Spennandi nótt í NBA

Dwayne WadeÞað voru spilaðir 4 leikir í NBA í nótt og fyrirfram var leikur Miami og Dallas talinn mest spennandi.  Sú varð líka raunin og réðust úrslit ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins.  Eftir að Dallas hafði leitt fyrri hálfleikinn kom Miami sér aftur inn í leikinn og þegar tæp mínúta var eftir af leiknum minnkaði Dwayne Wade muninn í 3 stig. 96-93.  Þegar það voru 5 sekúndur eftir fékk Wade svo tækifæri á að jafna leikinn en 3ja stiga skot hans geigaði og Jerry Stackhouse náði að setja 2 stig niður á lokasekúndu leiksins.  Það var auk þess brotið á honum og fór hann því á vítalínuna og setti muninn í 6 stig.  Lokastaða því 99-93 fyrir Dallas.

Hjá Miami stóð Wade uppúr að vanda og setti 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.  Shaquille O´Neal er enn utan vallar hjá meisturunum sökum meiðsla en menn eiga von á honum á allra næstu dögum.

Josh Howard spilaði vel fyrir Dallas og skoraði 25 stig auk þess að taka 9 fráköst.  Næstur kom Þjóðverjinn sterki Dirk Nowitski með 22 stig og 11 fráköst.

 

Hið skemmtilega sóknarlið Phenoix hélt áfram að raða niður stigum og vann í nótt Minnesota auðveldlega 131-102.  Það hlýtur þó að valda forráðamönnum Phenoix hugarangri að það er farið að heyra til undantekninga þegar liðið fær á sig færri en 100 stig, í þessu tilfelli á móti meðalliði Minnesota sem lék að þessu sinni án lykilmannana Kevin Garnett og Ricky Davis.

Amare "Mighty Mouse" Stodemire var stigahæstur þeirra Pheniox manna með 25 stig á tæpum 28 mínútum og Steve Nash hélt áfram áskrift sinni að 11 stoðsendingum.

Randy Foye sem fékk að spreyta sig í fyrsta skipti í byrjunarliðinu á leiktíðinni þakkaði fyrir sig með 25 stigum og var stigahæstur hjá "Úlfunum" í Minnesota.

 

Í hinum tveimur leikjunum vann San Antonio skyldusigur á Philadelphia 76´ers 99-85.  Brent Barry hjá Spurs átti góðan leik, setti niður 5 þrista og endaði í 23 stigum á 22 mínútum.  

Portland kláraði svo vængbrotið lið Milwaukee 99-95 þar sem Brandon Roy skoraði 28 stig fyrir Portland og hinn agnarsmái Earl Boykins skoraði einnig 28 stig fyrir Milwaukee en hann hefur verið að spila vel síðan hann kom til Milwaukee frá Denver.

 

Í nótt verður svo sýndur beint á NBA TV leikur Chicago Bulls og Indiana Pacers kl. 12 á miðnætti.  Eru allir gamlir Bulls aðdáendur hvattir til að setjast við skjáinn og kíkja á efnilegt lið Chicago og sjá ungstirnin Luol Deng og Ben Gordon spila en þeir hafa báðir leikið gríðarlega vel í vetur.


mbl.is NBA: Ekkert lát á sigurgöngu Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Minnesota stóð sig nú bara nokkuð vel á móti Phoenix svona miðað við aðstæður.  Ef við gleymum þriðja leikhluta þá voru Randy Foy, Craig Smith og Troy Hudson bara í stuði.  Sjaldan verið jafn sáttur eftir 30 stiga tapleik.

Pheonix eru skuggalega góðir um þessar mundir...verður gaman að sjá þá á móti Dallas í úrslitunum.

Róbert Björnsson, 22.1.2007 kl. 17:16

2 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Jájá án Garnett og Davis geta menn verið sáttir við að hafa farið yfir 100 stigin og jú vissulega er það dýrt að tapa 3. leikhluta með 26 stigum :)

En þó að Suns séu að spila frábærlega sóknarlega þá mundi ég hafa áhyggjur af úrslitakeppnina ef ég væri Mike D'Antoni.  Það er mitt mat að varnarleikurinn hjá þeim sé ekki nógu góður til að þeir geti farið alla leið.

Og já heyrðu eitt enn... fyrir forvitnissakir

Hvað kom til að þú fórst að halda með Minnesota?

Íþróttir á blog.is, 22.1.2007 kl. 17:38

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Já Phoenix gæti lent í vandræðum með þetta "run & gun" kerfi sitt á móti sterkum varnarliðum.  Sama sagan og hjá Dallas þegar Steve Nash spilaði þar undir Don Nelson.  Hins vegar eru ekki mörg lið núna með nógu sterka vörn til að halda þeim í skefjum.  San Antonio hefur ekki verið eins sannfærandi eins og oftast áður...spurning með Utah...þeir eru að koma á óvart.  Hlakka til að sjá mína menn í heimsókn þar í kvöld.

Ástæðan fyrir því að ég held með Timberwolves er aðallega sú að ég hef búið í Minnesota undanfarin ár og mæti reglulega í Target Center.

Róbert Björnsson, 22.1.2007 kl. 21:53

4 Smámynd: Íþróttir á blog.is

Aha þarna kom það.  Verð að leyfa mér að öfunda þig að komast reglulega á þessa leiki.  Allt annað að sjá þetta live og lifa sig inní þetta heldur en að vera að vaka eftir þessu fram á nætur hérna á Íslandi.

Sjálfur er ég Bulls maður og hafið þið verið okkur erfiðir á þessu tímabili, unnið báða leikina að mig minnir á síðustu sekúndunum.

Íþróttir á blog.is, 22.1.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Róbert Björnsson

Það eru vissulega forréttindi að komast á leiki við og við.  Þú verður að skreppa til Chicago við tækifæri!  (sjö tíma keyrsla frá Minneapolis ef þú flýgur þangað)

Chicago hefur verið hvað duglegast við að reyna að ná í K.G. enda er hann vinsæll þar (spilaði þar á sínum skólaárum).   Síðasta óstaðfesta tilboðið hljómaði upp á Kirk Hinrich, Luol Deng og 1st round draft pick.  Sorry en ég held ekki

Róbert Björnsson, 22.1.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband