicago (1) leika á heimavelli gegn Miami (0).
Toronto (0) töpuðu fyrsta heimaleiknum á móti New Jersey (1) og er mjög mikilvægt fyrir þá að jafna metin á heimavelli í nótt áður en þeir halda til Jersey.
Loks taka Phenoix (1) á móti Lakers (0) en maður leiksins frá fyrri leiknum, Leandro Barbosa var einmitt í gær valinn af blaðamönnum Sjötti maður ársins.
Það eru íþróttafréttamenn frá Bandaríkjunum og Kanada sem standa að kjörinu en kosningin fer þannig fram að þeir velja leikmenn í fyrstu 3 sætin. Fyrir 1. sætið eru gefin 5 stig, 3 stig fyrir 2. sætið 1 stig fyrir það 3. Útfrá því er svo reiknaður heildarstigafjöldi en það er hann sem sker úr um sigurvegara. Þeir leikmenn sem hafa komið inná í fleiri leikjum en þeir hafa byrjað koma til greina í kosningunni.
Hinn eldsnöggi Barbosa er vel að titlinum kominn. Hann hefur spilað mjög vel í vetur með 18.1 stig, 4 stoðsendingar og 2.7 fráköst að meðaltali í leik á 32.7 mínútum. Hann byrjaði 18 sinnum inná af þeim 80 leikjum sem hann lék.
Í öðru sæti var svo San Antonio Spurs leikmaðurinn Mano Ginobili en hann varð töluvert á eftir Barbosa í kosningunni.
Læt svo fylgja 5 efstu sætin í kosningunni:
Leikmaður, Lið | 1. | 2. | 3. | Stig |
1. Leandro Barbosa, Phoenix | 101 | 24 | 1 | 578 |
2. Manu Ginobili, San Antonio | 18 | 50 | 29 | 269 |
3. Jerry Stackhouse, Dallas | 7 | 40 | 55 | 210 |
4. David Lee, New York | -- | 3 | 13 | 22 |
5. Kyle Korver, Philadelphia | 1 | 2 | 8 | 19 |
Leikur Toronto og New Jersey verður í beinni á NBA TV í nótt en hina tvo leikina er hægt að sjá beint á netinu.
![]() |
NBA: Detroit komið í 2:0 gegn Orlando |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, NBA, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.