Nóg komið?

JOSE_SHEVABreska slúðurpressan hefur alltaf verið þekkt fyrir óvandaða blaðamennsku, uppspuna og vitleysu.  Það er allt í lagi í sjálfu sér því að fólk hefur lært í gegnum tíðina að taka henni sem slíkri og passar sig á að taka hana mátulega alvarlega.  Þegar stærsti og sá sem á að teljast einn áreiðanlegasti fjölmiðill landsins er farinn að láta nappa sig trekk í trekk við að apa eftir breska slúðrið er komið nóg.  Ef fréttirnar eiga ekki að vera vandaðari en þetta þá er alveg eins gott að sleppa þeim.

Í þessu tilfelli t.d. hefur blaðamaður greinilega t.d. ekki séð umrætt atvik.

Staðreynd málsins er sú að Mourinho hinkrar í göngunum eftir nokkrum leikmönnum Chelsea, klappar þeim á bakið og labbar svo sjálfur á eftir þeim.  Jú vissulega tók hann ekki í höndina á Schevchenko,  en heldur ekki c.a. 5-6 öðrum leikmönnum liðsins, það bara gleymdist að taka það fram. Úpps.

Þetta finnst mér ekki merkileg fréttamennska.


mbl.is Mourinho tók ekki í höndina á Shevchenko
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Sævar Guðjónsson

Bíddu nú aðeins við. Hver er að segja satt í þessu sambandi? Er það Morgunblaðið og breska pressan eða þú? Ertu með sannanir fyrir því að JM hafi ekki tekið í hendurnar á fleiri leikmönnum en Schevchenko?

Páll Sævar Guðjónsson, 22.1.2007 kl. 16:35

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Ég veit ekki hvað gerðist eftir að komið var inní göngin eða búningsklefa, vissulega ekki.  Hinsvegar segir í texta greinarinnar:

"Eftir leikinn gegn Liverpool á Anfield á laugardaginn stillti Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea sér upp við göngin sem leikmenn ganga til búningherbergja og tók í hönd leikmanna sinna eins og hann er vanur að gera. Eftir því var hins vegar tekið að Mourinho tók ekki í hönd Úkraínumannsins Andriy Shevchenko."

Þarna er augljóslega verið að vitna til þess sem sást í útsendingunni frá leiknum þegar Mourinho stillir sér upp hjá göngunum og klappar nokkrum leikmönnum á bakið.  Hann sést síðan labba á eftir þeim inn og svo þegar það er sýnt aftur útá völlinn þá eru einhverjir leikmenn þar ennþá. 

Eins og áður sagði þá veit ég auðvitað ekki hvað gerðist þegar inní klefa var komið en það er alveg ljóst að í fréttinni var ekki verið að tala um það heldur áður umrætt atvik fyrir framan göngin.

Íþróttir á blog.is, 22.1.2007 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband