Mánudagur, 23. apríl 2007
Brynjar Þór Björnsson
Af Karfan.is:
"KR varð í dag Íslandsmeistari í drengjaflokki eftir framlengdan leik gegn bikarmeisturum Keflavíkur, leikar fóru 109-100. Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í leiknum og skoraði 44 stig og gaf 10 stoðsendingar. 24 stiganna komu í fjórða leikhluta og þ.á.m. skoraði hann þriggja stiga körfu frá miðju um leið og lokaflaut venjulegs leiktíma gall og jafnaði þar með leikinn."
Þess er skemmst að minnast þegar Brynjar setti niður þrist í oddaleiknum á móti Snæfell og tryggði KR þar með framlengingu sem skilaði þeim í ógleymanlega úrslitaleiki.
Þessi drengur er þvílíkur snillingur að það nær engri átt.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Enski boltinn, NBA | Facebook
Athugasemdir
Sammála.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.4.2007 kl. 01:29
Þessi endasprettur hjá Brynjar var ótrúlegur. Ég sat, ásamt öðrum snillingum, og horfði á leikinn. Í stöðunni 88-77 sagði góður maður við mig, nú kemur rönnið, það var við manninn mælt, það rann á Brynjar æði og ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að hann hafi skorað 18 af 19 síðustu stigum KR í venjulegum leiktíma, þar af fjóra þrista úr bullfærum. Ótrúleg frammistaða.
Bæ ðe vei, flott mynd ;) Fleiri flottar myndir má svo að sjálfssögðu finna á http://flickr.com/photos/snorriorn
Snorri Örn Arnaldsson, 23.4.2007 kl. 14:46
Já þegar það voru rúmar 2 mínútur eftir voru Keflvíkingar 11 stigum yfir, 90-79. Þá setur Brynjar niður 2 vítaskot, þrjá þrista sem voru nær miðlínu en 3ja stiga línunni plús auðvitað þristinn frá miðju. Auk þess bætti hinn stórefnilegi Snorri Páll við þremur stigum á þessum kafla.
Þetta dugði til að jafna leikinn og í framlengingunni var þetta aldrei spurning. Lið sem jafnar leikinn á þennan hátt fer ekki að tapa í framlengingu.
Annars þá þakka ég lánið á myndinni. Féll þetta reyndar frá þeim á Víkurfréttum en þið virðist ekki skipta máli hvaðan maður stelur þessu..vf.is, karfan.is eða kki.is.. þetta virðist alltaf vera frá þér komið :)
Vil nota tækifærið og hrósa þér fyrir þessar frábæru myndir sem gerðu stórkostlega úrslitakeppni enn betri.
Íþróttir á blog.is, 23.4.2007 kl. 15:44
Þetta er magnað, ég sat við hliðina á Jóni Birni Víkurfréttamanni á leiknum og við virðumst hafa náð sömu myndinni af Brynjari á sömu sek!
Mín mynd http://flickr.com/photos/snorriorn/464621463/
VF mynd http://vf.is/resources/images/48223_IMG_8136.jpg
Merkilegur andskoti
Snorri Örn Arnaldsson, 23.4.2007 kl. 16:28
Þetta er bara fáránlegt. En svo virðist að eftir allt saman þá hafi þetta verið þín mynd sem ég notaði :)
Ég sem var svo viss um að þetta hefði verið af vf.is. Uppgvötuðum allavega þessa skemmtilegu tilviljun uppúr þessu.
Íþróttir á blog.is, 23.4.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.