Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
NBA 13. feb. 2007
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki var sannarlega betri en enginn í nótt þegar Dallas lagði Milwaukee á útivelli 99-93. Dallas var um tíma 16 stigum undir í síðari hálfleik, en vann lokaleikhlutann 28-11. Nowitzki skoraði 38 stig, hirti 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Dallas en Andrew Bogut skoraði 16 stig og hirti 17 fráköst fyrir Milwaukee. Dallas er langefst í deildinni með 43 sigra og aðeins 9 töp.
Miami vann öruggan sigur á Portland 104-85 þar sem Dwyane Wade tók yfir að venju í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 16 af 35 stigum sínum fyrir Miami eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í fyrstu þremur leikhlutunum. Zach Randolph skoraði 17 stig fyrir Portland.
Memphis vann góðan sigur á New Orleans 108-104. Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis en Desmond Mason 23 fyrir New Orleans.
Toronto vann afar mikilvægan sigur á Chicago Bulls 112-111 á útivelli og þar með vann Toronto 28. leikinn á tímabilinu - sem er jafnmargir leikir og allt síðasta tímabil. Toronto hafði tapað 15. leikjum í röð fyrir Chicago. Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto og tryggði liðinu sigur með tveimur vítaskotum þegar tvær sekúndur lifðu leiks. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago.
Houston skellti Sacramento á heimavelli í framlengdum og æsispennandi leik 109-104. Ron Artest skoraði 39 stig fyrir Sacramento en Tracy McGrady skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Houston.
Loks vann New York óvæntan útisigur á LA Lakers í framlengdum leik 107-106. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers en Jamal Crawford skoraði 24 stig fyrir New York. Þetta var 23. sigur New York í vetur og þar með jafnaði liðið fjölda sigurleikja alls síðasta tímabils þó enn séu 30 leikir eftir í töflunni þetta árið.
Miami vann öruggan sigur á Portland 104-85 þar sem Dwyane Wade tók yfir að venju í fjórða leikhlutanum og skoraði þar 16 af 35 stigum sínum fyrir Miami eftir að jafnræði hafði verið með liðunum í fyrstu þremur leikhlutunum. Zach Randolph skoraði 17 stig fyrir Portland.
Memphis vann góðan sigur á New Orleans 108-104. Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis en Desmond Mason 23 fyrir New Orleans.
Toronto vann afar mikilvægan sigur á Chicago Bulls 112-111 á útivelli og þar með vann Toronto 28. leikinn á tímabilinu - sem er jafnmargir leikir og allt síðasta tímabil. Toronto hafði tapað 15. leikjum í röð fyrir Chicago. Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 14 fráköst fyrir Toronto og tryggði liðinu sigur með tveimur vítaskotum þegar tvær sekúndur lifðu leiks. Luol Deng skoraði 30 stig fyrir Chicago.
Houston skellti Sacramento á heimavelli í framlengdum og æsispennandi leik 109-104. Ron Artest skoraði 39 stig fyrir Sacramento en Tracy McGrady skoraði 28 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Houston.
Loks vann New York óvæntan útisigur á LA Lakers í framlengdum leik 107-106. Kobe Bryant skoraði 31 stig fyrir Lakers en Jamal Crawford skoraði 24 stig fyrir New York. Þetta var 23. sigur New York í vetur og þar með jafnaði liðið fjölda sigurleikja alls síðasta tímabils þó enn séu 30 leikir eftir í töflunni þetta árið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.