Sunnudagur, 28. janúar 2007
NBA 27. jan. 2007
Sökum anna ætla ég að fá að stela þessu að mestu leyti af visir.is í þetta skiptið.
Meistarar Miami töpuðu í þriðja sinn á tímabilinu fyrir Chicago í nótt, 100-97. þar sem Shaquille O'Neal lék ekki með. Kirk Hinrich spilaði frábæra vörn á Dwayne Wade og Miami tapaði í fimmta sinn í síðustu sex leikjum.
O´Neal hafði spilað síðustu tvo leiki Miami eftir að hafa misst af 35 leikjum þar á undan, en forráðamenn Miami vilja ekki taka áhættuna á að láta hann spila tvo daga í röð. Þess vegna var risinn ekki í leikmannahópnum.
Ben Gordon skoraði 34 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst fyrir Chicago en að öðrum ólöstuðum var Kirk Hinrich maðurinn á bakvið sigur Chicago þar sem hann hélt Dwayne Wade, stórstjörnu Miami, í eins miklum skefjum og hægt er auk þess sem hann skoraði sjálfur 26 stig. (Þarna verð ég þó að vera ósammála blaðamanni. Þáttur Gordon í leiknum var gríðarlega stór og auk þess tóku þeir Loul Deng og Ben Wallace saman 30 fráköst. Eins er það þekkt staðreynd að Dwayne Wade er fæddur og uppalin í Chicago og hefur af einhverjum ásæðum aldrei náð sér á strik á móti þeim.)
"Ég held að við séum það lið í deildinni sem ráðum hvað best við Dwayne. Kirk á hrós skilið, hann er einstaklega góður í að þvinga menn upp í erfið skot og gerir ávallt vel með Dwayne," sagði Ben Gordon eftir leikinn. Dwayne Wade skoraði 24 stig í leiknum en átti samt sem áður í erfiðleikum.
Dallas vann sinn 13. heimasigur í röð þegar liðið lagði Sacramento naumlega af velli, 106-104. Dirk Nowitzki skoraði 32 stig fyrir Dallas.
Portland vann Memphis, 135-132, eftir tvíframlengdan leik. Zach Randolph náði sínu mesta stigaskori á ferlinum og setti niður 42 stig en hjá Memphis var Mike Miller stigahæstur með 32 stig.
Denver hefur ekki gengið sem best upp á síðkastið og í nótt tapaði liðið fyrir New Jersey, 112-102.
NO/Oklahoma vann Utah, 94-83, og Indiana sigraði Toronto með sannfærandi hætti, 102-84.
Þá vann Philadelphia góðan heimasigur á Atlanta, 104-89.
Golden State burstaði Charlotte, 131-105.
Minnesota vann loksins, nú LA Clippers örugglega, 101-87.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.