Laugardagur, 27. janúar 2007
One Week Anniversary
Í dag (sunnudag) er ein vika síðan fyrsta færslan birtist hér á síðunni.
Síðan þá hafa verið settar inn 25 greinar, þar af 14 um NBA deildina.
Áhugi landans á NBA hefur aukist síðustu ár eftir niðursveifluna sem varð eftir að MJ lagði skóna á hilluna. Þessi áhugi hefur þó ekki endurspeglast í umfjöllun íslenskra fjölmiðla sem leggja mjög litla áherslu á að birta úrslit og fréttir af NBA. Það er einungis Karfan.is sem stendur sig með mikilli prýði í þeim málum.
Sjálfur fylgist ég vel með og hef mikinn áhuga á NBA, ákvað ég því að setja inná þessa síðu nokkrar greinar.
Síðan fyrsta færslan leit dagsins ljós fyrir tæpri viku hafa heimsóknir á síðuna verið alls 2868 sem gera að meðaltali 478 heimsóknir á dag. Af bloggsíðu að vera tel ég þessa aðsókn nokkuð góða og vona ég að hún stytti NBA aðdáendum stundir á netrúntinum.
Þessa stundina er síðan inná Top 50 mest sóttu blog.is síðurnar, fyrir ofan t.d. ágætan dóms- og kirkjumálaráðherra Björn Bjarnason sem mætti íhuga að bæta svolitlu NBA efni á síðuna sína :)
Með kveðju og von um áframhaldandi áhuga
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Enski boltinn, NBA | Breytt 28.1.2007 kl. 02:31 | Facebook
Athugasemdir
Stendur þig vel og gaman að skoða síðuna. Keep up the good work!
Ingvar Þór Jóhannesson, 28.1.2007 kl. 04:27
Þessi síða er geggjuð. Meira meira!
Finnur Torfi Gunnarsson, 31.1.2007 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.