Sunnudagur, 21. janúar 2007
Karfan á MBL
Dirk var ekki útnefndur leikmaður Vesturdeildarinnar heldur var hann valinn besti leikmaður mánaðarins þar. Hann er vel að því kominn og er sá fyrsti í langan tíma til að eiga möguleika á að verða hæsti leikmaður tímabilsins í því sem Kaninn kallar Efficiency þ.e. meðaltal yfir stig, stoðsendingar, fráköst, varin skot og stolna bolta. Spurning hvort Garnett sé farinn að slaka eitthvað á og kannski kominn tími á að hann fari til almennilegs liðs.
En annars var tilgangur minn ekki sá að blogga um gamla frétt heldur var þetta nýjasta fréttin sem ég fann á MBL um NBA og vil ég hér með skora á stjórnendur að bæta alla umfjöllun á síðunni um körfubolta en eins og staðan er í dag er Vísir að stinga af í þeim málum.
Einhverjir fleiri fréttaþyrstir körfuboltaáhagendur hér sem taka undir með mér ?
Þangað til næst....
![]() |
NBA: 45 stig frá McGrady dugðu Houston ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Bloggar, NBA | Breytt 28.1.2007 kl. 02:37 | Facebook
Athugasemdir
Það væri vissulega fagnaðarefni ef MBL og fleiri íslenskir fjölmiðlar gerðu NBA hærra undir höfði.
En hey! Ekki dissa Minnesota Timberwolves!!! K.G. er svo sannarlega ekkert að slaka á og honum verður aldrei treidað. Randy Foy er efni í stórstjörnu og við þurfum bara að gera tvær, þrjár breytingar til að komast aftur á toppinn.
Róbert Björnsson, 21.1.2007 kl. 23:24
Ekkert diss á Minnesota. Vil bara sjá Garnett í góðu liði áður en hann fer að dala.
Það var leiðinlegt að sjá undir lok síðasta tímabils þegar Minnesota var farið að gefa viljandi frá sér leikina til að eiga meiri möguleika í nýliði lottóinu. Farnir að "hvíla" Garnett á mikilvægum augnablikum og Madsen farinn að taka 3ja stiga skot í tíma og ótíma.
Íþróttir á blog.is, 22.1.2007 kl. 11:42
Ég er sammála því að K.G. á betra skilið eftir 12 ára ströggl. Þá á ég við að hann á skilið að fá einhverja hjálp...ekki nýtt lið. Ég hélt þetta væri komið fyrir 3 árum síðan þegar Kevin McHale náði í Sam Cassell og Spree...Western Conference Finals og K.G. MVP... en Sam og Spree voru því miður of mikil egó. Það er mjög erfitt að byggja upp lið í kringum K.G. þar sem hann er (verðskuldað) launahæsti maður deildarinnar. Það eru því miður ekki margir veterans sem eru tilbúnir til að fórna laununum sínum til þess að fá að spila með K.G. þrátt fyrir yfirlýsingar um að K.G. væri þeirra drauma samherji... nú síðast Iverson.
Varðandi lokin á síðasta tímabili þá var svosem lítil ástæða til að taka sénsinn á að K.G. meiddist í þessum síðustu 5 leikjum eftir að möguleikarnir á playoffs voru horfnir. Tel þó ekki að þeir hafi tapað leikjum viljandi þó svo það hafi kannski vantað uppá baráttuandann...skiljanlega þegar ekki er lengur að neinu að keppa. Það var gott fyrir aðra leikmenn að fá séns...Rashad McCants, Justin Reed o.fl.
Vil svo bara benda á bloggið/vefsíðuna hans Marks "Mad Dog" Madsen (þriggja stiga skyttu með meiru
) http://www.markmadsen.com/blog/
Róbert Björnsson, 22.1.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.