Föstudagur, 26. janúar 2007
NBA All-Star Game
Rétt í þessu var verið að tilkynna byrjunarliðin í All-Star leiknum sem fer fram í Vegas 19. febrúar.
Austurströndin | Vesturströndin |
F LeBron James, Cleveland | F Kevin Garnett, Minnesota |
F Chris Bosh, Toronto | F Tim Duncan, San Antonio |
C Shaquille ONeal, Miami | C Yao Ming, Houston |
G Dwyane Wade, Miami | G Kobe Bryant, L.A. Lakers |
G Gilbert Arenas, Washington | G Tracy McGrady, Houston |
Lebron James var efstur í kosningunni en á eftir honum kom Yao Ming.
Óvíst er þó um þátttöku Yao í leiknum sökum meiðsla sem hafa hrjáð hann
allt tímabilið.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Enski boltinn, NBA | Breytt 28.1.2007 kl. 02:34 | Facebook
Athugasemdir
Hneyksli að Steve Nash og Dirk Nowitski séu ekki í byrjunarliðinu. Hér hafa kínverjarnir greinilega kosið T-Mac með félaga Yao.
Róbert Björnsson, 26.1.2007 kl. 02:22
Veit ekki með ykkur en ég vildi frekar hafa Dirk Nowitski í mínu liði heldur en Garnett. Með fullri virðingu fyrir Garnett að sjálfsögðu sem er frábær leikmaður.
Ingvar Þór Jóhannesson, 26.1.2007 kl. 13:14
Bíð spenntur eftir svari frá Róberti :)
Annars er ég hlutlaus í þessu máli, frábærir leikmenn báðir tveir.
Garnett er að vísu efstur í Efficiency tölfræðinni ár eftir ár og þar af leiðandi "gagnlegasti" leikmaður deildarinnar.
Íþróttir á blog.is, 26.1.2007 kl. 17:21
Ingvar þó! Hehe...sorry John Doe ég sleppi fúkyrðaflaumnum í þetta skiptið því það vill reyndar þannig til að á eftir K.G. er Dirk minn annar uppáhalds leikmaður (og Dallas mitt 2nd lið...til hamingju samt með Bulls sigurinn í gær).
Eigum við ekki að vera dipló og segja að það væri frábært að hafa þá í sama liði! Báðir geta í raun spilað SF eða C. Dirk og Kevin eru svo gjörólíkir að þeir myndu vinna hvor annan upp. Dirk er betri scorer en Kevin mun betri varnarmaður...hirðir fleiri fráköst og blokkar fleiri skot...mr. double-double (og MVP árið 2004...varð að koma því að).
Róbert Björnsson, 26.1.2007 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.