Úrslitaleikur hjá KR í kvöld og línur að skýrast í NBA

njardvik_kr_playoffs_leikur_4

Nokkrir tímar í þetta. Spennan farin að magnast. Þetta verður rosalegt

KR ingar geta í kvöld tryggt sér 10. Íslandsmeistaratitil félagsins en liðið varð síðast meistari árið 2000.  Steinar Kaldal er eini leikmaðurinn úr meistaraliðinu fyrir 7 árum sem leikur í kvöld en í því liði voru einnig snillingar á borð við Keith Vassell, Jónatan Bow, Jakob Sigurðsson og ekki síst leikmann ársins í deildinni, Ólaf Ormsson.

En þeir eru ekki síðri snillingarnir sem stíga inná völlinn í kvöld og mikil bjartsýni ríkir í Vesturbænum. DHL höllin verður troðin í kvöld og er verið að vinna í að setja upp fleiri palla í salnum.  KR aðdáendur munu svo að vanda rúlla yfir Njarðvíkinga á pöllunum og virka sem 6. maður líkt og þeir hafa gert alla seriuna.


banner_nba


Í NBA tryggðu Lakers sér loksins sæti í úrslitunum en þeir fengu hjálp frá nágrönnunum í Clippers sem töpuðu fyrir Sacramento.

Spurs töpuðu fyrir Dallas í leik þar sem Tim Duncan var í bullinu og fékk á sig 2 tæknivillur með stuttu millibili.  Þar með verður 3. sætið þeirra.

Austan megin pakkaði Bulls saman vængbrotnu Wizards liði og þarf nú að sigra Nets úti í síðasta leik til að tryggja sér 2. sætið og heimaleikjarétt frameftir úrlslitakeppni.  Takist það verður það 50. sigurleikur liðsins í vetur, en það hafa þeir ekki afrekað síðan 1997. 
(Ágætt að leiðrétta hér með Þorstein Gunnarsson sem tilkynnti í fréttum Stöðvar 2 að Chicago væri nú í fyrsta sinn að ná 50% vinningshlutfalli síðan ´97. Það er ekki rétt)

Cleveland á líka séns á 2. sætinu en þeir eru nú 5. sæti.  Vinni þeir sýna leiki og Bulls tapa á móti Nets hafi þau sætaskipti.  Þetta eitt hlýtur nú að sýna David Stern hversu brenglað þetta kerfi er hjá honum.

Bryan Colangelo og Sam Mitchell sýna enn og aftur hvað þeir eru að gera góði hluti hjá Toronto sem unnu New York í gær og eru að landa 3. sætinu.  Í fyrsta skipti í 5 ár sem þeir fara í úrslitakeppnina.
mbl.is Nær KR að landa titlinum á heimavelli gegn Njarðvík?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband