NBA 5. feb. 2007

Kobe

Shaquille O“Neal viršist vera aš nį heilsu į nż eftir löng og erfiš meišsli, en ķ nótt skoraši hann 22 stig į ašeins 21 mķnśtu ķ sigri Miami Heat į Charlotte. Dwyane Wade skoraši 27 stig og gaf 12 stošsendingar fyrir Miami sem vann fjórša leikinn ķ röš, en Raymond Felton skoraši 20 stig fyrir Charlotte.

Stephen Jackson var sķnum gömlu félögum ķ Indiana erfišur žegar hann skoraši 36 stig fyrir Golden State ķ góšum 113-98 śtisigri į Indiana. Žessi liš geršu stór leikmannaskipti fyrir nokkru, en mikil meišsli eru ķ herbśšum Golden State žessa dagana. Jermaine O“Neal var stigahęstur ķ liši Indiana meš 24 stig.

Kobe klįraši Atlanta

LA Lakers skellti Atlanta į śtivelli 90-83 og vann žar meš bįša leiki sķna gegn Atlanta ķ fyrsta skipti ķ sjö įr. Žaš veršur aš teljast nokkuš ótrśleg tölfręši ķ ljósi žess aš Atlanta hefur veriš eitt af slakari lišum deildarinnar allan žann tķma. "Žaš var gott aš losna viš žessi įlög. Ég veit ekki af hverju, en okkur hefur alltaf gengiš bölvanlega hérna ķ Atlanta," sagši Phil Jackson, žjįlfari Lakers. Kobe Bryant hafši hęgt um sig žangaš til ķ fjórša leikhlutanum en skoraši žį 9 stig ķ röš og tryggši Lakers sigurinn. Bryant skoraši 27 stig ķ leiknum lķkt og Joe Johnson hjį Atlanta.

Enn eitt grįtlegt tapiš hjį Nets

New Jersey tapaši fjórša leiknum ķ röš og annaš kvöldiš ķ röš ķ framlengingu žegar lišiš lį fyrir Philadelphia 100-98, en New Jersey hefur tapaš grįtlega mörgum leikjum į lokasekśndunum sķšustu vikur. Vince Carter skoraši 23 stig og hirti 10 frįköst fyrir New Jersey en Andre Iguodala skoraši 23 stig og gaf 15 stošsendingar fyrir Philadelphia, sem hefur gengiš ótrślega vel sķšan žeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frį lišinu.

Okur drjśgur į lokasprettinum

Utah lagši Chicago į heimavelli sķnum ķ beinni į NBA TV. Žetta var ķ fyrsta sinn ķ fimm įr sem Utah vinnur bįša leiki sķna gegn Chicago. Žaš var tyrkneski mišherjinn Mehmet Okur sem tryggši Utah sigurinn meš žvķ aš skora 12 af sķšustu 14 stigum Utah į lokasprettinum. Okur skoraši 20 stig ķ leiknum og Deron Williams skoraši 19 stig og gaf 13 stošsendingar. Kirk Hinrich skoraši 26 stig fyrir Chicago.

Melo meš žrennu ķ tapi Denver

Phoenix vann mikilvęgan śtisigur į meišslum hrjįšu liši Denver 113-108 žar sem Amare Stoudemire skoraši 36 stig og hirti 13 frįköst fyrir Phoenix en Carmelo Anthony nįši sinni fyrstu žrennu į ferlinum meš 33 stigum, 10 frįköstum og 10 stošsendingum. Steve Nash meiddist į öxl ķ leiknum og žurfti aš fara af velli um mišbik leiksins. Allen Iverson og Marcus Camby spilušu ekki meš Denver vegna meišsla.

Washington lagši Seattle 118-108 į heimavelli žar sem stjörnuleikmašurinn Caron Butler réttlętti sķna fyrstu ferš ķ stjörnuleik meš 38 stigum. Ray Allen skoraši 29 stig fyrir Seattle sem tapaši sķnum 15. śtileik ķ röš.

Houston burstaši Minnesota 105-77 og hefur liš Minnesota nś ekki unniš leik sķšan žaš vann óvęntan sigur į Phoenix į dögunum. Tracy McGrady skoraši 32 stig fyrir Houston en Kevin Garnett skoraši 18 stig og hirti 12 frįköst fyrir Minnesota.

Loks vann Sacramento góšan sigur į New Orleans 105-99. Ron Artest skoraši 21 stig, gaf 9 stošsendingar og stal 5 boltum hjį Sacramento en Chris Paul skoraši 24 stig fyrir New Orleans.

www.visir.is


mbl.is NBA: Shaq kominn į skriš
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband