Önnur "óvænt" úrslit í vestrinu

Denver byrjaði að koma á óvart með að vinna San Antonio og svo gerðu Golden State sér lítið fyrir í nótt og kláruðu Dallas þar sem Baron Davis átti hrikalega stóran leik með 33 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar.

Það kemur vissulega alltaf á óvart þegar liðið í 8.sæti vinnur liðið í 1.sæti en þetta tilfelli er þó örlítið sérstakt.
Á þessu frábæra tímabili hjá Dallas liðinu sem tapaði aðeins 15 leikjum komu 4 þessara tapa á móti Golden State! Semsagt næstum 1/3 tapleikjanna.
Auk þess vann Golden State líka síðasta leik liðanna tímabilið á undan og varð leikurinn í nótt því 6. sigurleikur Golden State á Dallas í röð. Geri aðrir betur.


mbl.is NBA: Dallas tapaði óvænt gegn Warriors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Ekki við öðru að búast þegar Dirk hitar svona upp fyrir leiki   http://www.youtube.com/watch?v=PokdyxzOzyk

Hann er hins vegar ágætur húmoristi í þessari auglýsingu http://www.youtube.com/watch?v=yBPlr7ERzwM

Róbert Björnsson, 23.4.2007 kl. 14:49

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Hahha þetta eru náttúrulega snillingar.  Höfðu hinsvegar gott af því í nótt að vera skellt aðeins niður á jörðina aftur.

Íþróttir á blog.is, 23.4.2007 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband