Föstudagur, 2. febrúar 2007
Carmelo Anthony ekki valinn í All-Star leikinn
Í nótt voru tilkynntir hverjir yrði varamenn stjörnuliðana í All-Star leiknum sem fer fram um miðjan mánuðinn. Byrjunarliðin höfðu núþegar verið tilkynnt eftir að netverjar höfðu kosið þá leikmenn sem skyldu byrja. Sjá betur hér http://ithrottir.blog.is/blog/ithrottir/entry/108994/
Það voru þjálfarar liðanna í deildinni sem kusu svo varamennina 7 sem voru eftirtaldir:
Vestur | Austur | |
Steve Nash Phoenix | Caron Butler - Washington | |
Shawn Marion Phoenix | Dwight Howard - Orlando | |
Amaré Stoudamire Phoenix | Chauncey Billups - Detroit | |
Carlos Boozer Utah | Richard Hamilton - Detroit | |
Allen Iverson Denver | Jason Kidd - New Jersey | |
Dirk Nowitzki Dallas | Vince Carter - New Jersey | |
Tony Parker - San Antonio | Jermaine O´Neal Indiana |
Það sem kemur mest á óvart í þessu vali er að Carmelo Anthony, stigahæsti leikmaður deildarinnar og jafnfram Besti leikmaður Bandaríska landsliðsins 2006 var ekki valinn í Stjörnuleikinn og má rekja það beint til þeirra agavandamála sem Anthony hefur átt við að stríða.
Það er þó ekki öll nótt úti enn fyrir Anthony því að Yao Ming hefur núþegar tilkynnt að hann muni ekki taka þátt í leiknum og auk þess er Carlos Boozer búinn að vera meiddur og er óvíst um hans þátttöku. David Stern sjálfur mun því velja leikmenn í þeirra stað og þrátt fyrir að vera ekki mesti aðdáandi Anthony er talið líklegt að Stern velji hann til að taka þátt í leiknum
Það kom líka nokkuð á óvart að Ben Wallace var ekki valinn en það er þá í fyrsta sinn sem hann tekur ekki þátt í All-Star leik síðan 2001.
Dwight Howard, Carlos Boozer og Caron Butler hafa ekki áður verið valdir til að spila All-Star leik.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Enski boltinn, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.