Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Leikur 2
Skyldumæting í KR Heimilið í kvöld þar sem allt er undir hjá KR-ingum sem ætla sér að jafna einvígið í kvöld.
Það er klárt mál að til þess þarf að spila almennilega vörn á Ivey og sérstaklega Brenton. Treysti ég Steinari Kaldal fullkomlega til þess, fái hann sénsinn.
Undir körfunni eru KR-ingar ekki með sömu breidd og Njarðvíkingar. Með Fannar í villuvandræðum geta KR-ingar lent í gríðarlegum vandræðum þar sem að Baldur Ólafsson er aðeins í standi til að spila nokkrar mínútur og eins góður leikmaður og Sola er þá er hann töluvert sterkari framherji en miðherji. Því er mjög mikilvægt að Fannar haldi sig frá villuvandræðum og ekki síður að samræmið í dómgæslunni verði meira en það var í Njarðvík þar sem hver bíó-villan á fætur annarri var dæmd á Fannar á meðan Igor Beljanski fékk að berja mann og annan að vild.
Ef þetta gengur eftir og Tyson spilar sinn leik og Brynjar setur sína þrista hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu. Óska þó ef til vill eftir aðeins meira framlagi frá Pálma og Skarphéðinni.
Á flautunni í kvöld verður eins og í fyrsta leiknum Suðurnesjamaðurinn Kristinn Óskarsson en með honum verður Eggert Þór Aðalgeirsson.
P.S. Óskar Örn Hauksson er svo vinsamlegast beðinn um að sitja réttu megin í stúkunni ætli hann sér að spila fleiri leiki fyrir KR.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, NBA | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Athugasemdir
"Igor í landsliðið" - "Óskar í Njarðvík" sungu stuðningsmenn KR í kvöld og mun þetta eflaust hljóma aftur á laugardaginn og fram eftir sumri.
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að Óskar er úr Njarðvík og ber að sjálfsögðu sterkar taugar til liðsins. Það er enginn að fara fram á að hann vilji ekki að Njarðvík vinni leikina.
Menn verða samt að gera sér grein fyrir því að það fylgir því ábyrgð að leika fyrir KR, sama hver íþróttin er. Menn verða að haga sér eftir þvi. Skilst að vikan hafi verið erfið hjá honum á æfingum.
Fyrir þá sem vita ekki um hvað málið snýst:
http://blogg.visir.is/henry/2007/04/10/kr-ingur-hvetur-njar%c3%b0vik/
Íþróttir á blog.is, 12.4.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.